„Frekar óaðlaðandi að setjast á setu sem er öll ötuð hlandi“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. ágúst 2016 13:42 Margrét Sigfúsdóttir er ekki hrifin af ókynjuðum klósettum. vísir/getty/gva/garðar „Við vorum bara að tala um þetta á kaffistofunni rétt áður en þú hringdir og við vorum sammála Vigdísi,“ segir Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnarskólans í Reykjavík, í samtali við Vísi. Umræðuefnið er salernisskálamálið sem verið hefur til umfjöllunar undanfarna daga. Í fyrradag var sagt frá því á Vísi að kynjaskipting á salernum Verzlunarskóla Íslands hefði verið afnumin og í stað karla- og kvennaklósetta væru því aðeins klósett. Í gær hneykslaðist Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, á breytingunum og fann til með stelpum skólans að setjast á útpissuð klósett.Sjá einnig:Karlmenn sem nota kvennaklósett: „Mér er gjörsamlega misboðið“ „Staðreyndin er sú að margir strákar lyfta ekki upp setunni og aðkoman getur verið eins og einhver hafi sprautað allt salernið út með garðslöngu. Það er ekki huggulegt og frekar óaðlaðandi að setjast á setu sem er öll ötuð hlandi,“ segir Margrét. Margrét gerði víðreist um landið í sumar og þurfti, eðli málsins samkvæmt, að koma við á hinum ýmsu salernum. Flest voru þau ókynjuð. „Það var nánast alveg sama hvert maður kom alltaf þurfti maður að byrja á því að þurrka af setunni. Á mörgum stöðum var aðkoman allverulega ógeðsleg.“Strákar! Hvort pissið þið oftar sitjandi eða standandi?— Sóli Hólm (@SoliHolm) August 25, 2016 Aðrir málsmetandi aðilar, sem Vísir heyrði ofan í, segja hins vegar að slíkt ófremdarástand sé ekki aðeins bundið við karlaklósett. Dæmi séu um að konum finnist ekki fýsilegt að setjast á setuna og kjósi því að beygja sig aðeins hálfa leið niður áður en þær láta til skarar skríða. Það geti haft óþrifnað í för með sér. Í kjölfar fréttaflutnings af málinu hefur farið fram umræða á samfélagsmiðlum hvort ekki mætti leysa hinn meinta vanda ókynjuðu klósettanna með því að karlar pissi sitjandi. Niðurstöður óformlegrar og óvísindalegrar könnunar útvarpsmannsins Sóla Hólm benda til þess að um helmingur karla pissi standandi en þriðjungur sitjandi. Hins vegar er ljóst að valmöguleikar athugunarinnar, um að pissa í buxurnar og að brúka þvaglegg, skekkja niðurstöðurnar eitthvað. Sjálfur segir Sóli að hann hafi aldrei pissað standandi í núverandi híbýlum sínum en hann geri það á almenningssalernum og bensínstöðvum. Tímabundni forsetaframbjóðandinn og rithöfundurinn, Þorgrímur Þráinsson, hefur áður stigið fram og hvatt karlmenn til að pissa sitjandi. Í sama streng tekur Atli Fannar Bjarkason ritstjóri Nútímans. Sniðugmennið Haukur Viðar Alfreðsson, hjá Brandenburg, segist á móti pissa standandi. „Ef ég sest þá heldur rassgatið á mér að það eigi að kúka.“ Margrét telur að lausnin felist ekki í að karlar pissi sitjandi. „Þetta er eitt af þessum málum sem óþarft er að breyta. Þetta hefur gengið ágætlega eins og það er og breytingarnar skapa í raun fleiri vandamál en þær leysa,“ segir Margrét að lokum. Tengdar fréttir Vilja að borgin skaffi túrtappa og dömubindi á öll kvennaklósett Nýstofnað feministafélag Hagaskóla segir það vera jafn sjálfsagt og að bjóða upp á sápu og klósettpappír. 13. mars 2016 09:00 Vigdís hneyksluð á kynjalausum klósettum í Verzló „Aumingja stelpurnar að fara á útpissuð klósett,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. ágúst 2016 14:15 Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira
