Lögregla sögð hunsa Fellahverfi Sæunn Gísladóttir skrifar 5. nóvember 2016 07:00 Afskiptaleysi lögreglunnar veldur viðmælendum Fréttablaðsins áhyggjum. vísir/eyþór „Við hringum í lögregluna og hún kemur ekki. Ég hef stundum hringt allt að sjö sinnum og ef þeir koma er það eftir þrjár klukkustundir. Það er erfitt að reka verslun undir þessum kringumstæðum.“ Þetta segir erlendur verslunareigandi í Fellahverfi í Breiðholtinu. Verslunareigandinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, segir að nálægt sér sé vinsæll staður til að taka og selja fíkniefni en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að gera lögreglunni viðvart um vandamálið haldi það áfram. Hann sé farinn að halda að það sé vegna þess að hann sé útlendingur. „Ef Íslendingar hringja held ég að löggan komi frekar,“ segir verslunareigandinn.Halldóra Björg Gunnlaugsdóttir leikskólastjóri í Holti.Mynd/HBGNý skýrsla Rauða krossins um hagi lakast settu íbúa Reykjavíkurborgar hefur verið í brennidepli nýlega, en í henni er svört mynd dregin upp af Efra-Breiðholti. Hverfið er sagt láglaunasvæði með mikla fátækt, mörg þjóðarbrot og mikil félagsleg vandamál. Þá búi margar ómenntaðar, ungar, fátækar mæður í hverfinu en sístur sé hagur erlends fólks í láglaunastörfum. Íbúar og starfandi fólk í Fellahverfi sem Fréttablaðið ræddi við í gær segir góða hluti vera gerða til að bæta úr félagslegu vandamálunum sem hafa einkennt hverfið í áratugi. Þörf sé þó á að gera meira. Helen Halldórsdóttir, sem starfar hjá Gamla kaffihúsinu, segir að margir innflytjendur hafi nánast engan stuðning. „Þeim er kastað hér út og það er ekki stuðningsnet í kringum þetta fólk. Það verður til þess að fólk hópar sig saman eftir þjóðernum. Það þarf að veita miklu meiri þjónustu og eftirfylgni fyrir þennan hóp.“Viðmælendur Fréttablaðsins sögðu öflugt þjónustustarf unnið í hverfinu.vísir/eyþórHelen tekur undir orð verslunareigandans um afskiptaleysi lögreglunnar gagnvart hverfinu. „Lögreglan er ekki mjög upprifin yfir að koma hingað, þeir vita að þessi gengi grassera hérna, en það er ekkert eftirlit.“ Halldóra Björg Gunnlaugsdóttir, leikskólastjóri í Holti, segir vandann fjölþættan en segist ekki sammála því að allt sé í volæði í Fellahverfinu. „Það er margt gott starf að eiga sér stað og búið að eiga sér stað hérna.“ Hún segir þó hverfið vera þungt og vera búið að vera það lengi. „Aðalvandamálið hjá okkur að mínu mati er að okkur vantar meira fagmenntað fólk. Við þurfum að vera með sem mest af fagmenntuðu fólki vegna þess að hér er staðan svo flókin. Það er mikið álag í skólanum hérna. Það er ekki hægt að bera saman leikskólann Holt við leikskóla í Vesturbænum þar sem er eitt barn af erlendum uppruna,“ segir Halldóra. Að mati Halldóru einkennir meiri fátækt ekki hverfið en áður en bæta þurfi félagsþjónustuna þar. „Það þarf fleiri starfsmenn í Þjónustumiðstöð Breiðholts til að sinna því sem þarf að sinna, en það eru alltaf þessir peningar sem eru að þvælast fyrir öllu,“ segir Halldóra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
„Við hringum í lögregluna og hún kemur ekki. Ég hef stundum hringt allt að sjö sinnum og ef þeir koma er það eftir þrjár klukkustundir. Það er erfitt að reka verslun undir þessum kringumstæðum.“ Þetta segir erlendur verslunareigandi í Fellahverfi í Breiðholtinu. Verslunareigandinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, segir að nálægt sér sé vinsæll staður til að taka og selja fíkniefni en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að gera lögreglunni viðvart um vandamálið haldi það áfram. Hann sé farinn að halda að það sé vegna þess að hann sé útlendingur. „Ef Íslendingar hringja held ég að löggan komi frekar,“ segir verslunareigandinn.Halldóra Björg Gunnlaugsdóttir leikskólastjóri í Holti.Mynd/HBGNý skýrsla Rauða krossins um hagi lakast settu íbúa Reykjavíkurborgar hefur verið í brennidepli nýlega, en í henni er svört mynd dregin upp af Efra-Breiðholti. Hverfið er sagt láglaunasvæði með mikla fátækt, mörg þjóðarbrot og mikil félagsleg vandamál. Þá búi margar ómenntaðar, ungar, fátækar mæður í hverfinu en sístur sé hagur erlends fólks í láglaunastörfum. Íbúar og starfandi fólk í Fellahverfi sem Fréttablaðið ræddi við í gær segir góða hluti vera gerða til að bæta úr félagslegu vandamálunum sem hafa einkennt hverfið í áratugi. Þörf sé þó á að gera meira. Helen Halldórsdóttir, sem starfar hjá Gamla kaffihúsinu, segir að margir innflytjendur hafi nánast engan stuðning. „Þeim er kastað hér út og það er ekki stuðningsnet í kringum þetta fólk. Það verður til þess að fólk hópar sig saman eftir þjóðernum. Það þarf að veita miklu meiri þjónustu og eftirfylgni fyrir þennan hóp.“Viðmælendur Fréttablaðsins sögðu öflugt þjónustustarf unnið í hverfinu.vísir/eyþórHelen tekur undir orð verslunareigandans um afskiptaleysi lögreglunnar gagnvart hverfinu. „Lögreglan er ekki mjög upprifin yfir að koma hingað, þeir vita að þessi gengi grassera hérna, en það er ekkert eftirlit.“ Halldóra Björg Gunnlaugsdóttir, leikskólastjóri í Holti, segir vandann fjölþættan en segist ekki sammála því að allt sé í volæði í Fellahverfinu. „Það er margt gott starf að eiga sér stað og búið að eiga sér stað hérna.“ Hún segir þó hverfið vera þungt og vera búið að vera það lengi. „Aðalvandamálið hjá okkur að mínu mati er að okkur vantar meira fagmenntað fólk. Við þurfum að vera með sem mest af fagmenntuðu fólki vegna þess að hér er staðan svo flókin. Það er mikið álag í skólanum hérna. Það er ekki hægt að bera saman leikskólann Holt við leikskóla í Vesturbænum þar sem er eitt barn af erlendum uppruna,“ segir Halldóra. Að mati Halldóru einkennir meiri fátækt ekki hverfið en áður en bæta þurfi félagsþjónustuna þar. „Það þarf fleiri starfsmenn í Þjónustumiðstöð Breiðholts til að sinna því sem þarf að sinna, en það eru alltaf þessir peningar sem eru að þvælast fyrir öllu,“ segir Halldóra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00