Hollensk kona slasaðist á göngu á Íslandi: Leitar að bjargvættum sínum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2016 14:44 Hollensk kona sem slasaðist á Leirhnjúk leitar nú að bjargvættum sínum sem báru hana niður. Mynd/The Star Hollensk hjón, Mia og Fred Flipse, sem ferðuðust um Ísland í sumar leita nú að kanadískum ferðamönnum sem komu þeim til bjargar á Leirhnjúki í Mývatnssveit eftir að Mia féll um stein og brákaði ökkla. Fjallað er um málið á vef kanadíska fjölmiðilsins Star en hjónin leituðu til Star í von um að þau gætu fundið kanadísku ferðamennina og þakkað þeim kærlega fyrir aðstoðina. Mia og Fred voru ein á göngu upp Leirhnjúk þegar Mia féll við og gat ekki haldið áfram göngu. Í umfjöllun Star segir að parið hafi fundið fyrir vonleysi eitt og yfirgefið í hrauninu þegar tíu manna hóp bar að. Hópurinn, sem var frá Toronto í Kanada, gerði sér lítið fyrir og bar konuna niður í öruggt skjól. „Við vorum svo glöð að þeir skyldu birtast. Þeir voru svo hjálpsamir og indælir. Við erum mjög þakklát en skömmumst okkur fyrir það að hafa ekki fengið nöfnin hjá þeim svo við gætum þakkað þeim kærlega fyrir,“ sögðu hjónin í samtali við Star. Leituðu þau því til blaðamanns Star í von um að þau gætu komist í samband við hópinn sem kom þeim til bjargar. Í ljós kom að Mia hafði brákað ökkla á þremur stöðum og fór hún í aðgerð vegna meiðslanna hér á landi áður en hún hélt heim á leið til Hollands. Segja hjónin að bjargvættirnir hafi verið á aldrinum 20-30 ára og vonast þau til þess að lesendur Star geti hjálpað þeim að komast í samband við ferðamennina. „Við viljum þakka þeim kærlega fyrir. Við erum hrærð yfir því að það er svona gott fólk til í heiminum,“ sögðu hjónin. „Við vonum að þið getið hjálpað okkur.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sjá meira
Hollensk hjón, Mia og Fred Flipse, sem ferðuðust um Ísland í sumar leita nú að kanadískum ferðamönnum sem komu þeim til bjargar á Leirhnjúki í Mývatnssveit eftir að Mia féll um stein og brákaði ökkla. Fjallað er um málið á vef kanadíska fjölmiðilsins Star en hjónin leituðu til Star í von um að þau gætu fundið kanadísku ferðamennina og þakkað þeim kærlega fyrir aðstoðina. Mia og Fred voru ein á göngu upp Leirhnjúk þegar Mia féll við og gat ekki haldið áfram göngu. Í umfjöllun Star segir að parið hafi fundið fyrir vonleysi eitt og yfirgefið í hrauninu þegar tíu manna hóp bar að. Hópurinn, sem var frá Toronto í Kanada, gerði sér lítið fyrir og bar konuna niður í öruggt skjól. „Við vorum svo glöð að þeir skyldu birtast. Þeir voru svo hjálpsamir og indælir. Við erum mjög þakklát en skömmumst okkur fyrir það að hafa ekki fengið nöfnin hjá þeim svo við gætum þakkað þeim kærlega fyrir,“ sögðu hjónin í samtali við Star. Leituðu þau því til blaðamanns Star í von um að þau gætu komist í samband við hópinn sem kom þeim til bjargar. Í ljós kom að Mia hafði brákað ökkla á þremur stöðum og fór hún í aðgerð vegna meiðslanna hér á landi áður en hún hélt heim á leið til Hollands. Segja hjónin að bjargvættirnir hafi verið á aldrinum 20-30 ára og vonast þau til þess að lesendur Star geti hjálpað þeim að komast í samband við ferðamennina. „Við viljum þakka þeim kærlega fyrir. Við erum hrærð yfir því að það er svona gott fólk til í heiminum,“ sögðu hjónin. „Við vonum að þið getið hjálpað okkur.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sjá meira