Miklum árangri náð með Breiðholtsmódelinu Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 1. september 2016 19:15 Börnum úr Breiðholti sem koma inn á göngudeild BUGL hefur fækkað um 56 prósent á undanförnum fimm árum. Sérfræðingur hjá þjónustumiðstöð Breiðholts segir það vera meðal annars vegna þess að gripið sé fyrr inn í en áður þegar grunur er um að börn glími við fjölþættan vanda. Hið svokallaða Breiðholtsmódel var tekið í gagnið í Breiðholti árið 2007 og hefur verið í stöðugri þróun síðan. Í kerfinu er brugðist við mismunandi þörfum barna áður, á meðan, og í sumum tilfellum í stað þess að senda þau í greiningarferli við ADHD og öðrum fjölþættum vanda. Sá tími er oft dýrmætur fyrir þroska barnsins en greingarferlið getur tekið allt að þrjú ár. „Við erum að tala um börn með tilfinningavanda, hegðunarvanda, námsvanda hvort sem hann er sértækur eða ekki og úrræðin eru í takt við það. Við getum boðið upp á sálfræðiviðtöl og sérfræðiviðtöl, tengt fólk við kennsluráðgjafa og félagsráðgjafa. Það kemur upp vandi, skólinn hefur sanband og það er brugðist við tiltölulega fljótt“, segir Hákon Sigursteinsson sálfræðingur og deildarstjóri þjónustumiðstöðvar Breiðholts. Kerfið er í raun hugsjónarvinna sem gefið hefur góða raun, þrátt fyrir að fjármagn til þess hafi verið af skornum skammti. „Milli áranna 2011 og 2015 fækkar börnum sem koma inn á göngudeild BUGL frá Breiðholti um 56 prósent. Árið 2007 þegar við byrjuðum á þessu þá enduðu um 41 prósent erinda sem enduðu í svokölluðu greiningarferli. Í dag eru sjö prósent erinda sem enda þar af þeim beiðnum sem koma hingað frá grunnskólunum. Auðvitað þarf alltaf einhver fjöldi barna á umfangsmeiri hjálp að halda, hvort sem það er lyfjameðferð eða eitthvað annað. En það er samt meirihlutinn sem þarf fræðslu, ráðgjöf og þjónustu við bæði börn og foreldra,“ segir Hákon. Hann telur mikilvægt að ríki og sveitarfélög komi saman að borðinu og ákveði hvernig hátta skal málum barna með fjölþættan vanda í leik- og grunnskólum landsins. Í dag getur allur gangur verið á því eftir sveitarfélögum. Samræma þurfi verklag til að gera betur. „Mér finnst að það þurfi að byrja á því að setjast niður og ákveða hvernig á að hafa þetta. Það hefur ekki verið gert.“ Tengdar fréttir „Vona að sagan hennar verði til þess að forða einhverjum frá því að prófa fíkniefni og enda á þennan hræðilega hátt“ Móðir 17 ára stúlku sem lést í júní í fyrra eftir að hafa tekið inn eina og hálfa E-töflu vonar að saga dóttur sinnar nýtist til að bjarga börnum og ungmennum í svipaðri stöðu, það er þeim sem eru með fjölþættan vanda og lenda utanveltu í kerfinu. Taka þurfi betur utan um þau og viðurkenna þau á þeirra eigin forsendum. 22. ágúst 2016 20:35 Kvöldfréttir Stöðvar 2: Hafði þá tilfinningu að hún myndi ekki lifa af að prófa e-töflu Ingibjörg Melkorka Ásgeirsdóttir var fædd 8. mars 1998 og var því nýorðin sautján ára þegar hún lést í júní í fyrra eftir að hafa tekið inn eina og hálfa E-töflu. 22. ágúst 2016 15:30 Ekki vitað um fjölda barna með ADHD hér á landi Ekki eru til tölur um fjölda barna sem greind eru með ADHD hér á landi þrátt fyrir fyrirmæli Landlæknis um að skráning á greingingunni sé skýr. Formaður ADHD samtakanna segir brýnt að samræmd skráning verði skýr í lögum svo hægt sé að taka til hendinni í málaflokknum. 25. ágúst 2016 19:15 Mörg börn með ADHD í sambærilegum vanda og Ingibjörg Melkorka Sérfræðingur í málefnum barna með ADHD segir að fjöldi barna með greininguna lendi í áhættuhópi gagnvart áhættuhegðun og fíkniefnaneyslu. Aukið fjármagn þarf í málaflokkinn þar sem eru viðvarandi biðlistar, en það getur tekið allt að þrrjú ár að fá ADHD greiningu hjá Þroska-og hegðunarstöð Heilsugsæslunnar. 