Svona lítur nýi Hard Rock staðurinn út sem opnar dyrnar í kvöld Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2016 17:04 Tobba Marínós og Karl Sigurðsson mættu á opnunina á föstudaginn. Vísir/ERnir Hard Rock Cafe í Lækjargötu opnar í kvöld í nýuppgerðum húsakynnum að Lækjargötu 2. Nokkrir vel valdir fengu forskot á sæluna á föstudagskvöldið eins og sjá má á myndunum hér að neðan sem Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók. „Veitingastaðurinn er hinn glæsilegasti í alla staði og hefur hvergi verið til sparað. Innréttingar eru sérhannaðar frá grunni og öll tæki og græjur eins og best verður á kosið,“ segir Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri Hard Rock Cafe Reykjavik.Það var stuð á mannskapnum á föstudaginn.Vísir/ErnirStaðurinn er 1000 fermetrar að stærð og mun taka 168 manns í sæti á efri hæð staðarins og í kjallara verða sæti fyrir 80 manns. Meðal þess sem verður að finna á Hard Rock Cafe Reykjavík er trommusett Smashing Pumpkins, kjóll Bjarkar Guðmundsdóttur, loðfeldur Lady Gaga, jakki Beyoncé, gítar Bon Jovi og margir aðrir munir sem vekja munu athygli gesta og gangandi. „Hægt verður að taka út borð í Hard Rock kjallaranum fyrir tónleika og stærri hópa. Þar verður svið og fullkomið hljóð- og ljósakerfi með kösturum og LED tölvustýrðum ljósum," segir Stefán.Starfsmenn á Hard Rock eru af fjölmörgum þjóðernum.Vísir/ErnirHard Rock rekur 202 staði í 71 landi, þar af 168 veitingahús, 23 hótel og 11 spilavíti. Hard Rock á eitt stærsta rokk- og poppminjasafn heims sem er til sýnis á stöðum fyrirtækisins víðsvegar um heiminn. Hard Rock býður mikið úrval af tísku- og tónlistartengdum varningi sem nýtur gríðarlegra vinsælda meðal aðdáenda Hard Rock. Fyrirtækið á og rekur staði undir merkjum Hard Rock í öllum helstu stórborgum heims ásamt vinsælum ferðamannastöðum á borð við Reykjavík.„Hægt verður að taka út borð í Hard Rock kjallaranum fyrir tónleika og stærri hópa. Þar verður svið og fullkomið hljóð- og ljósakerfi með kösturum og LED tölvustýrðum ljósum," segir Stefán.Vísir/ErnirFrá opnunarpartý á Hard Rock á föstudagskvöldið.Vísir/ErnirAð neðan má sjá myndband frá Hard Rock þar sem hitað er upp fyrir opnunina í kvöld. Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fleiri fréttir Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Sjá meira
Hard Rock Cafe í Lækjargötu opnar í kvöld í nýuppgerðum húsakynnum að Lækjargötu 2. Nokkrir vel valdir fengu forskot á sæluna á föstudagskvöldið eins og sjá má á myndunum hér að neðan sem Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók. „Veitingastaðurinn er hinn glæsilegasti í alla staði og hefur hvergi verið til sparað. Innréttingar eru sérhannaðar frá grunni og öll tæki og græjur eins og best verður á kosið,“ segir Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri Hard Rock Cafe Reykjavik.Það var stuð á mannskapnum á föstudaginn.Vísir/ErnirStaðurinn er 1000 fermetrar að stærð og mun taka 168 manns í sæti á efri hæð staðarins og í kjallara verða sæti fyrir 80 manns. Meðal þess sem verður að finna á Hard Rock Cafe Reykjavík er trommusett Smashing Pumpkins, kjóll Bjarkar Guðmundsdóttur, loðfeldur Lady Gaga, jakki Beyoncé, gítar Bon Jovi og margir aðrir munir sem vekja munu athygli gesta og gangandi. „Hægt verður að taka út borð í Hard Rock kjallaranum fyrir tónleika og stærri hópa. Þar verður svið og fullkomið hljóð- og ljósakerfi með kösturum og LED tölvustýrðum ljósum," segir Stefán.Starfsmenn á Hard Rock eru af fjölmörgum þjóðernum.Vísir/ErnirHard Rock rekur 202 staði í 71 landi, þar af 168 veitingahús, 23 hótel og 11 spilavíti. Hard Rock á eitt stærsta rokk- og poppminjasafn heims sem er til sýnis á stöðum fyrirtækisins víðsvegar um heiminn. Hard Rock býður mikið úrval af tísku- og tónlistartengdum varningi sem nýtur gríðarlegra vinsælda meðal aðdáenda Hard Rock. Fyrirtækið á og rekur staði undir merkjum Hard Rock í öllum helstu stórborgum heims ásamt vinsælum ferðamannastöðum á borð við Reykjavík.„Hægt verður að taka út borð í Hard Rock kjallaranum fyrir tónleika og stærri hópa. Þar verður svið og fullkomið hljóð- og ljósakerfi með kösturum og LED tölvustýrðum ljósum," segir Stefán.Vísir/ErnirFrá opnunarpartý á Hard Rock á föstudagskvöldið.Vísir/ErnirAð neðan má sjá myndband frá Hard Rock þar sem hitað er upp fyrir opnunina í kvöld.
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fleiri fréttir Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Sjá meira