Benedikt segir Bjarna stýra dagskránni í bili Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. nóvember 2016 07:00 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari flokksins, skælbrosandi á fundi í Valhöll. vísir/eyþór Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks og handhafi stjórnarmyndunarumboðs, mun leggjast undir feld um helgina og fara yfir stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum áður en hann ákveður framhaldið. Bjarni fundaði með þingflokki sínum í Valhöll í gær og fór yfir stöðuna. Í samtali við fréttastofu á leið sinni inn á fundinn sagði Bjarni að ekkert væri útilokað þegar kæmi að stjórnarmyndun. Þá sagði hann ríkisstjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð ekkert líklegri kost en aðra. „Það liggur fyrir að það væri mjög naumur meirihluti. Ég hef rætt það og bent á það, nefnt í samtölum við formenn þeirra flokka.“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að hann hafi ekki fundað með Bjarna í gær. Þó hafi þeir talað tvisvar saman í síma. Lítið hafi gerst í stjórnarmyndunarviðræðum og Bjarni hyggist taka sér helgina til þess að hugsa um framhaldið.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Fréttablaðið/Ernir„Bjarni stjórnar dagskránni í bili. Eigum við ekki að sjá bara hvað hann segir? Hann hefur ekki boðað mig á fund,“ segir Benedikt. „Það hefur eitthvað lítið verið talað saman í dag, ef nokkuð. Það hefur ekkert verið skipulagt meira en það sem við sögðum í gær [á fimmtudag] og Bjarni sagði eftir fundina með formönnum flokkanna,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Fréttablaðið greindi frá því í gær að sú hugmynd hefði verið rædd á fundi Benedikts og Óttars með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á miðvikudag að Benedikt myndi leiða ríkisstjórn þeirra flokka auk Sjálfstæðisflokks. Í samtali við fréttastofu í gær sögðu Óttarr og Benedikt báðir að það hefði ekki borið á góma. Bjarni sagði hins vegar í gær að þótt töluvert bæri á milli í pólitískri hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna væri hann ekki búinn að loka fyrir þann möguleika.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Katrín: Ekkert launungarmál að Benedikt vill leiða stjórnarmyndunarviðræður Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að það sé ekkert launungarmál að Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar vilji leiða stjórnarmyndunarviðræður. Það þurfi þó ekki endilega að fara saman við það að verða forsætisráðherra. 4. nóvember 2016 14:23 Bjarni rætt við fleiri en einn formann í dag Segir að það liggi ekki beint við að hefja stjórnarmyndunarviðræður við Bjarta framtíð og Viðreisn. 4. nóvember 2016 16:16 Bjarni segir ekkert útilokað Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur rætt við formenn nokkurra annarra stjórnmálaflokka í dag. Hann segir ekkert útilokað þegar kemur að stjórnarmyndun en ætlar að leggjast undir feld um helgina til að fara yfir stöðuna. 4. nóvember 2016 18:25 Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. 4. nóvember 2016 08:00 Bjarni hafði tvívegis samband við Benedikt í dag Bjarni hafði sagt við Vísi fyrr í dag að hann hefði rætt við fleiri en einn formann í dag, en gaf þó ekki upp hverjir þeir væru. 4. nóvember 2016 17:00 Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks og handhafi stjórnarmyndunarumboðs, mun leggjast undir feld um helgina og fara yfir stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum áður en hann ákveður framhaldið. Bjarni fundaði með þingflokki sínum í Valhöll í gær og fór yfir stöðuna. Í samtali við fréttastofu á leið sinni inn á fundinn sagði Bjarni að ekkert væri útilokað þegar kæmi að stjórnarmyndun. Þá sagði hann ríkisstjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð ekkert líklegri kost en aðra. „Það liggur fyrir að það væri mjög naumur meirihluti. Ég hef rætt það og bent á það, nefnt í samtölum við formenn þeirra flokka.“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að hann hafi ekki fundað með Bjarna í gær. Þó hafi þeir talað tvisvar saman í síma. Lítið hafi gerst í stjórnarmyndunarviðræðum og Bjarni hyggist taka sér helgina til þess að hugsa um framhaldið.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Fréttablaðið/Ernir„Bjarni stjórnar dagskránni í bili. Eigum við ekki að sjá bara hvað hann segir? Hann hefur ekki boðað mig á fund,“ segir Benedikt. „Það hefur eitthvað lítið verið talað saman í dag, ef nokkuð. Það hefur ekkert verið skipulagt meira en það sem við sögðum í gær [á fimmtudag] og Bjarni sagði eftir fundina með formönnum flokkanna,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Fréttablaðið greindi frá því í gær að sú hugmynd hefði verið rædd á fundi Benedikts og Óttars með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á miðvikudag að Benedikt myndi leiða ríkisstjórn þeirra flokka auk Sjálfstæðisflokks. Í samtali við fréttastofu í gær sögðu Óttarr og Benedikt báðir að það hefði ekki borið á góma. Bjarni sagði hins vegar í gær að þótt töluvert bæri á milli í pólitískri hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna væri hann ekki búinn að loka fyrir þann möguleika.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Katrín: Ekkert launungarmál að Benedikt vill leiða stjórnarmyndunarviðræður Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að það sé ekkert launungarmál að Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar vilji leiða stjórnarmyndunarviðræður. Það þurfi þó ekki endilega að fara saman við það að verða forsætisráðherra. 4. nóvember 2016 14:23 Bjarni rætt við fleiri en einn formann í dag Segir að það liggi ekki beint við að hefja stjórnarmyndunarviðræður við Bjarta framtíð og Viðreisn. 4. nóvember 2016 16:16 Bjarni segir ekkert útilokað Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur rætt við formenn nokkurra annarra stjórnmálaflokka í dag. Hann segir ekkert útilokað þegar kemur að stjórnarmyndun en ætlar að leggjast undir feld um helgina til að fara yfir stöðuna. 4. nóvember 2016 18:25 Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. 4. nóvember 2016 08:00 Bjarni hafði tvívegis samband við Benedikt í dag Bjarni hafði sagt við Vísi fyrr í dag að hann hefði rætt við fleiri en einn formann í dag, en gaf þó ekki upp hverjir þeir væru. 4. nóvember 2016 17:00 Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Katrín: Ekkert launungarmál að Benedikt vill leiða stjórnarmyndunarviðræður Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að það sé ekkert launungarmál að Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar vilji leiða stjórnarmyndunarviðræður. Það þurfi þó ekki endilega að fara saman við það að verða forsætisráðherra. 4. nóvember 2016 14:23
Bjarni rætt við fleiri en einn formann í dag Segir að það liggi ekki beint við að hefja stjórnarmyndunarviðræður við Bjarta framtíð og Viðreisn. 4. nóvember 2016 16:16
Bjarni segir ekkert útilokað Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur rætt við formenn nokkurra annarra stjórnmálaflokka í dag. Hann segir ekkert útilokað þegar kemur að stjórnarmyndun en ætlar að leggjast undir feld um helgina til að fara yfir stöðuna. 4. nóvember 2016 18:25
Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. 4. nóvember 2016 08:00
Bjarni hafði tvívegis samband við Benedikt í dag Bjarni hafði sagt við Vísi fyrr í dag að hann hefði rætt við fleiri en einn formann í dag, en gaf þó ekki upp hverjir þeir væru. 4. nóvember 2016 17:00