Tvær vikur í Eurovision: Framlag Íslands ekki bara lag heldur listaverk Stefán Þór Hjartarson skrifar 27. apríl 2016 09:00 Undirbúningsvinnan er gríðarlega mikil fyrir þessar þrjár mínútur sem Greta stendur á sviðinu. Framlag Íslands til Eurovision-söngvakeppninnar í ár er eins og kunnugt er lagið Hear them calling með Gretu Salóme. Að atriðinu hefur komið teymi hönnuða og danshöfunda og hafa þau skapað grafískt listaverk sem ætlað er að undirstrika boðskap lagsins. Ólöf Erla Einarsdóttir er grafískur hönnuður sem vann áður á RÚV og hefur séð um útlit fyrir talsverðan fjölda Eurovision-atriða, en hún hefur m.a. hannað grafík og kynningarefni fyrir Vini Sjonna, Jóhönnu Guðrúnu og atriðið hennar Gretu Salóme árið 2012. Í ár er hún sjálfstætt starfandi og orðin hluti af vinningsteyminu hennar Gretu og fer með henni út til Stokkhólms næstkomandi mánudag. Ólöf vann grafíkina fyrir atriðið hennar ásamt Jonathan Duffy og hún hefur sömuleiðis hannað allt kynningarefnið fyrir Grétu. „Þetta á ekki bara að snúast um lagið, þetta er boðskapur og þetta er listaverk. Við tókum upp öll atriðin, þessa skugga, breyttum þeim í tölvuforriti og klipptum þá saman við lagið og það varð að þessari grafík sem var með atriðinu í Söngvakeppninni,“ segir Ólöf og á þar við skuggana sem voru í bakgrunni á sviðinu í vinningsatriði Gretu Salóme, Hear them calling.Ólöf ásamt samstarfsfélaga sínum, Jonathan Duffy.„Við erum búin að senda þeim í Stokkhólmi allt sem við erum búin að hanna og risastórt „storyboard“ um hvernig við viljum að þetta líti allt út á sviðinu úti, sem er auðvitað miklu stærra og býður upp á miklu fleiri möguleika. Þar erum við búin að vinna með hönnuðum sem þau þarna úti hafa komið okkur í samband við og þau eru með nýja heilmyndatækni sem við erum að vinna með. Mikill partur af grafíkinni okkar verður á sviðinu, við viljum halda eins mikið í upphaflega atriðið og við getum,“ útskýrir Ólöf og bendir á að boðskapurinn í laginu endurspeglist mikið til í grafíkinni. „Við stefnum á að taka atriðið lengra en halda samt í upphaflegu hugmyndirnar. Þeir úti eru með allt okkar efni og við höfum verið að bæta inn í það.“ „Boðskapurinn er að þessar raddir sem maður er að heyra alls staðar á internetinu, þessar neikvæðu raddir, eigi maður ekki að hlusta á. Þú ert miklu betri en það, þú átt ekki að hlusta á neikvæðu raddirnar. Þú ert þú, það getur enginn sagt þér að þú sért eitthvað annað.“ Það verður spennandi að sjá hvernig atriðið þeirra kemur út á sviðinu í Stokkhólmi, Svíar hafa ekki verið þekktir fyrir að láta sitt eftir liggja þegar kemur að Eurovision og það er alveg víst að þeir brydda upp á nýjungum þetta árið. Hvort það verða heilmyndir dansandi við hliðina á Gretu Salóme er ekki víst en þarna verður boðið upp á sjónarspil. Eurovision Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Framlag Íslands til Eurovision-söngvakeppninnar í ár er eins og kunnugt er lagið Hear them calling með Gretu Salóme. Að atriðinu hefur komið teymi hönnuða og danshöfunda og hafa þau skapað grafískt listaverk sem ætlað er að undirstrika boðskap lagsins. Ólöf Erla Einarsdóttir er grafískur hönnuður sem vann áður á RÚV og hefur séð um útlit fyrir talsverðan fjölda Eurovision-atriða, en hún hefur m.a. hannað grafík og kynningarefni fyrir Vini Sjonna, Jóhönnu Guðrúnu og atriðið hennar Gretu Salóme árið 2012. Í ár er hún sjálfstætt starfandi og orðin hluti af vinningsteyminu hennar Gretu og fer með henni út til Stokkhólms næstkomandi mánudag. Ólöf vann grafíkina fyrir atriðið hennar ásamt Jonathan Duffy og hún hefur sömuleiðis hannað allt kynningarefnið fyrir Grétu. „Þetta á ekki bara að snúast um lagið, þetta er boðskapur og þetta er listaverk. Við tókum upp öll atriðin, þessa skugga, breyttum þeim í tölvuforriti og klipptum þá saman við lagið og það varð að þessari grafík sem var með atriðinu í Söngvakeppninni,“ segir Ólöf og á þar við skuggana sem voru í bakgrunni á sviðinu í vinningsatriði Gretu Salóme, Hear them calling.Ólöf ásamt samstarfsfélaga sínum, Jonathan Duffy.„Við erum búin að senda þeim í Stokkhólmi allt sem við erum búin að hanna og risastórt „storyboard“ um hvernig við viljum að þetta líti allt út á sviðinu úti, sem er auðvitað miklu stærra og býður upp á miklu fleiri möguleika. Þar erum við búin að vinna með hönnuðum sem þau þarna úti hafa komið okkur í samband við og þau eru með nýja heilmyndatækni sem við erum að vinna með. Mikill partur af grafíkinni okkar verður á sviðinu, við viljum halda eins mikið í upphaflega atriðið og við getum,“ útskýrir Ólöf og bendir á að boðskapurinn í laginu endurspeglist mikið til í grafíkinni. „Við stefnum á að taka atriðið lengra en halda samt í upphaflegu hugmyndirnar. Þeir úti eru með allt okkar efni og við höfum verið að bæta inn í það.“ „Boðskapurinn er að þessar raddir sem maður er að heyra alls staðar á internetinu, þessar neikvæðu raddir, eigi maður ekki að hlusta á. Þú ert miklu betri en það, þú átt ekki að hlusta á neikvæðu raddirnar. Þú ert þú, það getur enginn sagt þér að þú sért eitthvað annað.“ Það verður spennandi að sjá hvernig atriðið þeirra kemur út á sviðinu í Stokkhólmi, Svíar hafa ekki verið þekktir fyrir að láta sitt eftir liggja þegar kemur að Eurovision og það er alveg víst að þeir brydda upp á nýjungum þetta árið. Hvort það verða heilmyndir dansandi við hliðina á Gretu Salóme er ekki víst en þarna verður boðið upp á sjónarspil.
Eurovision Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira