Lögregla sögð hunsa Fellahverfi Sæunn Gísladóttir skrifar 5. nóvember 2016 07:00 Afskiptaleysi lögreglunnar veldur viðmælendum Fréttablaðsins áhyggjum. vísir/eyþór „Við hringum í lögregluna og hún kemur ekki. Ég hef stundum hringt allt að sjö sinnum og ef þeir koma er það eftir þrjár klukkustundir. Það er erfitt að reka verslun undir þessum kringumstæðum.“ Þetta segir erlendur verslunareigandi í Fellahverfi í Breiðholtinu. Verslunareigandinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, segir að nálægt sér sé vinsæll staður til að taka og selja fíkniefni en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að gera lögreglunni viðvart um vandamálið haldi það áfram. Hann sé farinn að halda að það sé vegna þess að hann sé útlendingur. „Ef Íslendingar hringja held ég að löggan komi frekar,“ segir verslunareigandinn.Halldóra Björg Gunnlaugsdóttir leikskólastjóri í Holti.Mynd/HBGNý skýrsla Rauða krossins um hagi lakast settu íbúa Reykjavíkurborgar hefur verið í brennidepli nýlega, en í henni er svört mynd dregin upp af Efra-Breiðholti. Hverfið er sagt láglaunasvæði með mikla fátækt, mörg þjóðarbrot og mikil félagsleg vandamál. Þá búi margar ómenntaðar, ungar, fátækar mæður í hverfinu en sístur sé hagur erlends fólks í láglaunastörfum. Íbúar og starfandi fólk í Fellahverfi sem Fréttablaðið ræddi við í gær segir góða hluti vera gerða til að bæta úr félagslegu vandamálunum sem hafa einkennt hverfið í áratugi. Þörf sé þó á að gera meira. Helen Halldórsdóttir, sem starfar hjá Gamla kaffihúsinu, segir að margir innflytjendur hafi nánast engan stuðning. „Þeim er kastað hér út og það er ekki stuðningsnet í kringum þetta fólk. Það verður til þess að fólk hópar sig saman eftir þjóðernum. Það þarf að veita miklu meiri þjónustu og eftirfylgni fyrir þennan hóp.“Viðmælendur Fréttablaðsins sögðu öflugt þjónustustarf unnið í hverfinu.vísir/eyþórHelen tekur undir orð verslunareigandans um afskiptaleysi lögreglunnar gagnvart hverfinu. „Lögreglan er ekki mjög upprifin yfir að koma hingað, þeir vita að þessi gengi grassera hérna, en það er ekkert eftirlit.“ Halldóra Björg Gunnlaugsdóttir, leikskólastjóri í Holti, segir vandann fjölþættan en segist ekki sammála því að allt sé í volæði í Fellahverfinu. „Það er margt gott starf að eiga sér stað og búið að eiga sér stað hérna.“ Hún segir þó hverfið vera þungt og vera búið að vera það lengi. „Aðalvandamálið hjá okkur að mínu mati er að okkur vantar meira fagmenntað fólk. Við þurfum að vera með sem mest af fagmenntuðu fólki vegna þess að hér er staðan svo flókin. Það er mikið álag í skólanum hérna. Það er ekki hægt að bera saman leikskólann Holt við leikskóla í Vesturbænum þar sem er eitt barn af erlendum uppruna,“ segir Halldóra. Að mati Halldóru einkennir meiri fátækt ekki hverfið en áður en bæta þurfi félagsþjónustuna þar. „Það þarf fleiri starfsmenn í Þjónustumiðstöð Breiðholts til að sinna því sem þarf að sinna, en það eru alltaf þessir peningar sem eru að þvælast fyrir öllu,“ segir Halldóra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
„Við hringum í lögregluna og hún kemur ekki. Ég hef stundum hringt allt að sjö sinnum og ef þeir koma er það eftir þrjár klukkustundir. Það er erfitt að reka verslun undir þessum kringumstæðum.“ Þetta segir erlendur verslunareigandi í Fellahverfi í Breiðholtinu. Verslunareigandinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, segir að nálægt sér sé vinsæll staður til að taka og selja fíkniefni en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að gera lögreglunni viðvart um vandamálið haldi það áfram. Hann sé farinn að halda að það sé vegna þess að hann sé útlendingur. „Ef Íslendingar hringja held ég að löggan komi frekar,“ segir verslunareigandinn.Halldóra Björg Gunnlaugsdóttir leikskólastjóri í Holti.Mynd/HBGNý skýrsla Rauða krossins um hagi lakast settu íbúa Reykjavíkurborgar hefur verið í brennidepli nýlega, en í henni er svört mynd dregin upp af Efra-Breiðholti. Hverfið er sagt láglaunasvæði með mikla fátækt, mörg þjóðarbrot og mikil félagsleg vandamál. Þá búi margar ómenntaðar, ungar, fátækar mæður í hverfinu en sístur sé hagur erlends fólks í láglaunastörfum. Íbúar og starfandi fólk í Fellahverfi sem Fréttablaðið ræddi við í gær segir góða hluti vera gerða til að bæta úr félagslegu vandamálunum sem hafa einkennt hverfið í áratugi. Þörf sé þó á að gera meira. Helen Halldórsdóttir, sem starfar hjá Gamla kaffihúsinu, segir að margir innflytjendur hafi nánast engan stuðning. „Þeim er kastað hér út og það er ekki stuðningsnet í kringum þetta fólk. Það verður til þess að fólk hópar sig saman eftir þjóðernum. Það þarf að veita miklu meiri þjónustu og eftirfylgni fyrir þennan hóp.“Viðmælendur Fréttablaðsins sögðu öflugt þjónustustarf unnið í hverfinu.vísir/eyþórHelen tekur undir orð verslunareigandans um afskiptaleysi lögreglunnar gagnvart hverfinu. „Lögreglan er ekki mjög upprifin yfir að koma hingað, þeir vita að þessi gengi grassera hérna, en það er ekkert eftirlit.“ Halldóra Björg Gunnlaugsdóttir, leikskólastjóri í Holti, segir vandann fjölþættan en segist ekki sammála því að allt sé í volæði í Fellahverfinu. „Það er margt gott starf að eiga sér stað og búið að eiga sér stað hérna.“ Hún segir þó hverfið vera þungt og vera búið að vera það lengi. „Aðalvandamálið hjá okkur að mínu mati er að okkur vantar meira fagmenntað fólk. Við þurfum að vera með sem mest af fagmenntuðu fólki vegna þess að hér er staðan svo flókin. Það er mikið álag í skólanum hérna. Það er ekki hægt að bera saman leikskólann Holt við leikskóla í Vesturbænum þar sem er eitt barn af erlendum uppruna,“ segir Halldóra. Að mati Halldóru einkennir meiri fátækt ekki hverfið en áður en bæta þurfi félagsþjónustuna þar. „Það þarf fleiri starfsmenn í Þjónustumiðstöð Breiðholts til að sinna því sem þarf að sinna, en það eru alltaf þessir peningar sem eru að þvælast fyrir öllu,“ segir Halldóra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00