Krefjast nærri sextíu prósenta hækkunar Snærós Sindradóttir skrifar 30. apríl 2016 07:00 Flugumferðarstjórum hefur fækkað mjög lítið síðastliðin ár þrátt fyrir að flugumferð hafi margfaldast á sama tíma. Nú fara þeir fram á verulegar launahækkanir. Vísir/Vilhelm Krafa flugumferðarstjóra í launadeilu sinni við Isavia er um nærri sextíu prósenta hækkun launa á næstu þremur árum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þetta ástæða þess að ekkert þokast í deilunni og langt er í næsta fund. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að nú þegar séu meðallaun flugumferðarstjóra um ein milljón króna á mánuði, án yfirvinnu. Kjaraviðræður flugumferðarstjóra hófust í október 2015. Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hófst 6. apríl síðastliðinn. Röskun á flugi hefur verið töluverð en ekkert áætlunarflug var um Keflavíkurflugvöll á milli níu að kvöldi og sjö að morgni aðfaranótt föstudags. Á fimmtudag sendi stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar harðorða ályktun gegn yfirvinnubanni flugumferðarstjóra. „Það gengur ekki upp að fámennir hópar launþega geti valdið jafn miklum vandræðum og haft ferðaþjónustuna og samgöngur til og frá landinu í hendi sér í kjarabaráttu sinni,“ segir í ályktuninni. Þá segir: „Ímynd og orðspor Íslands sem áfangastaður fyrir ferðamenn er í húfi og mikilvægt að stöðugleiki ríki í samgöngum. Þá verður að eyða allri óvissu fyrir ferðaþjónustuna og landsmenn alla hið fyrsta.“ Í samtali við Fréttablaðið þann 12. apríl síðastliðinn sagði Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, stéttina standa frammi fyrir miklum landflutningum. Flugumferð hafi aukist um áttatíu prósent á meðan lítið hafi fjölgað í stéttinni. „Við erum fastir í klóm yfirvinnu og sjáum varla fjölskylduna yfir sumarið,“ sagði Sigurjón. Þá kom fram að félagið hefði látið gera samanburð á launum í 24 löndum og komist að þeirri niðurstöðu að íslenskir flugumferðarstjórar hefðu fimmta lakasta kaupmáttinn. Skúli Mogensen, forstjóri flugfélagsins WOW air, sagði í samtali við Vísi á fimmtudag að það væri umhugsunarefni þegar ein stétt getur nánast lokað landinu. Flugumferðarstjórar hafa boðað til þjálfunarbanns sem hefjast á sjötta maí næstkomandi. Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að vísa banninu til Félagsdóms. Enginn fundur er boðaður í kjaradeilunni fyrir 6. maí. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Röskun á 24 flugferðum um Keflavíkurflugvöll Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður þjónusta á Keflavíkurflugvelli takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá klukkan 21 í kvöld til klukkan 7 í fyrramálið. 28. apríl 2016 16:08 Skúli Mogensen: Varhugavert ef starfsstétt nánast lokar landinu Flugumferðarstjórar í verkfalli. 28. apríl 2016 17:04 Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Krafa flugumferðarstjóra í launadeilu sinni við Isavia er um nærri sextíu prósenta hækkun launa á næstu þremur árum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þetta ástæða þess að ekkert þokast í deilunni og langt er í næsta fund. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að nú þegar séu meðallaun flugumferðarstjóra um ein milljón króna á mánuði, án yfirvinnu. Kjaraviðræður flugumferðarstjóra hófust í október 2015. Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hófst 6. apríl síðastliðinn. Röskun á flugi hefur verið töluverð en ekkert áætlunarflug var um Keflavíkurflugvöll á milli níu að kvöldi og sjö að morgni aðfaranótt föstudags. Á fimmtudag sendi stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar harðorða ályktun gegn yfirvinnubanni flugumferðarstjóra. „Það gengur ekki upp að fámennir hópar launþega geti valdið jafn miklum vandræðum og haft ferðaþjónustuna og samgöngur til og frá landinu í hendi sér í kjarabaráttu sinni,“ segir í ályktuninni. Þá segir: „Ímynd og orðspor Íslands sem áfangastaður fyrir ferðamenn er í húfi og mikilvægt að stöðugleiki ríki í samgöngum. Þá verður að eyða allri óvissu fyrir ferðaþjónustuna og landsmenn alla hið fyrsta.“ Í samtali við Fréttablaðið þann 12. apríl síðastliðinn sagði Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, stéttina standa frammi fyrir miklum landflutningum. Flugumferð hafi aukist um áttatíu prósent á meðan lítið hafi fjölgað í stéttinni. „Við erum fastir í klóm yfirvinnu og sjáum varla fjölskylduna yfir sumarið,“ sagði Sigurjón. Þá kom fram að félagið hefði látið gera samanburð á launum í 24 löndum og komist að þeirri niðurstöðu að íslenskir flugumferðarstjórar hefðu fimmta lakasta kaupmáttinn. Skúli Mogensen, forstjóri flugfélagsins WOW air, sagði í samtali við Vísi á fimmtudag að það væri umhugsunarefni þegar ein stétt getur nánast lokað landinu. Flugumferðarstjórar hafa boðað til þjálfunarbanns sem hefjast á sjötta maí næstkomandi. Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að vísa banninu til Félagsdóms. Enginn fundur er boðaður í kjaradeilunni fyrir 6. maí.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Röskun á 24 flugferðum um Keflavíkurflugvöll Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður þjónusta á Keflavíkurflugvelli takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá klukkan 21 í kvöld til klukkan 7 í fyrramálið. 28. apríl 2016 16:08 Skúli Mogensen: Varhugavert ef starfsstétt nánast lokar landinu Flugumferðarstjórar í verkfalli. 28. apríl 2016 17:04 Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Röskun á 24 flugferðum um Keflavíkurflugvöll Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður þjónusta á Keflavíkurflugvelli takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá klukkan 21 í kvöld til klukkan 7 í fyrramálið. 28. apríl 2016 16:08
Skúli Mogensen: Varhugavert ef starfsstétt nánast lokar landinu Flugumferðarstjórar í verkfalli. 28. apríl 2016 17:04
Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48