Ekki tímabært að ákveða kjördag Höskuldur Kári Schram skrifar 10. apríl 2016 18:38 Fjármálaráðherra segir ekki tímabært að ákveða kjördag í haust. Málið muni skýrast á næstu vikum og velta á framgangi þingmála. Þá útilokar hann ekki sumarþing til hægt verði að afgreiða þau mál sem ríkisstjórnin vill klára. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í Valhöll klukkan fimm í dag en þetta er fyrsti fundur miðstjórnar eftir að Sigurður Ingi Jóhannsson settist í stól forsætisráðherra. Sérstaklega var boðað til fundarins til að ræða þær breytingar sem hafa orðið á stjórnarsamstarfinu og boðaðar kosningar. Kosningarnar eiga að fara fram í haust en beðið er eftir því að forystumenn ríkisstjórnarinnar ákveði kjördag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir þó ekki tímabært að ákveða kjördag. „Ég skil að fólk kalli eftir þessu og mér finnst mjög líklegt að það skýrist af framgangi þingmála núna í apríl og kannski eitthvað inn í maí. Þá sjáum við þetta miklu betur. En það hljóta allir að átta sig á því að við erum að tala um og horfa svona með öllum fyrirvörum fram til október eða kannski eitthvað svoleiðis,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að klára ákveðin mál áður en boðað verður til kosninga. Bjarni útilokar að kosningar muni frestast inn í veturinn. „það sem er sérstaklega erfitt varðandi það er það sem tengist fjárlagavinnunni. það er mjög vont fyrir stjórnkerfið að það liggi ekki fyrir hvort að til standi að koma með frumvarp í september vegna þess að þá þarf vinnunni að ljúka í júní. Ef menn ætla að ganga til kosninga þá gerist það ekki. Ég get ekki séð það fyrir mér að þetta þing starfi lengst inn í haustið. Þá fara aðrir hlutir að koma inn í myndina sem skipta miklu máli,“ segir Bjarni. Hann útilokar þó ekki sumarþing. „Þetta þing getur í sjálfu sér staðið fram í september. Við gætum starfað í ágúst. Ef ég man rétt þá er viðmiðunardagsetning eftir 10. ágúst sem þingið gæti komið saman. En það er of snemmt núna að segja til um það hvort og hversu mikil þörf verður að halda þingstörfum svo lengi áfram,“ segir Bjarni. Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ekki tímabært að ákveða kjördag í haust. Málið muni skýrast á næstu vikum og velta á framgangi þingmála. Þá útilokar hann ekki sumarþing til hægt verði að afgreiða þau mál sem ríkisstjórnin vill klára. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í Valhöll klukkan fimm í dag en þetta er fyrsti fundur miðstjórnar eftir að Sigurður Ingi Jóhannsson settist í stól forsætisráðherra. Sérstaklega var boðað til fundarins til að ræða þær breytingar sem hafa orðið á stjórnarsamstarfinu og boðaðar kosningar. Kosningarnar eiga að fara fram í haust en beðið er eftir því að forystumenn ríkisstjórnarinnar ákveði kjördag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir þó ekki tímabært að ákveða kjördag. „Ég skil að fólk kalli eftir þessu og mér finnst mjög líklegt að það skýrist af framgangi þingmála núna í apríl og kannski eitthvað inn í maí. Þá sjáum við þetta miklu betur. En það hljóta allir að átta sig á því að við erum að tala um og horfa svona með öllum fyrirvörum fram til október eða kannski eitthvað svoleiðis,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að klára ákveðin mál áður en boðað verður til kosninga. Bjarni útilokar að kosningar muni frestast inn í veturinn. „það sem er sérstaklega erfitt varðandi það er það sem tengist fjárlagavinnunni. það er mjög vont fyrir stjórnkerfið að það liggi ekki fyrir hvort að til standi að koma með frumvarp í september vegna þess að þá þarf vinnunni að ljúka í júní. Ef menn ætla að ganga til kosninga þá gerist það ekki. Ég get ekki séð það fyrir mér að þetta þing starfi lengst inn í haustið. Þá fara aðrir hlutir að koma inn í myndina sem skipta miklu máli,“ segir Bjarni. Hann útilokar þó ekki sumarþing. „Þetta þing getur í sjálfu sér staðið fram í september. Við gætum starfað í ágúst. Ef ég man rétt þá er viðmiðunardagsetning eftir 10. ágúst sem þingið gæti komið saman. En það er of snemmt núna að segja til um það hvort og hversu mikil þörf verður að halda þingstörfum svo lengi áfram,“ segir Bjarni.
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira