Þrátt fyrir að sakna dóttur sinnar og virka hálf pirraður verður að segjast að Schoolboy Q kann svo sannarlega að spila á tónleikum og gerði það vel í Valshöllinni.Vísir/Mummi Lú
Rapparinn Schoolboy Q frá Los Angeles spilaði í Valshöllinni á laugardaginn. Um upphitun sáu sxsxsx, Aron Can og Emmsjé Gauti. Úlfur Úlfur mættu sem leynigestir og auk þess kom bandaríski rapparinn OG Maco óvænt á svið í miðju setti hjá Schoolboy Q og tók lagið.
Bjössi og Helgi í sxsxsx hófu kvöldið og keyrðu stuðið í gang eins og sést vel hérna.Vísir/Mummi LúAron Can var fáránlega svalur eins og venjulega.Vísir/Mummi LúEmmsjé Gauti kom fólkinu í startholurnar og bjó það ágætlega undir komu Schoolboy Q á sviðið.Vísir/Mummi LúÞeir voru ófáir sem mættir voru til að berja Schoolboy Q augum, enda er hann nokkuð heitur í rappheiminum um þessar mundir.Vísir/Mummi LúTónleikagestir þyrptust að til að ná sem bestu stæði fyrir framan sviðið og myndaðist nokkuð löng röð af þeim sökum.Vísir/Mummi Lú