Nágrannar MR ósáttir við byggingaráform ríkisins Atli Ísleifsson skrifar 29. janúar 2016 10:44 Casa Christi. Vísir/Vilhelm Hópur fólks sem býr í nágrenni Menntaskólans í Reykjavík lýsir yfir óánægju með byggingaráform ríkisins á reit skólans. Segir að umfangsmiklar byggingaframkvæmdir á þessum söguslóðum muni valda stórfelldum breytingum á ásýnd miðborgarinnar. Þetta kemur fram í grein sem hópurinn skrifaði og birtist í Fréttablaðinu í gær. Undir greinina skrifa 23 íbúar við Amtmannsstíg, Bókhlöðustíg, Laufásveg, Miðstræti, Skólastræti og Þingholtsstræti. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti í desember framkvæmdir við 4.700 fermetra skólabyggingar á lóð Menntaskólans í Reykjavík, þar sem reisa skal bókasafn, íþróttahús auk fyrirlestrasals og kennslustofu. Þá samþykkti borgin að rífa hús frá árinu 1907 sem gengur undir nafninu Casa Christi.Rífa skal Casa ChristiHópurinn bendir í greininni á að Minjastofnun hafi lagst gegn niðurrifi Casa Christi og farið fram á að það verði varðveitt. Byggingarnefnd MR hafi hins vegar ekki svarað hvernig til standi að gera það. „Húsið má reyndar muna sinn fífil fegri en það var ákaflega fallegt á sínum tíma, reisuleg bygging með smárúðugluggum og klassískri veggkrónu. Þótt fegurð hússins hafi verið vel falin um skeið er ekkert vit í öðru en að endurbyggja það í sinni upprunalegu mynd á sínum upprunalega stað. Húsið er vagga margra merkra félaga, s.s. KFUM og K, íþróttafélagsins Vals og karlakórsins Fóstbræðra,“ segir í greininni, en MR fékk húsið gefins árið 1989.Skipulag reitsins.Mynd/ReykjavíkurborgTeikningar frá 1994Nú standi til að reisa þyrpingu af húsum eftir teikningu frá árinu 1994 – nokkuð sem hópurinn er mjög óánægður með. „En hversu margt hefur ekki breyst á þeim tíma sem liðinn er síðan þessar teikningar litu dagsins ljós? Eru þarfir menntaskólans þær sömu í dag? Það er ólíklegt en hitt er öruggt að viðhorf samfélagsins til húsverndar og borgarskipulags er allt annað í dag en fyrir 20 árum. Hverfið umhverfis skólann er eitt af fáum heillegum hverfum sem varðveita gamla götumynd. Þar eru fyrst og fremst tvö hús sem stinga virkilega í augu, Casa Nova og Elísabetarhús sem bæði eru hluti af húsakosti MR. Það eru vítin sem við ættum að varast.“Ekkert samband haft við nágrannaÍbúarnir segjast ekki hafa fengið neina viðvörun um hvað standi til, þó að ljóst sé að þeir eigi eftir að verða fyrir ónæði og líkast til tjóni af framkvæmdunum. Íbúarnir segjast ekki skrifa greinina í þeim tilgangi að verja eigin hagsmuni þar sem málið snerti „alla borgarbúa og landsmenn og eiginlega heiminn allan því það er einskis einkamál þegar illa er farið með verðmæti í almannaeigu.“ Greinin sé skrifuð til að vekja athygli á „yfirvofandi stórslysi“ sem enn megi koma í veg fyrir. Hvetur hópurinn að lokum framkvæmdaaðilanum, íslenska ríkinu, til að sýna miskunn og „hætta við þessa vitleysu“. Tengdar fréttir Borgin samþykkir framkvæmdir við MR Reykjavíkurborg samþykkti einnig að láta rífa bygginguna Casa Christi sem er á þeim hluta lóðarinnar þar sem nýtt húsnæði á að rísa. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Hópur fólks sem býr í nágrenni Menntaskólans í Reykjavík lýsir yfir óánægju með byggingaráform ríkisins á reit skólans. Segir að umfangsmiklar byggingaframkvæmdir á þessum söguslóðum muni valda stórfelldum breytingum á ásýnd miðborgarinnar. Þetta kemur fram í grein sem hópurinn skrifaði og birtist í Fréttablaðinu í gær. Undir greinina skrifa 23 íbúar við Amtmannsstíg, Bókhlöðustíg, Laufásveg, Miðstræti, Skólastræti og Þingholtsstræti. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti í desember framkvæmdir við 4.700 fermetra skólabyggingar á lóð Menntaskólans í Reykjavík, þar sem reisa skal bókasafn, íþróttahús auk fyrirlestrasals og kennslustofu. Þá samþykkti borgin að rífa hús frá árinu 1907 sem gengur undir nafninu Casa Christi.Rífa skal Casa ChristiHópurinn bendir í greininni á að Minjastofnun hafi lagst gegn niðurrifi Casa Christi og farið fram á að það verði varðveitt. Byggingarnefnd MR hafi hins vegar ekki svarað hvernig til standi að gera það. „Húsið má reyndar muna sinn fífil fegri en það var ákaflega fallegt á sínum tíma, reisuleg bygging með smárúðugluggum og klassískri veggkrónu. Þótt fegurð hússins hafi verið vel falin um skeið er ekkert vit í öðru en að endurbyggja það í sinni upprunalegu mynd á sínum upprunalega stað. Húsið er vagga margra merkra félaga, s.s. KFUM og K, íþróttafélagsins Vals og karlakórsins Fóstbræðra,“ segir í greininni, en MR fékk húsið gefins árið 1989.Skipulag reitsins.Mynd/ReykjavíkurborgTeikningar frá 1994Nú standi til að reisa þyrpingu af húsum eftir teikningu frá árinu 1994 – nokkuð sem hópurinn er mjög óánægður með. „En hversu margt hefur ekki breyst á þeim tíma sem liðinn er síðan þessar teikningar litu dagsins ljós? Eru þarfir menntaskólans þær sömu í dag? Það er ólíklegt en hitt er öruggt að viðhorf samfélagsins til húsverndar og borgarskipulags er allt annað í dag en fyrir 20 árum. Hverfið umhverfis skólann er eitt af fáum heillegum hverfum sem varðveita gamla götumynd. Þar eru fyrst og fremst tvö hús sem stinga virkilega í augu, Casa Nova og Elísabetarhús sem bæði eru hluti af húsakosti MR. Það eru vítin sem við ættum að varast.“Ekkert samband haft við nágrannaÍbúarnir segjast ekki hafa fengið neina viðvörun um hvað standi til, þó að ljóst sé að þeir eigi eftir að verða fyrir ónæði og líkast til tjóni af framkvæmdunum. Íbúarnir segjast ekki skrifa greinina í þeim tilgangi að verja eigin hagsmuni þar sem málið snerti „alla borgarbúa og landsmenn og eiginlega heiminn allan því það er einskis einkamál þegar illa er farið með verðmæti í almannaeigu.“ Greinin sé skrifuð til að vekja athygli á „yfirvofandi stórslysi“ sem enn megi koma í veg fyrir. Hvetur hópurinn að lokum framkvæmdaaðilanum, íslenska ríkinu, til að sýna miskunn og „hætta við þessa vitleysu“.
Tengdar fréttir Borgin samþykkir framkvæmdir við MR Reykjavíkurborg samþykkti einnig að láta rífa bygginguna Casa Christi sem er á þeim hluta lóðarinnar þar sem nýtt húsnæði á að rísa. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Borgin samþykkir framkvæmdir við MR Reykjavíkurborg samþykkti einnig að láta rífa bygginguna Casa Christi sem er á þeim hluta lóðarinnar þar sem nýtt húsnæði á að rísa. 12. desember 2015 07:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent