Framsóknarmenn funda í dag Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2016 08:04 Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra. Vísir/Pjetur Þingflokksfundur Framsóknarflokksins verður haldinn í dag, þar sem fjallað verður um málefni Hrólfs Ölvissonar framkvæmdastjóra flokksins, vegna aflandsviðskipa hans í skattaskjólum. Flokkurinn kom saman til fundar í gær en eftir hann vildu þingmenn ekki tjá sig, en sögðust líklega gera það eftir fundinn í dag. Fjallað var um umfangsmikil viðskipti Hrólfs Ölvissonar framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins í gær. Í Panamaskjölunum kemur fram að hann stofnaði meðal annars aflandsfélag árið 2003 til að leyna fjárfestingum í dönsku fyrirtæki. Hrólfur var á þeim tíma stjórnarformaður Vinnumálastofnunar en hann hefur enn fremur gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Innan Framsóknarflokksins hefur einnig hefur verið ákveðið að bjóða til miðstjórnarfundar flokksins 4. júní, þar sem tekin verður ákvörðun um hvort boðað verði til flokksþings. Þingflokkurinn ætlar einnig að funda með Hrólfi. „Eins og kom fram í þættinum eru þetta félög sem voru stofnuð til á þessum tíma sem að þetta var í gangi hér á Íslandi og eru löngu frágengin,“ sagði Sigurður Ingi eftir fund þingmanna flokksins í gær. „En það er eðlilegt að setjast niður með framkvæmdastjóranum og ræða við hann um þessi mál.“ Hann sagði málið ekki eingöngu óþægilegt fyrir Framsóknarflokkinn. Heldur væri þetta óþægilegt fyrir Ísland. Panamaskjölin sýndu hve óeðlilega mikill fjöldi Íslendinga hefði nýtt sér þessa þjónustu bankanna og það yrði að skoða. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði Panamaskjölin hafa sýnt fram á að hópur áhrifafólks í viðskiptum, pólitík og öðrum greinum hefði nýtt þessar leiðir til að fara með sitt fé. „Eðlilega mun þetta draga úr trausti í samfélaginu og það er áhyggjuefni fyrir okkur sem lýðræðisríki. Að þetta muni draga úr trausti á stofnunum samfélagsins ekki síst vegna þess að þarna hefur þessi fámenni hópur, í krafti sinna áhrifa, verið að njóta ákveðinnar forréttindastöðu til þess að höndla með sín fjármál,“ sagði Katrín. Hún sagði að það myndi reyna á okkur sem samfélag, hvernig við tækjumst á við málið. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í gær um málið. Alþingi Panama-skjölin Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Fleiri fréttir Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Sjá meira
Þingflokksfundur Framsóknarflokksins verður haldinn í dag, þar sem fjallað verður um málefni Hrólfs Ölvissonar framkvæmdastjóra flokksins, vegna aflandsviðskipa hans í skattaskjólum. Flokkurinn kom saman til fundar í gær en eftir hann vildu þingmenn ekki tjá sig, en sögðust líklega gera það eftir fundinn í dag. Fjallað var um umfangsmikil viðskipti Hrólfs Ölvissonar framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins í gær. Í Panamaskjölunum kemur fram að hann stofnaði meðal annars aflandsfélag árið 2003 til að leyna fjárfestingum í dönsku fyrirtæki. Hrólfur var á þeim tíma stjórnarformaður Vinnumálastofnunar en hann hefur enn fremur gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Innan Framsóknarflokksins hefur einnig hefur verið ákveðið að bjóða til miðstjórnarfundar flokksins 4. júní, þar sem tekin verður ákvörðun um hvort boðað verði til flokksþings. Þingflokkurinn ætlar einnig að funda með Hrólfi. „Eins og kom fram í þættinum eru þetta félög sem voru stofnuð til á þessum tíma sem að þetta var í gangi hér á Íslandi og eru löngu frágengin,“ sagði Sigurður Ingi eftir fund þingmanna flokksins í gær. „En það er eðlilegt að setjast niður með framkvæmdastjóranum og ræða við hann um þessi mál.“ Hann sagði málið ekki eingöngu óþægilegt fyrir Framsóknarflokkinn. Heldur væri þetta óþægilegt fyrir Ísland. Panamaskjölin sýndu hve óeðlilega mikill fjöldi Íslendinga hefði nýtt sér þessa þjónustu bankanna og það yrði að skoða. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði Panamaskjölin hafa sýnt fram á að hópur áhrifafólks í viðskiptum, pólitík og öðrum greinum hefði nýtt þessar leiðir til að fara með sitt fé. „Eðlilega mun þetta draga úr trausti í samfélaginu og það er áhyggjuefni fyrir okkur sem lýðræðisríki. Að þetta muni draga úr trausti á stofnunum samfélagsins ekki síst vegna þess að þarna hefur þessi fámenni hópur, í krafti sinna áhrifa, verið að njóta ákveðinnar forréttindastöðu til þess að höndla með sín fjármál,“ sagði Katrín. Hún sagði að það myndi reyna á okkur sem samfélag, hvernig við tækjumst á við málið. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í gær um málið.
Alþingi Panama-skjölin Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Fleiri fréttir Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Sjá meira