Erlendir fjölmiðlar fjalla um árangur Pírata nína hjördís þorkeldóttir skrifar 30. október 2016 16:38 Erlendir fjölmiðlar hafa sýnt Pírötum mikinn áhuga. Vísir/Eyþór Nýafstaðnar alþingiskosningar hafa verið töluvert til umfjöllunar í erlendum miðlum og þá sérstaklega árangur Pírata. Gengi Pírata var forsíðufrétt á vefsíðum The Guardian, BBC og fréttastofu Reuters. Þá var einnig fjallað um alþingiskosningarnar á vef danska ríkisútvarpsins, vef þýska dagblaðsins Die Zeit og á vef ítalska blaðsins La Repubblica. Píratar mældust stærsti stjórnmálaflokkur landsins í skoðanakönnunum fyrr á árinu og hafa augu heimsbyggðarinnar því beinst að frammistöðu flokksins í kosningum til Alþingis.Sjá einnig: Augu heimsins hvíla á Íslandi Píratar eru alþjóðleg hreyfing sem á rætur sínar að rekja til Svíþjóðar. Fylgi Pírata í þeim löndum sem þeir bjóða fram hefur verið á bilinu 2 til 9 prósent og því óhætt að fullyrða að árangur hreyfingarinnar hafi verið hvað bestur hér á landi.Árangur Pírata vonbrigðiFréttastofa Reuters segir Íslendinga hafa kosið stöðugleika og að árangur Pírata í kosningunum hafi ekki staðist væntingar. „Pírötum mistókst að ná þeim árangri sem skoðanakannanir gáfu til kynna. Þrátt fyrir að flokkurinn hafi þrefaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum náðu Píratar aðeins þriðja sæti með 15 prósent atkvæða,“ segir í fréttinni. Birgitta Jónsdóttir segir í samtali við Reuters að hún sé ánægð með niðurstöðurnar. „Upphaflegar spár okkar sýndu tíu til fimmtán prósenta fylgi og þetta eru því efri mörk þeirra væntinga. Við vissum að við myndum aldrei ná 30 prósentum.“Fréttastofa BBC gerir ekki lítið úr árangri Pírata. „Píratar hafa þrefaldað þingsæti sín í hinu 63 manna þingi í kosningunum,“ segir í frétt þeirra.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.vísir/eyþórViðreisn vekur athygliÍ frétt The Guardian segir að nýkjörnir þingmenn Viðreisnar gætu haft úrslitavald við stjórnarmyndun. „[Viðreisn] gæti gert það að verkum að hinar viðkvæmu stjórnarmyndunarumræður gætu orðið jafnvel erfiðari en vanalega,“ segir í á vef The Guardian. Danir taka í sama streng. „Nú bíða Íslendingar þess að þingmenn Viðreisnar ákveði hvern þeir styðji,“ segir á vef DR. Hér ber þó að árétta að Viðreisn hefur að vissu leyti gert upp hug sinn en Benedikt Jóhannesson, formaður flokksins, hefur sagt að hann muni ekki taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi með stjórnarandstöðuflokkunum fjórum. Ítalska dagblaðið La Repubblica fjallar ítarlega um alþingiskosningarnar hér á landi og túlkar stöðu Viðreisnar á svipaðan hátt og danska ríkisútvarpið. La Repubblica segir Íslendinga marga vera óánægða með niðurstöður kosninganna og vitnar meðal annars í rithöfundana Gerði Kristnýju og Einar Kárason. „Gerður Kristný, rithöfundur og femínisti, og Einar Kárason, rithöfundur, segja með hryggð að viljinn til nauðsynlegra og brýnna umbóta hafi lotið í lægra haldi fyrir hinni ævagömlu þörf fyrir vissu og málamiðlunum varðandi völd,“ segir meðal annars í greininni.Icelandic Prime Minister resigns after Pirate Party's electoral success https://t.co/1kXRz7gneh— The Independent (@Independent) October 30, 2016 Iceland Prime Minister Sigurdur Ingi Johannsson resigns after snap vote triggered by tax scandal https://t.co/gSCoJA9uXj— BBC Breaking News (@BBCBreaking) October 30, 2016 Populist Wave Likely to Lift Iceland’s Pirate Party https://t.co/PFibvqdPbc— Banking Today (@banking_2day) October 30, 2016 Kosningar 2016 Tengdar fréttir Augu heimsins hvíla á Íslandi Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fjalla um alþingiskosningarnar sem framundan eru. 28. október 2016 23:37 Fjölmennt lið fréttamanna mætt þegar Birgitta kaus Birgitta segir Pírata vera rétta aðilann til að ráðast í þær breytingar á kerfinu sem fólk hefur kallað eftir. 29. október 2016 10:17 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira
Nýafstaðnar alþingiskosningar hafa verið töluvert til umfjöllunar í erlendum miðlum og þá sérstaklega árangur Pírata. Gengi Pírata var forsíðufrétt á vefsíðum The Guardian, BBC og fréttastofu Reuters. Þá var einnig fjallað um alþingiskosningarnar á vef danska ríkisútvarpsins, vef þýska dagblaðsins Die Zeit og á vef ítalska blaðsins La Repubblica. Píratar mældust stærsti stjórnmálaflokkur landsins í skoðanakönnunum fyrr á árinu og hafa augu heimsbyggðarinnar því beinst að frammistöðu flokksins í kosningum til Alþingis.Sjá einnig: Augu heimsins hvíla á Íslandi Píratar eru alþjóðleg hreyfing sem á rætur sínar að rekja til Svíþjóðar. Fylgi Pírata í þeim löndum sem þeir bjóða fram hefur verið á bilinu 2 til 9 prósent og því óhætt að fullyrða að árangur hreyfingarinnar hafi verið hvað bestur hér á landi.Árangur Pírata vonbrigðiFréttastofa Reuters segir Íslendinga hafa kosið stöðugleika og að árangur Pírata í kosningunum hafi ekki staðist væntingar. „Pírötum mistókst að ná þeim árangri sem skoðanakannanir gáfu til kynna. Þrátt fyrir að flokkurinn hafi þrefaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum náðu Píratar aðeins þriðja sæti með 15 prósent atkvæða,“ segir í fréttinni. Birgitta Jónsdóttir segir í samtali við Reuters að hún sé ánægð með niðurstöðurnar. „Upphaflegar spár okkar sýndu tíu til fimmtán prósenta fylgi og þetta eru því efri mörk þeirra væntinga. Við vissum að við myndum aldrei ná 30 prósentum.“Fréttastofa BBC gerir ekki lítið úr árangri Pírata. „Píratar hafa þrefaldað þingsæti sín í hinu 63 manna þingi í kosningunum,“ segir í frétt þeirra.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.vísir/eyþórViðreisn vekur athygliÍ frétt The Guardian segir að nýkjörnir þingmenn Viðreisnar gætu haft úrslitavald við stjórnarmyndun. „[Viðreisn] gæti gert það að verkum að hinar viðkvæmu stjórnarmyndunarumræður gætu orðið jafnvel erfiðari en vanalega,“ segir í á vef The Guardian. Danir taka í sama streng. „Nú bíða Íslendingar þess að þingmenn Viðreisnar ákveði hvern þeir styðji,“ segir á vef DR. Hér ber þó að árétta að Viðreisn hefur að vissu leyti gert upp hug sinn en Benedikt Jóhannesson, formaður flokksins, hefur sagt að hann muni ekki taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi með stjórnarandstöðuflokkunum fjórum. Ítalska dagblaðið La Repubblica fjallar ítarlega um alþingiskosningarnar hér á landi og túlkar stöðu Viðreisnar á svipaðan hátt og danska ríkisútvarpið. La Repubblica segir Íslendinga marga vera óánægða með niðurstöður kosninganna og vitnar meðal annars í rithöfundana Gerði Kristnýju og Einar Kárason. „Gerður Kristný, rithöfundur og femínisti, og Einar Kárason, rithöfundur, segja með hryggð að viljinn til nauðsynlegra og brýnna umbóta hafi lotið í lægra haldi fyrir hinni ævagömlu þörf fyrir vissu og málamiðlunum varðandi völd,“ segir meðal annars í greininni.Icelandic Prime Minister resigns after Pirate Party's electoral success https://t.co/1kXRz7gneh— The Independent (@Independent) October 30, 2016 Iceland Prime Minister Sigurdur Ingi Johannsson resigns after snap vote triggered by tax scandal https://t.co/gSCoJA9uXj— BBC Breaking News (@BBCBreaking) October 30, 2016 Populist Wave Likely to Lift Iceland’s Pirate Party https://t.co/PFibvqdPbc— Banking Today (@banking_2day) October 30, 2016
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Augu heimsins hvíla á Íslandi Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fjalla um alþingiskosningarnar sem framundan eru. 28. október 2016 23:37 Fjölmennt lið fréttamanna mætt þegar Birgitta kaus Birgitta segir Pírata vera rétta aðilann til að ráðast í þær breytingar á kerfinu sem fólk hefur kallað eftir. 29. október 2016 10:17 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira
Augu heimsins hvíla á Íslandi Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fjalla um alþingiskosningarnar sem framundan eru. 28. október 2016 23:37
Fjölmennt lið fréttamanna mætt þegar Birgitta kaus Birgitta segir Pírata vera rétta aðilann til að ráðast í þær breytingar á kerfinu sem fólk hefur kallað eftir. 29. október 2016 10:17