Dagur B: „Fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 11. febrúar 2016 10:08 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist taka þetta mál nærri sér. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur formlega óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar Fréttablaðsins þess efnis að stúlku í Fellaskóla hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu þar sem hún var ekki í mataráskrift hjá Reykjavíkurborg. Hann segist taka málið sérstaklega nærri sér. „Ég skipti ekki oft skapi en viðurkenni það fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt í morgun. Svona gerir maður ekki. Það hefur verið skýr sýn og stefna borgarinnar að engum sé vísað úr matarröðinni, hvorki vegna efnahags né annarra ástæðna,“ segir Dagur á Facebook-síðu sinni. Stúlkan, sem er ellefu ára, fór með fimm hundruð krónur í skólann og óskaði eftir að fá að kaupa eina pítsusneið, en pítsur voru á boðstólnum í tilefni öskudagsins. Henni var þó neitað um það í mötuneytinu, og sömuleiðis þegar hún spurði skólastjóra. Þær skýringar fengust frá skólastjóranum, Sigurlaugu Hrund Svavarsdóttur, að aðeins nemendur sem eru í mataráskrift borði mat frá mötuneytinu. Dagur segist taka þetta mál nærri sér því Fellaskóli hafi verið í stórsókn undanfarin ár. Hann sé stoltur af því starfi og árangri sem starfsfólk og stjórnendur, nemendur og fjölskyldur þeirra hafi skilað. „Við eigum að skapa samfélag fyrir alla og þar sem allir eru með. Það er sérstaklega mikilvægt í skólunum. Ef þetta er vafamál í einhvers huga þá eigum við að hnykkja á því. Ég óskaði í morgun formlega eftir skýringum á þessum fréttum frá Skóla- og frístundasviði.“ Ég skipti ekki oft skapi en viðurkenni það fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt í morgun. Svona gerir maður...Posted by Dagur B. Eggertsson on 11. febrúar 2016 Tengdar fréttir Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur formlega óskað eftir skýringum frá skóla- og frístundasviði vegna fréttar Fréttablaðsins þess efnis að stúlku í Fellaskóla hafi verið neitað um að taka þátt í pítsuveislu þar sem hún var ekki í mataráskrift hjá Reykjavíkurborg. Hann segist taka málið sérstaklega nærri sér. „Ég skipti ekki oft skapi en viðurkenni það fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt í morgun. Svona gerir maður ekki. Það hefur verið skýr sýn og stefna borgarinnar að engum sé vísað úr matarröðinni, hvorki vegna efnahags né annarra ástæðna,“ segir Dagur á Facebook-síðu sinni. Stúlkan, sem er ellefu ára, fór með fimm hundruð krónur í skólann og óskaði eftir að fá að kaupa eina pítsusneið, en pítsur voru á boðstólnum í tilefni öskudagsins. Henni var þó neitað um það í mötuneytinu, og sömuleiðis þegar hún spurði skólastjóra. Þær skýringar fengust frá skólastjóranum, Sigurlaugu Hrund Svavarsdóttur, að aðeins nemendur sem eru í mataráskrift borði mat frá mötuneytinu. Dagur segist taka þetta mál nærri sér því Fellaskóli hafi verið í stórsókn undanfarin ár. Hann sé stoltur af því starfi og árangri sem starfsfólk og stjórnendur, nemendur og fjölskyldur þeirra hafi skilað. „Við eigum að skapa samfélag fyrir alla og þar sem allir eru með. Það er sérstaklega mikilvægt í skólunum. Ef þetta er vafamál í einhvers huga þá eigum við að hnykkja á því. Ég óskaði í morgun formlega eftir skýringum á þessum fréttum frá Skóla- og frístundasviði.“ Ég skipti ekki oft skapi en viðurkenni það fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt í morgun. Svona gerir maður...Posted by Dagur B. Eggertsson on 11. febrúar 2016
Tengdar fréttir Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Sjá meira
Fékk ekki að taka þátt í pítsuveislu á öskudag Stúlkan fór með fimm hundruð krónur í skólann og spurði hvort hún mætti kaupa eina pítsusneið. Henni var neitað um það í mötuneytinu 11. febrúar 2016 00:01