Benedikt segir Bjarna stýra dagskránni í bili Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. nóvember 2016 07:00 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari flokksins, skælbrosandi á fundi í Valhöll. vísir/eyþór Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks og handhafi stjórnarmyndunarumboðs, mun leggjast undir feld um helgina og fara yfir stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum áður en hann ákveður framhaldið. Bjarni fundaði með þingflokki sínum í Valhöll í gær og fór yfir stöðuna. Í samtali við fréttastofu á leið sinni inn á fundinn sagði Bjarni að ekkert væri útilokað þegar kæmi að stjórnarmyndun. Þá sagði hann ríkisstjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð ekkert líklegri kost en aðra. „Það liggur fyrir að það væri mjög naumur meirihluti. Ég hef rætt það og bent á það, nefnt í samtölum við formenn þeirra flokka.“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að hann hafi ekki fundað með Bjarna í gær. Þó hafi þeir talað tvisvar saman í síma. Lítið hafi gerst í stjórnarmyndunarviðræðum og Bjarni hyggist taka sér helgina til þess að hugsa um framhaldið.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Fréttablaðið/Ernir„Bjarni stjórnar dagskránni í bili. Eigum við ekki að sjá bara hvað hann segir? Hann hefur ekki boðað mig á fund,“ segir Benedikt. „Það hefur eitthvað lítið verið talað saman í dag, ef nokkuð. Það hefur ekkert verið skipulagt meira en það sem við sögðum í gær [á fimmtudag] og Bjarni sagði eftir fundina með formönnum flokkanna,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Fréttablaðið greindi frá því í gær að sú hugmynd hefði verið rædd á fundi Benedikts og Óttars með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á miðvikudag að Benedikt myndi leiða ríkisstjórn þeirra flokka auk Sjálfstæðisflokks. Í samtali við fréttastofu í gær sögðu Óttarr og Benedikt báðir að það hefði ekki borið á góma. Bjarni sagði hins vegar í gær að þótt töluvert bæri á milli í pólitískri hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna væri hann ekki búinn að loka fyrir þann möguleika.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Katrín: Ekkert launungarmál að Benedikt vill leiða stjórnarmyndunarviðræður Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að það sé ekkert launungarmál að Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar vilji leiða stjórnarmyndunarviðræður. Það þurfi þó ekki endilega að fara saman við það að verða forsætisráðherra. 4. nóvember 2016 14:23 Bjarni rætt við fleiri en einn formann í dag Segir að það liggi ekki beint við að hefja stjórnarmyndunarviðræður við Bjarta framtíð og Viðreisn. 4. nóvember 2016 16:16 Bjarni segir ekkert útilokað Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur rætt við formenn nokkurra annarra stjórnmálaflokka í dag. Hann segir ekkert útilokað þegar kemur að stjórnarmyndun en ætlar að leggjast undir feld um helgina til að fara yfir stöðuna. 4. nóvember 2016 18:25 Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. 4. nóvember 2016 08:00 Bjarni hafði tvívegis samband við Benedikt í dag Bjarni hafði sagt við Vísi fyrr í dag að hann hefði rætt við fleiri en einn formann í dag, en gaf þó ekki upp hverjir þeir væru. 4. nóvember 2016 17:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóri Mýrdalshrepp vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks og handhafi stjórnarmyndunarumboðs, mun leggjast undir feld um helgina og fara yfir stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðum áður en hann ákveður framhaldið. Bjarni fundaði með þingflokki sínum í Valhöll í gær og fór yfir stöðuna. Í samtali við fréttastofu á leið sinni inn á fundinn sagði Bjarni að ekkert væri útilokað þegar kæmi að stjórnarmyndun. Þá sagði hann ríkisstjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð ekkert líklegri kost en aðra. „Það liggur fyrir að það væri mjög naumur meirihluti. Ég hef rætt það og bent á það, nefnt í samtölum við formenn þeirra flokka.“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að hann hafi ekki fundað með Bjarna í gær. Þó hafi þeir talað tvisvar saman í síma. Lítið hafi gerst í stjórnarmyndunarviðræðum og Bjarni hyggist taka sér helgina til þess að hugsa um framhaldið.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Fréttablaðið/Ernir„Bjarni stjórnar dagskránni í bili. Eigum við ekki að sjá bara hvað hann segir? Hann hefur ekki boðað mig á fund,“ segir Benedikt. „Það hefur eitthvað lítið verið talað saman í dag, ef nokkuð. Það hefur ekkert verið skipulagt meira en það sem við sögðum í gær [á fimmtudag] og Bjarni sagði eftir fundina með formönnum flokkanna,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Fréttablaðið greindi frá því í gær að sú hugmynd hefði verið rædd á fundi Benedikts og Óttars með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á miðvikudag að Benedikt myndi leiða ríkisstjórn þeirra flokka auk Sjálfstæðisflokks. Í samtali við fréttastofu í gær sögðu Óttarr og Benedikt báðir að það hefði ekki borið á góma. Bjarni sagði hins vegar í gær að þótt töluvert bæri á milli í pólitískri hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna væri hann ekki búinn að loka fyrir þann möguleika.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Katrín: Ekkert launungarmál að Benedikt vill leiða stjórnarmyndunarviðræður Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að það sé ekkert launungarmál að Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar vilji leiða stjórnarmyndunarviðræður. Það þurfi þó ekki endilega að fara saman við það að verða forsætisráðherra. 4. nóvember 2016 14:23 Bjarni rætt við fleiri en einn formann í dag Segir að það liggi ekki beint við að hefja stjórnarmyndunarviðræður við Bjarta framtíð og Viðreisn. 4. nóvember 2016 16:16 Bjarni segir ekkert útilokað Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur rætt við formenn nokkurra annarra stjórnmálaflokka í dag. Hann segir ekkert útilokað þegar kemur að stjórnarmyndun en ætlar að leggjast undir feld um helgina til að fara yfir stöðuna. 4. nóvember 2016 18:25 Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. 4. nóvember 2016 08:00 Bjarni hafði tvívegis samband við Benedikt í dag Bjarni hafði sagt við Vísi fyrr í dag að hann hefði rætt við fleiri en einn formann í dag, en gaf þó ekki upp hverjir þeir væru. 4. nóvember 2016 17:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóri Mýrdalshrepp vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Sjá meira
Katrín: Ekkert launungarmál að Benedikt vill leiða stjórnarmyndunarviðræður Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að það sé ekkert launungarmál að Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar vilji leiða stjórnarmyndunarviðræður. Það þurfi þó ekki endilega að fara saman við það að verða forsætisráðherra. 4. nóvember 2016 14:23
Bjarni rætt við fleiri en einn formann í dag Segir að það liggi ekki beint við að hefja stjórnarmyndunarviðræður við Bjarta framtíð og Viðreisn. 4. nóvember 2016 16:16
Bjarni segir ekkert útilokað Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur rætt við formenn nokkurra annarra stjórnmálaflokka í dag. Hann segir ekkert útilokað þegar kemur að stjórnarmyndun en ætlar að leggjast undir feld um helgina til að fara yfir stöðuna. 4. nóvember 2016 18:25
Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. 4. nóvember 2016 08:00
Bjarni hafði tvívegis samband við Benedikt í dag Bjarni hafði sagt við Vísi fyrr í dag að hann hefði rætt við fleiri en einn formann í dag, en gaf þó ekki upp hverjir þeir væru. 4. nóvember 2016 17:00