24. ágúst 2016 19:30 Sextíu prósent fanga á Íslandi með ADHD "Þetta er mesta sóun sem hægt er að hugsa sér", segir framkvæmdastjóri ADHD samtakanna, en yfir sextíu prósent fanga í íslenskum fangelsum eru haldnir ADHD, eða ofvirkni með athyglisbresti. Úrræði vantar fyrir fanga með greininguna hér á landi. 29. ágúst 2016 18:00 Ekki nóg að setja bara peninga í að stytta biðlista Formaður starfshóps sem vinnur nú að því að endurskoða stöðu barna með ADHD hér á landi segir ekki lausnina að setja peninga í að stytta biðlista. Aðgerðir þurfi til að koma í veg fyrir að þeir myndist með því að skoða heildarsamhengið. 31. ágúst 2016 20:15 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
Börnum úr Breiðholti sem koma inn á göngudeild BUGL hefur fækkað um 56 prósent á undanförnum fimm árum. Sérfræðingur hjá þjónustumiðstöð Breiðholts segir það vera meðal annars vegna þess að gripið sé fyrr inn í en áður þegar grunur er um að börn glími við fjölþættan vanda. Hið svokallaða Breiðholtsmódel var tekið í gagnið í Breiðholti árið 2007 og hefur verið í stöðugri þróun síðan. Í kerfinu er brugðist við mismunandi þörfum barna áður, á meðan, og í sumum tilfellum í stað þess að senda þau í greiningarferli við ADHD og öðrum fjölþættum vanda. Sá tími er oft dýrmætur fyrir þroska barnsins en greingarferlið getur tekið allt að þrjú ár. „Við erum að tala um börn með tilfinningavanda, hegðunarvanda, námsvanda hvort sem hann er sértækur eða ekki og úrræðin eru í takt við það. Við getum boðið upp á sálfræðiviðtöl og sérfræðiviðtöl, tengt fólk við kennsluráðgjafa og félagsráðgjafa. Það kemur upp vandi, skólinn hefur sanband og það er brugðist við tiltölulega fljótt“, segir Hákon Sigursteinsson sálfræðingur og deildarstjóri þjónustumiðstöðvar Breiðholts. Kerfið er í raun hugsjónarvinna sem gefið hefur góða raun, þrátt fyrir að fjármagn til þess hafi verið af skornum skammti. „Milli áranna 2011 og 2015 fækkar börnum sem koma inn á göngudeild BUGL frá Breiðholti um 56 prósent. Árið 2007 þegar við byrjuðum á þessu þá enduðu um 41 prósent erinda sem enduðu í svokölluðu greiningarferli. Í dag eru sjö prósent erinda sem enda þar af þeim beiðnum sem koma hingað frá grunnskólunum. Auðvitað þarf alltaf einhver fjöldi barna á umfangsmeiri hjálp að halda, hvort sem það er lyfjameðferð eða eitthvað annað. En það er samt meirihlutinn sem þarf fræðslu, ráðgjöf og þjónustu við bæði börn og foreldra,“ segir Hákon. Hann telur mikilvægt að ríki og sveitarfélög komi saman að borðinu og ákveði hvernig hátta skal málum barna með fjölþættan vanda í leik- og grunnskólum landsins. Í dag getur allur gangur verið á því eftir sveitarfélögum. Samræma þurfi verklag til að gera betur. „Mér finnst að það þurfi að byrja á því að setjast niður og ákveða hvernig á að hafa þetta. Það hefur ekki verið gert.“
Tengdar fréttir „Vona að sagan hennar verði til þess að forða einhverjum frá því að prófa fíkniefni og enda á þennan hræðilega hátt“ Móðir 17 ára stúlku sem lést í júní í fyrra eftir að hafa tekið inn eina og hálfa E-töflu vonar að saga dóttur sinnar nýtist til að bjarga börnum og ungmennum í svipaðri stöðu, það er þeim sem eru með fjölþættan vanda og lenda utanveltu í kerfinu. Taka þurfi betur utan um þau og viðurkenna þau á þeirra eigin forsendum. 22. ágúst 2016 20:35 Kvöldfréttir Stöðvar 2: Hafði þá tilfinningu að hún myndi ekki lifa af að prófa e-töflu Ingibjörg Melkorka Ásgeirsdóttir var fædd 8. mars 1998 og var því nýorðin sautján ára þegar hún lést í júní í fyrra eftir að hafa tekið inn eina og hálfa E-töflu. 