Grafalvarlegt mál að kjaradeildur standi yfir þriðja sumarið í röð Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 28. maí 2016 19:04 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mjög alvarlegt mál að á háannatíma þriðja sumarið í röð séu í gangi kjaradeilur starfsstétta sem sjá um flugumferð til og frá landinu. Ítrekaðar launadeilur og kröfur um margfaldar launahækkanir bjóði þeirri hættu heim að þjónustan færist úr landi. Kjaraviðræður flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hafa staðið yfir frá því í nóvember. Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl síðastliðnum en það hefur valdið töluverðri röskun á flugi. Morgunblaðið greinir frá því í dag að yfirvinnubann og veikindi flugumferðarstjóra hafi kostað flugfélögin sem fljúga yfir Atlantshaf á annan milljarð króna vegna meiri brennslu eldsneytis sem stafar af því að fara óhagkvæmari flugleiðir. „Þetta er auðvitað mjög alvarlegt mál. Við erum að sjá þriðja sumarið á háannatíma sem við stöndum í verulegum kjaradeilum í kringum flugið,“ segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SA. „Þar sjáum við hópa sem eru fámennir en mjög sterkt verkfallsvopn og með launahækkanir verulega umfram það sem aðrir eru að fá. Auðvitað getur þetta, svona síendurtekið, valdið álitshnekkjum hjá þeim alþjóðlegu flugfélögum sem hingað sækja og ferðamönnum.“ Sigurjón Jónasson formaður félags íslenskra flugumferðarstjóra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að það ætti ekki að vera náttúrulögmál að laun á Íslandi séu lægri en í öðrum löndum. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að flugumferðarstjórar hafi hafnað tilboði sem svarar til 25 prósenta hækkunar launa, en það eru í kringum 250 þúsund krónur á mánuði. Þorsteinn segir kröfur flugumferðartjóra alltof háar og í engu samræmi við Saleksamkomulagið. Ítrekaðar launadeilur og kröfur um margfaldar launahækkanir á við aðra bjóði þeirri hættu heim að þjónustan færist úr landi. „Það er auðvitað þetta alþjóðlega flug sem við erum að þjónusta sem fér hérna yfir landið. Þetta gæti skaðað hagsmuni okkar þegar fram í sækir með hvað það flug sérstaklega varðar. Deilan er í algjörum hnút og við sjáum enga lausn þar framundan nema flugumferðarstjórar slái verulega af sínum kröfum.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Krefjast nærri sextíu prósenta hækkunar Yfirvinnubann flugumferðastjóra hefur valdið raski á flugi síðan bannið hófst fyrr í mánuðinum. 30. apríl 2016 07:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mjög alvarlegt mál að á háannatíma þriðja sumarið í röð séu í gangi kjaradeilur starfsstétta sem sjá um flugumferð til og frá landinu. Ítrekaðar launadeilur og kröfur um margfaldar launahækkanir bjóði þeirri hættu heim að þjónustan færist úr landi. Kjaraviðræður flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hafa staðið yfir frá því í nóvember. Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl síðastliðnum en það hefur valdið töluverðri röskun á flugi. Morgunblaðið greinir frá því í dag að yfirvinnubann og veikindi flugumferðarstjóra hafi kostað flugfélögin sem fljúga yfir Atlantshaf á annan milljarð króna vegna meiri brennslu eldsneytis sem stafar af því að fara óhagkvæmari flugleiðir. „Þetta er auðvitað mjög alvarlegt mál. Við erum að sjá þriðja sumarið á háannatíma sem við stöndum í verulegum kjaradeilum í kringum flugið,“ segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SA. „Þar sjáum við hópa sem eru fámennir en mjög sterkt verkfallsvopn og með launahækkanir verulega umfram það sem aðrir eru að fá. Auðvitað getur þetta, svona síendurtekið, valdið álitshnekkjum hjá þeim alþjóðlegu flugfélögum sem hingað sækja og ferðamönnum.“ Sigurjón Jónasson formaður félags íslenskra flugumferðarstjóra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að það ætti ekki að vera náttúrulögmál að laun á Íslandi séu lægri en í öðrum löndum. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að flugumferðarstjórar hafi hafnað tilboði sem svarar til 25 prósenta hækkunar launa, en það eru í kringum 250 þúsund krónur á mánuði. Þorsteinn segir kröfur flugumferðartjóra alltof háar og í engu samræmi við Saleksamkomulagið. Ítrekaðar launadeilur og kröfur um margfaldar launahækkanir á við aðra bjóði þeirri hættu heim að þjónustan færist úr landi. „Það er auðvitað þetta alþjóðlega flug sem við erum að þjónusta sem fér hérna yfir landið. Þetta gæti skaðað hagsmuni okkar þegar fram í sækir með hvað það flug sérstaklega varðar. Deilan er í algjörum hnút og við sjáum enga lausn þar framundan nema flugumferðarstjórar slái verulega af sínum kröfum.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Krefjast nærri sextíu prósenta hækkunar Yfirvinnubann flugumferðastjóra hefur valdið raski á flugi síðan bannið hófst fyrr í mánuðinum. 30. apríl 2016 07:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Krefjast nærri sextíu prósenta hækkunar Yfirvinnubann flugumferðastjóra hefur valdið raski á flugi síðan bannið hófst fyrr í mánuðinum. 30. apríl 2016 07:00