Mælt fyrir umdeildu frumvarpi um raflínur til Bakka Heimir Már Pétursson skrifar 23. september 2016 13:42 Hornsteinn verður lagður að Þeistareykjavirkjun í dag en frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um lagningu raflína frá virkjuninni og frá Kröfluvirkjun að Bakka kemur til fyrstu umræðu á Alþingi í dag. Ráðherra segir skipta miklu máli að frumvarpið verði sem fyrst að lögum. Ríkisstjórnin samþykkti á aukafundi á miðvikudag að leggja fram frumvarp til sérlaga um heimild til Landsnets að leggja raflínur frá Þeistareykjum og Kröfluvirkjun að Bakka. Þar er uppbygging þýska kísilfyrirtækisins PCC langt á veg komin. Framlagning frumvarpsins var samþykkt með afbrigðum á Alþingi í gær og fyrsta umræða um það er á dagskrá Alþingis í dag. Til stóð að Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra færi með fjármálaráðherra, forseta Íslands, forstjóra Landsvirkjunar og fleirum norður í dag þar sem forsetinn mun leggja hornstein að virkjuninni við athöfn sem hefst klukkan hálf þrjú. Ragnheiður Elín hefur hins vegar aflýst ferð sinni norður vegna umræðunnar um frumvarpið. Í viðtali sem fréttastofa tók við hana á miðvikudag sagði hún fullreynt að reyna að ná sátt um lagningu raflínanna og því þyrfti að leggja frumvarpið fram. Enda hefðu sveitarfélög fyrir norðan sem samþykkt hefðu aðal- og deiliskipulag, þrýst á stjórnvöld og ekki væri hægt að vinna við lagningu línanna yfir hörðustu vetrarmánuðina. „Og sama hvað mönnum kann að finnast þá er það óumdeilt að þarna eru gríðarlegir hagsmunir undir. Það er verið að reisa virkjun sem lagður verður hornsteinn að á föstudag (í dag). Það er þegar byrjað að framkvæma og þær komnar vel á veg á Bakka. En það vantar tenginguna á milli. Það vantar línurnar sem tengja virkjunina og koma henni í gang. Það er staða sem við getum ekki setið og horft á,“ sagði Ragnheiður Elín. Hins vegar er ljóst að frumvarpið mun mæta mikilli andstöðu frá stjórnarandstöðunni og hefur Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar m.a. lýst yfir að þingmenn flokksins leggist alfarið gegn frumvarpinu. Frumvarpið felur í sér að mat úrskurðarnefndar auðlinda- og umhverfismála á kæru Landsnets vegna línulagnarinnar verður stöðvað. Það deilir enginn um að það eru miklir hagsmunir í húfi. Teljið þið að þetta mál þoli að bíða fram yfir kosningar? „Við teljum að náttúra Íslands þoli það og eigi að njóta vafans. Ákvarðanir sem lúta að henni þurfa að fá að fara í það ferli sem lögboðið er. Annað er ekki sæmandi og það þarf að hafa sinn gang,“ sagði Björt Ólafsdóttir. Ragnheiður Elín mælir fyrir frumvarpinu á Alþingi á þingfundi sem hefst klukkan 13:40. Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Hornsteinn verður lagður að Þeistareykjavirkjun í dag en frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um lagningu raflína frá virkjuninni og frá Kröfluvirkjun að Bakka kemur til fyrstu umræðu á Alþingi í dag. Ráðherra segir skipta miklu máli að frumvarpið verði sem fyrst að lögum. Ríkisstjórnin samþykkti á aukafundi á miðvikudag að leggja fram frumvarp til sérlaga um heimild til Landsnets að leggja raflínur frá Þeistareykjum og Kröfluvirkjun að Bakka. Þar er uppbygging þýska kísilfyrirtækisins PCC langt á veg komin. Framlagning frumvarpsins var samþykkt með afbrigðum á Alþingi í gær og fyrsta umræða um það er á dagskrá Alþingis í dag. Til stóð að Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra færi með fjármálaráðherra, forseta Íslands, forstjóra Landsvirkjunar og fleirum norður í dag þar sem forsetinn mun leggja hornstein að virkjuninni við athöfn sem hefst klukkan hálf þrjú. Ragnheiður Elín hefur hins vegar aflýst ferð sinni norður vegna umræðunnar um frumvarpið. Í viðtali sem fréttastofa tók við hana á miðvikudag sagði hún fullreynt að reyna að ná sátt um lagningu raflínanna og því þyrfti að leggja frumvarpið fram. Enda hefðu sveitarfélög fyrir norðan sem samþykkt hefðu aðal- og deiliskipulag, þrýst á stjórnvöld og ekki væri hægt að vinna við lagningu línanna yfir hörðustu vetrarmánuðina. „Og sama hvað mönnum kann að finnast þá er það óumdeilt að þarna eru gríðarlegir hagsmunir undir. Það er verið að reisa virkjun sem lagður verður hornsteinn að á föstudag (í dag). Það er þegar byrjað að framkvæma og þær komnar vel á veg á Bakka. En það vantar tenginguna á milli. Það vantar línurnar sem tengja virkjunina og koma henni í gang. Það er staða sem við getum ekki setið og horft á,“ sagði Ragnheiður Elín. Hins vegar er ljóst að frumvarpið mun mæta mikilli andstöðu frá stjórnarandstöðunni og hefur Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar m.a. lýst yfir að þingmenn flokksins leggist alfarið gegn frumvarpinu. Frumvarpið felur í sér að mat úrskurðarnefndar auðlinda- og umhverfismála á kæru Landsnets vegna línulagnarinnar verður stöðvað. Það deilir enginn um að það eru miklir hagsmunir í húfi. Teljið þið að þetta mál þoli að bíða fram yfir kosningar? „Við teljum að náttúra Íslands þoli það og eigi að njóta vafans. Ákvarðanir sem lúta að henni þurfa að fá að fara í það ferli sem lögboðið er. Annað er ekki sæmandi og það þarf að hafa sinn gang,“ sagði Björt Ólafsdóttir. Ragnheiður Elín mælir fyrir frumvarpinu á Alþingi á þingfundi sem hefst klukkan 13:40.
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira