Lögregla sögð hunsa Fellahverfi Sæunn Gísladóttir skrifar 5. nóvember 2016 07:00 Afskiptaleysi lögreglunnar veldur viðmælendum Fréttablaðsins áhyggjum. vísir/eyþór „Við hringum í lögregluna og hún kemur ekki. Ég hef stundum hringt allt að sjö sinnum og ef þeir koma er það eftir þrjár klukkustundir. Það er erfitt að reka verslun undir þessum kringumstæðum.“ Þetta segir erlendur verslunareigandi í Fellahverfi í Breiðholtinu. Verslunareigandinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, segir að nálægt sér sé vinsæll staður til að taka og selja fíkniefni en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að gera lögreglunni viðvart um vandamálið haldi það áfram. Hann sé farinn að halda að það sé vegna þess að hann sé útlendingur. „Ef Íslendingar hringja held ég að löggan komi frekar,“ segir verslunareigandinn.Halldóra Björg Gunnlaugsdóttir leikskólastjóri í Holti.Mynd/HBGNý skýrsla Rauða krossins um hagi lakast settu íbúa Reykjavíkurborgar hefur verið í brennidepli nýlega, en í henni er svört mynd dregin upp af Efra-Breiðholti. Hverfið er sagt láglaunasvæði með mikla fátækt, mörg þjóðarbrot og mikil félagsleg vandamál. Þá búi margar ómenntaðar, ungar, fátækar mæður í hverfinu en sístur sé hagur erlends fólks í láglaunastörfum. Íbúar og starfandi fólk í Fellahverfi sem Fréttablaðið ræddi við í gær segir góða hluti vera gerða til að bæta úr félagslegu vandamálunum sem hafa einkennt hverfið í áratugi. Þörf sé þó á að gera meira. Helen Halldórsdóttir, sem starfar hjá Gamla kaffihúsinu, segir að margir innflytjendur hafi nánast engan stuðning. „Þeim er kastað hér út og það er ekki stuðningsnet í kringum þetta fólk. Það verður til þess að fólk hópar sig saman eftir þjóðernum. Það þarf að veita miklu meiri þjónustu og eftirfylgni fyrir þennan hóp.“Viðmælendur Fréttablaðsins sögðu öflugt þjónustustarf unnið í hverfinu.vísir/eyþórHelen tekur undir orð verslunareigandans um afskiptaleysi lögreglunnar gagnvart hverfinu. „Lögreglan er ekki mjög upprifin yfir að koma hingað, þeir vita að þessi gengi grassera hérna, en það er ekkert eftirlit.“ Halldóra Björg Gunnlaugsdóttir, leikskólastjóri í Holti, segir vandann fjölþættan en segist ekki sammála því að allt sé í volæði í Fellahverfinu. „Það er margt gott starf að eiga sér stað og búið að eiga sér stað hérna.“ Hún segir þó hverfið vera þungt og vera búið að vera það lengi. „Aðalvandamálið hjá okkur að mínu mati er að okkur vantar meira fagmenntað fólk. Við þurfum að vera með sem mest af fagmenntuðu fólki vegna þess að hér er staðan svo flókin. Það er mikið álag í skólanum hérna. Það er ekki hægt að bera saman leikskólann Holt við leikskóla í Vesturbænum þar sem er eitt barn af erlendum uppruna,“ segir Halldóra. Að mati Halldóru einkennir meiri fátækt ekki hverfið en áður en bæta þurfi félagsþjónustuna þar. „Það þarf fleiri starfsmenn í Þjónustumiðstöð Breiðholts til að sinna því sem þarf að sinna, en það eru alltaf þessir peningar sem eru að þvælast fyrir öllu,“ segir Halldóra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
„Við hringum í lögregluna og hún kemur ekki. Ég hef stundum hringt allt að sjö sinnum og ef þeir koma er það eftir þrjár klukkustundir. Það er erfitt að reka verslun undir þessum kringumstæðum.“ Þetta segir erlendur verslunareigandi í Fellahverfi í Breiðholtinu. Verslunareigandinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, segir að nálægt sér sé vinsæll staður til að taka og selja fíkniefni en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að gera lögreglunni viðvart um vandamálið haldi það áfram. Hann sé farinn að halda að það sé vegna þess að hann sé útlendingur. „Ef Íslendingar hringja held ég að löggan komi frekar,“ segir verslunareigandinn.Halldóra Björg Gunnlaugsdóttir leikskólastjóri í Holti.Mynd/HBGNý skýrsla Rauða krossins um hagi lakast settu íbúa Reykjavíkurborgar hefur verið í brennidepli nýlega, en í henni er svört mynd dregin upp af Efra-Breiðholti. Hverfið er sagt láglaunasvæði með mikla fátækt, mörg þjóðarbrot og mikil félagsleg vandamál. Þá búi margar ómenntaðar, ungar, fátækar mæður í hverfinu en sístur sé hagur erlends fólks í láglaunastörfum. Íbúar og starfandi fólk í Fellahverfi sem Fréttablaðið ræddi við í gær segir góða hluti vera gerða til að bæta úr félagslegu vandamálunum sem hafa einkennt hverfið í áratugi. Þörf sé þó á að gera meira. Helen Halldórsdóttir, sem starfar hjá Gamla kaffihúsinu, segir að margir innflytjendur hafi nánast engan stuðning. „Þeim er kastað hér út og það er ekki stuðningsnet í kringum þetta fólk. Það verður til þess að fólk hópar sig saman eftir þjóðernum. Það þarf að veita miklu meiri þjónustu og eftirfylgni fyrir þennan hóp.“Viðmælendur Fréttablaðsins sögðu öflugt þjónustustarf unnið í hverfinu.vísir/eyþórHelen tekur undir orð verslunareigandans um afskiptaleysi lögreglunnar gagnvart hverfinu. „Lögreglan er ekki mjög upprifin yfir að koma hingað, þeir vita að þessi gengi grassera hérna, en það er ekkert eftirlit.“ Halldóra Björg Gunnlaugsdóttir, leikskólastjóri í Holti, segir vandann fjölþættan en segist ekki sammála því að allt sé í volæði í Fellahverfinu. „Það er margt gott starf að eiga sér stað og búið að eiga sér stað hérna.“ Hún segir þó hverfið vera þungt og vera búið að vera það lengi. „Aðalvandamálið hjá okkur að mínu mati er að okkur vantar meira fagmenntað fólk. Við þurfum að vera með sem mest af fagmenntuðu fólki vegna þess að hér er staðan svo flókin. Það er mikið álag í skólanum hérna. Það er ekki hægt að bera saman leikskólann Holt við leikskóla í Vesturbænum þar sem er eitt barn af erlendum uppruna,“ segir Halldóra. Að mati Halldóru einkennir meiri fátækt ekki hverfið en áður en bæta þurfi félagsþjónustuna þar. „Það þarf fleiri starfsmenn í Þjónustumiðstöð Breiðholts til að sinna því sem þarf að sinna, en það eru alltaf þessir peningar sem eru að þvælast fyrir öllu,“ segir Halldóra.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Mikið um félagsleg vandamál í Breiðholti Svört mynd er dregin upp af Efra-Breiðholti í nýrri skýrslu Rauða krossins 4. nóvember 2016 08:00