Þrjátíu mál um undanskot upp úr skattaskjólsgögnum Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. apríl 2016 19:00 Skattrannsóknarstjóri rannsakar nú 30 mál þar sem grunur er um skattundanskot á grundvelli leynigagna sem keypt voru á síðasta ári. Ríkisskattstjóri hefur stofnað 178 mál vegna vantalinna tekna á grundvelli þessara sömu gagna. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri og Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri voru gestir á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Fundurinn var liður í sérstökum aðgerðum þingsins gegn skattaskjólum eftir Panama lekann. Fram kom á fundinum að embætti ríkisskattstjóra hefði stofnað alls 178 mál vegna vanframtalinna tekna upp úr leynigögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sem skattyfirvöld keyptu í fyrra af ónafngreindum erlendum manni á jafnvirði 37 milljóna króna. Embætti skattrannsóknarstjóra er síðan með 30 mál um skattundanskot í rannsókn á grundvelli þessara sömu gagna en Bryndís áætlar að þeim fjölgi. Hún segir ekki tímabært að gefa upp um hvað þessi undanskot nemi hárri fjárhæð samtals því upphæðin komi nær örugglega til með að breytast þar sem rannsókn sé ekki lokið. Öll brot í þessum gögnum frá því fyrir 2009 eru fyrnd þar sem skattalagabrot fyrnast á sex árum. Fyrir utan stórfelld skattalagabrot sem varða við hegningarlög en þau fyrnast á tíu árum. „Það þarf þá að vinsa út þau mál sem eru fyrnd og þau mál sem ekkert er í, ef svo má segja,“ segir Bryndís.Er almennt bann á eignarhaldi félaga í skattaskjólum raunhæft? Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis skoðar nú lagabreytingar til að sporna gegn skattaskjólum. Formaður nefndarinnar vill helst banna eignarhald á aflandsfélögum í skattaskjólum með lögum. Bryndís Kristjánsdóttir segist ekki treysta sér til að svara því hvort slík almenn bannregla sé raunhæf. EES-samningurinn útilokar ekki að sett verði lög sem banna vistun eigna á lágskattasvæðum utan EES-svæðisins. Ákvæði samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga gildir milli ríkjanna sem eiga aðild að samningnum en ekki um önnur ríki. Hins vegar væri leikur einn að fara framhjá banninu með því að stofna félag í Lúxemborg og fara þaðan til Jómfrúreyja, svo dæmi sé tekið. Slíkt félag gæti hins vegar ekki fjárfest hér á landi næði ákvæði um gagnsæi eignarhalds fram að ganga en slík lagabreyting er til skoðunar. Annað sem er til skoðunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd er sérstakt ákvæði sem gerir ráðgjöf um skattundanskot refsiverða. Ákvæði um hlutdeild er í gildandi hegningarlögum og ráðgjöf getur falið í sér hlutdeildarbrot ef fortölur eða hvatning um að fremja skattalagabrot er sönnuð. Það má því segja að ráðgjöf um skattundanskot sé nú þegar refsiverð feli hún í sér fortölur eða hvatningu um að fremja tiltekið brot. Myndi sérstakt refsiákvæði um ráðgjöf einhverju bæta við gildandi lagaramma? „Það er hlutdeildarákvæði núna og mál á borði skattrannsóknarstjóra hafa vakið spurningar um þetta, hvort um hlutdeild sé að ræða. En það hefur verið erfitt að sýna fram á það því þótt ráðgjöf sé veitt þá þarf hún að vera tengd einhverju tilteknu broti,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.Sjá viðtal við Frosta Sigurjónsson formann efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hér fyrir neðan. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri rannsakar nú 30 mál þar sem grunur er um skattundanskot á grundvelli leynigagna sem keypt voru á síðasta ári. Ríkisskattstjóri hefur stofnað 178 mál vegna vantalinna tekna á grundvelli þessara sömu gagna. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri og Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri voru gestir á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Fundurinn var liður í sérstökum aðgerðum þingsins gegn skattaskjólum eftir Panama lekann. Fram kom á fundinum að embætti ríkisskattstjóra hefði stofnað alls 178 mál vegna vanframtalinna tekna upp úr leynigögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sem skattyfirvöld keyptu í fyrra af ónafngreindum erlendum manni á jafnvirði 37 milljóna króna. Embætti skattrannsóknarstjóra er síðan með 30 mál um skattundanskot í rannsókn á grundvelli þessara sömu gagna en Bryndís áætlar að þeim fjölgi. Hún segir ekki tímabært að gefa upp um hvað þessi undanskot nemi hárri fjárhæð samtals því upphæðin komi nær örugglega til með að breytast þar sem rannsókn sé ekki lokið. Öll brot í þessum gögnum frá því fyrir 2009 eru fyrnd þar sem skattalagabrot fyrnast á sex árum. Fyrir utan stórfelld skattalagabrot sem varða við hegningarlög en þau fyrnast á tíu árum. „Það þarf þá að vinsa út þau mál sem eru fyrnd og þau mál sem ekkert er í, ef svo má segja,“ segir Bryndís.Er almennt bann á eignarhaldi félaga í skattaskjólum raunhæft? Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis skoðar nú lagabreytingar til að sporna gegn skattaskjólum. Formaður nefndarinnar vill helst banna eignarhald á aflandsfélögum í skattaskjólum með lögum. Bryndís Kristjánsdóttir segist ekki treysta sér til að svara því hvort slík almenn bannregla sé raunhæf. EES-samningurinn útilokar ekki að sett verði lög sem banna vistun eigna á lágskattasvæðum utan EES-svæðisins. Ákvæði samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga gildir milli ríkjanna sem eiga aðild að samningnum en ekki um önnur ríki. Hins vegar væri leikur einn að fara framhjá banninu með því að stofna félag í Lúxemborg og fara þaðan til Jómfrúreyja, svo dæmi sé tekið. Slíkt félag gæti hins vegar ekki fjárfest hér á landi næði ákvæði um gagnsæi eignarhalds fram að ganga en slík lagabreyting er til skoðunar. Annað sem er til skoðunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd er sérstakt ákvæði sem gerir ráðgjöf um skattundanskot refsiverða. Ákvæði um hlutdeild er í gildandi hegningarlögum og ráðgjöf getur falið í sér hlutdeildarbrot ef fortölur eða hvatning um að fremja skattalagabrot er sönnuð. Það má því segja að ráðgjöf um skattundanskot sé nú þegar refsiverð feli hún í sér fortölur eða hvatningu um að fremja tiltekið brot. Myndi sérstakt refsiákvæði um ráðgjöf einhverju bæta við gildandi lagaramma? „Það er hlutdeildarákvæði núna og mál á borði skattrannsóknarstjóra hafa vakið spurningar um þetta, hvort um hlutdeild sé að ræða. En það hefur verið erfitt að sýna fram á það því þótt ráðgjöf sé veitt þá þarf hún að vera tengd einhverju tilteknu broti,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.Sjá viðtal við Frosta Sigurjónsson formann efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hér fyrir neðan.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira