Benedikt segir Bjarna stýra dagskránni í bili Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. nóvember 2016 07:00 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari flokksins, skælbrosandi á fundi í Valhöll. vísir/eyþór Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks og handhafi stjórnarmyndunarumboðs, mun leggjast undir feld um helgina og fara yfir stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum áður en hann ákveður framhaldið. Bjarni fundaði með þingflokki sínum í Valhöll í gær og fór yfir stöðuna. Í samtali við fréttastofu á leið sinni inn á fundinn sagði Bjarni að ekkert væri útilokað þegar kæmi að stjórnarmyndun. Þá sagði hann ríkisstjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð ekkert líklegri kost en aðra. „Það liggur fyrir að það væri mjög naumur meirihluti. Ég hef rætt það og bent á það, nefnt í samtölum við formenn þeirra flokka.“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að hann hafi ekki fundað með Bjarna í gær. Þó hafi þeir talað tvisvar saman í síma. Lítið hafi gerst í stjórnarmyndunarviðræðum og Bjarni hyggist taka sér helgina til þess að hugsa um framhaldið.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Fréttablaðið/Ernir„Bjarni stjórnar dagskránni í bili. Eigum við ekki að sjá bara hvað hann segir? Hann hefur ekki boðað mig á fund,“ segir Benedikt. „Það hefur eitthvað lítið verið talað saman í dag, ef nokkuð. Það hefur ekkert verið skipulagt meira en það sem við sögðum í gær [á fimmtudag] og Bjarni sagði eftir fundina með formönnum flokkanna,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Fréttablaðið greindi frá því í gær að sú hugmynd hefði verið rædd á fundi Benedikts og Óttars með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á miðvikudag að Benedikt myndi leiða ríkisstjórn þeirra flokka auk Sjálfstæðisflokks. Í samtali við fréttastofu í gær sögðu Óttarr og Benedikt báðir að það hefði ekki borið á góma. Bjarni sagði hins vegar í gær að þótt töluvert bæri á milli í pólitískri hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna væri hann ekki búinn að loka fyrir þann möguleika.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Katrín: Ekkert launungarmál að Benedikt vill leiða stjórnarmyndunarviðræður Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að það sé ekkert launungarmál að Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar vilji leiða stjórnarmyndunarviðræður. Það þurfi þó ekki endilega að fara saman við það að verða forsætisráðherra. 4. nóvember 2016 14:23 Bjarni rætt við fleiri en einn formann í dag Segir að það liggi ekki beint við að hefja stjórnarmyndunarviðræður við Bjarta framtíð og Viðreisn. 4. nóvember 2016 16:16 Bjarni segir ekkert útilokað Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur rætt við formenn nokkurra annarra stjórnmálaflokka í dag. Hann segir ekkert útilokað þegar kemur að stjórnarmyndun en ætlar að leggjast undir feld um helgina til að fara yfir stöðuna. 4. nóvember 2016 18:25 Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. 4. nóvember 2016 08:00 Bjarni hafði tvívegis samband við Benedikt í dag Bjarni hafði sagt við Vísi fyrr í dag að hann hefði rætt við fleiri en einn formann í dag, en gaf þó ekki upp hverjir þeir væru. 4. nóvember 2016 17:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks og handhafi stjórnarmyndunarumboðs, mun leggjast undir feld um helgina og fara yfir stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum áður en hann ákveður framhaldið. Bjarni fundaði með þingflokki sínum í Valhöll í gær og fór yfir stöðuna. Í samtali við fréttastofu á leið sinni inn á fundinn sagði Bjarni að ekkert væri útilokað þegar kæmi að stjórnarmyndun. Þá sagði hann ríkisstjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð ekkert líklegri kost en aðra. „Það liggur fyrir að það væri mjög naumur meirihluti. Ég hef rætt það og bent á það, nefnt í samtölum við formenn þeirra flokka.“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að hann hafi ekki fundað með Bjarna í gær. Þó hafi þeir talað tvisvar saman í síma. Lítið hafi gerst í stjórnarmyndunarviðræðum og Bjarni hyggist taka sér helgina til þess að hugsa um framhaldið.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Fréttablaðið/Ernir„Bjarni stjórnar dagskránni í bili. Eigum við ekki að sjá bara hvað hann segir? Hann hefur ekki boðað mig á fund,“ segir Benedikt. „Það hefur eitthvað lítið verið talað saman í dag, ef nokkuð. Það hefur ekkert verið skipulagt meira en það sem við sögðum í gær [á fimmtudag] og Bjarni sagði eftir fundina með formönnum flokkanna,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Fréttablaðið greindi frá því í gær að sú hugmynd hefði verið rædd á fundi Benedikts og Óttars með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á miðvikudag að Benedikt myndi leiða ríkisstjórn þeirra flokka auk Sjálfstæðisflokks. Í samtali við fréttastofu í gær sögðu Óttarr og Benedikt báðir að það hefði ekki borið á góma. Bjarni sagði hins vegar í gær að þótt töluvert bæri á milli í pólitískri hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna væri hann ekki búinn að loka fyrir þann möguleika.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Katrín: Ekkert launungarmál að Benedikt vill leiða stjórnarmyndunarviðræður Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að það sé ekkert launungarmál að Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar vilji leiða stjórnarmyndunarviðræður. Það þurfi þó ekki endilega að fara saman við það að verða forsætisráðherra. 4. nóvember 2016 14:23 Bjarni rætt við fleiri en einn formann í dag Segir að það liggi ekki beint við að hefja stjórnarmyndunarviðræður við Bjarta framtíð og Viðreisn. 4. nóvember 2016 16:16 Bjarni segir ekkert útilokað Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur rætt við formenn nokkurra annarra stjórnmálaflokka í dag. Hann segir ekkert útilokað þegar kemur að stjórnarmyndun en ætlar að leggjast undir feld um helgina til að fara yfir stöðuna. 4. nóvember 2016 18:25 Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. 4. nóvember 2016 08:00 Bjarni hafði tvívegis samband við Benedikt í dag Bjarni hafði sagt við Vísi fyrr í dag að hann hefði rætt við fleiri en einn formann í dag, en gaf þó ekki upp hverjir þeir væru. 4. nóvember 2016 17:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
Katrín: Ekkert launungarmál að Benedikt vill leiða stjórnarmyndunarviðræður Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að það sé ekkert launungarmál að Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar vilji leiða stjórnarmyndunarviðræður. Það þurfi þó ekki endilega að fara saman við það að verða forsætisráðherra. 4. nóvember 2016 14:23
Bjarni rætt við fleiri en einn formann í dag Segir að það liggi ekki beint við að hefja stjórnarmyndunarviðræður við Bjarta framtíð og Viðreisn. 4. nóvember 2016 16:16
Bjarni segir ekkert útilokað Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur rætt við formenn nokkurra annarra stjórnmálaflokka í dag. Hann segir ekkert útilokað þegar kemur að stjórnarmyndun en ætlar að leggjast undir feld um helgina til að fara yfir stöðuna. 4. nóvember 2016 18:25
Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. 4. nóvember 2016 08:00
Bjarni hafði tvívegis samband við Benedikt í dag Bjarni hafði sagt við Vísi fyrr í dag að hann hefði rætt við fleiri en einn formann í dag, en gaf þó ekki upp hverjir þeir væru. 4. nóvember 2016 17:00