„Við vorum bara að tala um þetta á kaffistofunni rétt áður en þú hringdir og við vorum sammála Vigdísi,“ segir Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnarskólans í Reykjavík, í samtali við Vísi. Umræðuefnið er salernisskálamálið sem verið hefur til umfjöllunar undanfarna daga. Í fyrradag var sagt frá því á Vísi að kynjaskipting á salernum Verzlunarskóla Íslands hefði verið afnumin og í stað karla- og kvennaklósetta væru því aðeins klósett. Í gær hneykslaðist Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, á breytingunum og fann til með stelpum skólans að setjast á útpissuð klósett.Sjá einnig:Karlmenn sem nota kvennaklósett: „Mér er gjörsamlega misboðið“ „Staðreyndin er sú að margir strákar lyfta ekki upp setunni og aðkoman getur verið eins og einhver hafi sprautað allt salernið út með garðslöngu. Það er ekki huggulegt og frekar óaðlaðandi að setjast á setu sem er öll ötuð hlandi,“ segir Margrét. Margrét gerði víðreist um landið í sumar og þurfti, eðli málsins samkvæmt, að koma við á hinum ýmsu salernum. Flest voru þau ókynjuð. „Það var nánast alveg sama hvert maður kom alltaf þurfti maður að byrja á því að þurrka af setunni. Á mörgum stöðum var aðkoman allverulega ógeðsleg.“Strákar! Hvort pissið þið oftar sitjandi eða standandi?— Sóli Hólm (@SoliHolm) August 25, 2016 Aðrir málsmetandi aðilar, sem Vísir heyrði ofan í, segja hins vegar að slíkt ófremdarástand sé ekki aðeins bundið við karlaklósett. Dæmi séu um að konum finnist ekki fýsilegt að setjast á setuna og kjósi því að beygja sig aðeins hálfa leið niður áður en þær láta til skarar skríða. Það geti haft óþrifnað í för með sér. Í kjölfar fréttaflutnings af málinu hefur farið fram umræða á samfélagsmiðlum hvort ekki mætti leysa hinn meinta vanda ókynjuðu klósettanna með því að karlar pissi sitjandi. Niðurstöður óformlegrar og óvísindalegrar könnunar útvarpsmannsins Sóla Hólm benda til þess að um helmingur karla pissi standandi en þriðjungur sitjandi. Hins vegar er ljóst að valmöguleikar athugunarinnar, um að pissa í buxurnar og að brúka þvaglegg, skekkja niðurstöðurnar eitthvað. Sjálfur segir Sóli að hann hafi aldrei pissað standandi í núverandi híbýlum sínum en hann geri það á almenningssalernum og bensínstöðvum. Tímabundni forsetaframbjóðandinn og rithöfundurinn, Þorgrímur Þráinsson, hefur áður stigið fram og hvatt karlmenn til að pissa sitjandi. Í sama streng tekur Atli Fannar Bjarkason ritstjóri Nútímans. Sniðugmennið Haukur Viðar Alfreðsson, hjá Brandenburg, segist á móti pissa standandi. „Ef ég sest þá heldur rassgatið á mér að það eigi að kúka.“ Margrét telur að lausnin felist ekki í að karlar pissi sitjandi. „Þetta er eitt af þessum málum sem óþarft er að breyta. Þetta hefur gengið ágætlega eins og það er og breytingarnar skapa í raun fleiri vandamál en þær leysa,“ segir Margrét að lokum.
Tengdar fréttir Vilja að borgin skaffi túrtappa og dömubindi á öll kvennaklósett Nýstofnað feministafélag Hagaskóla segir það vera jafn sjálfsagt og að bjóða upp á sápu og klósettpappír. 13. mars 2016 09:00 Vigdís hneyksluð á kynjalausum klósettum í Verzló „Aumingja stelpurnar að fara á útpissuð klósett,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. ágúst 2016 14:15 Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira
Vilja að borgin skaffi túrtappa og dömubindi á öll kvennaklósett Nýstofnað feministafélag Hagaskóla segir það vera jafn sjálfsagt og að bjóða upp á sápu og klósettpappír. 13. mars 2016 09:00
Vigdís hneyksluð á kynjalausum klósettum í Verzló „Aumingja stelpurnar að fara á útpissuð klósett,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. ágúst 2016 14:15