22. ágúst 2016 15:30 Ekki vitað um fjölda barna með ADHD hér á landi Ekki eru til tölur um fjölda barna sem greind eru með ADHD hér á landi þrátt fyrir fyrirmæli Landlæknis um að skráning á greingingunni sé skýr. Formaður ADHD samtakanna segir brýnt að samræmd skráning verði skýr í lögum svo hægt sé að taka til hendinni í málaflokknum. 25. ágúst 2016 19:15 Mörg börn með ADHD í sambærilegum vanda og Ingibjörg Melkorka Sérfræðingur í málefnum barna með ADHD segir að fjöldi barna með greininguna lendi í áhættuhópi gagnvart áhættuhegðun og fíkniefnaneyslu. Aukið fjármagn þarf í málaflokkinn þar sem eru viðvarandi biðlistar, en það getur tekið allt að þrrjú ár að fá ADHD greiningu hjá Þroska-og hegðunarstöð Heilsugsæslunnar. 24. ágúst 2016 19:30 Sextíu prósent fanga á Íslandi með ADHD "Þetta er mesta sóun sem hægt er að hugsa sér", segir framkvæmdastjóri ADHD samtakanna, en yfir sextíu prósent fanga í íslenskum fangelsum eru haldnir ADHD, eða ofvirkni með athyglisbresti. Úrræði vantar fyrir fanga með greininguna hér á landi. 29. ágúst 2016 18:00 Ekki nóg að setja bara peninga í að stytta biðlista Formaður starfshóps sem vinnur nú að því að endurskoða stöðu barna með ADHD hér á landi segir ekki lausnina að setja peninga í að stytta biðlista. Aðgerðir þurfi til að koma í veg fyrir að þeir myndist með því að skoða heildarsamhengið. 31. ágúst 2016 20:15 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
„Vona að sagan hennar verði til þess að forða einhverjum frá því að prófa fíkniefni og enda á þennan hræðilega hátt“ Móðir 17 ára stúlku sem lést í júní í fyrra eftir að hafa tekið inn eina og hálfa E-töflu vonar að saga dóttur sinnar nýtist til að bjarga börnum og ungmennum í svipaðri stöðu, það er þeim sem eru með fjölþættan vanda og lenda utanveltu í kerfinu. Taka þurfi betur utan um þau og viðurkenna þau á þeirra eigin forsendum. 22. ágúst 2016 20:35
Kvöldfréttir Stöðvar 2: Hafði þá tilfinningu að hún myndi ekki lifa af að prófa e-töflu Ingibjörg Melkorka Ásgeirsdóttir var fædd 8. mars 1998 og var því nýorðin sautján ára þegar hún lést í júní í fyrra eftir að hafa tekið inn eina og hálfa E-töflu. 22. ágúst 2016 15:30
Ekki vitað um fjölda barna með ADHD hér á landi Ekki eru til tölur um fjölda barna sem greind eru með ADHD hér á landi þrátt fyrir fyrirmæli Landlæknis um að skráning á greingingunni sé skýr. Formaður ADHD samtakanna segir brýnt að samræmd skráning verði skýr í lögum svo hægt sé að taka til hendinni í málaflokknum. 25. ágúst 2016 19:15
Mörg börn með ADHD í sambærilegum vanda og Ingibjörg Melkorka Sérfræðingur í málefnum barna með ADHD segir að fjöldi barna með greininguna lendi í áhættuhópi gagnvart áhættuhegðun og fíkniefnaneyslu. Aukið fjármagn þarf í málaflokkinn þar sem eru viðvarandi biðlistar, en það getur tekið allt að þrrjú ár að fá ADHD greiningu hjá Þroska-og hegðunarstöð Heilsugsæslunnar. 24. ágúst 2016 19:30
Sextíu prósent fanga á Íslandi með ADHD "Þetta er mesta sóun sem hægt er að hugsa sér", segir framkvæmdastjóri ADHD samtakanna, en yfir sextíu prósent fanga í íslenskum fangelsum eru haldnir ADHD, eða ofvirkni með athyglisbresti. Úrræði vantar fyrir fanga með greininguna hér á landi. 29. ágúst 2016 18:00
Ekki nóg að setja bara peninga í að stytta biðlista Formaður starfshóps sem vinnur nú að því að endurskoða stöðu barna með ADHD hér á landi segir ekki lausnina að setja peninga í að stytta biðlista. Aðgerðir þurfi til að koma í veg fyrir að þeir myndist með því að skoða heildarsamhengið. 31. ágúst 2016 20:15