Þrjátíu mál um undanskot upp úr skattaskjólsgögnum Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. apríl 2016 19:00 Skattrannsóknarstjóri rannsakar nú 30 mál þar sem grunur er um skattundanskot á grundvelli leynigagna sem keypt voru á síðasta ári. Ríkisskattstjóri hefur stofnað 178 mál vegna vantalinna tekna á grundvelli þessara sömu gagna. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri og Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri voru gestir á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Fundurinn var liður í sérstökum aðgerðum þingsins gegn skattaskjólum eftir Panama lekann. Fram kom á fundinum að embætti ríkisskattstjóra hefði stofnað alls 178 mál vegna vanframtalinna tekna upp úr leynigögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sem skattyfirvöld keyptu í fyrra af ónafngreindum erlendum manni á jafnvirði 37 milljóna króna. Embætti skattrannsóknarstjóra er síðan með 30 mál um skattundanskot í rannsókn á grundvelli þessara sömu gagna en Bryndís áætlar að þeim fjölgi. Hún segir ekki tímabært að gefa upp um hvað þessi undanskot nemi hárri fjárhæð samtals því upphæðin komi nær örugglega til með að breytast þar sem rannsókn sé ekki lokið. Öll brot í þessum gögnum frá því fyrir 2009 eru fyrnd þar sem skattalagabrot fyrnast á sex árum. Fyrir utan stórfelld skattalagabrot sem varða við hegningarlög en þau fyrnast á tíu árum. „Það þarf þá að vinsa út þau mál sem eru fyrnd og þau mál sem ekkert er í, ef svo má segja,“ segir Bryndís.Er almennt bann á eignarhaldi félaga í skattaskjólum raunhæft? Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis skoðar nú lagabreytingar til að sporna gegn skattaskjólum. Formaður nefndarinnar vill helst banna eignarhald á aflandsfélögum í skattaskjólum með lögum. Bryndís Kristjánsdóttir segist ekki treysta sér til að svara því hvort slík almenn bannregla sé raunhæf. EES-samningurinn útilokar ekki að sett verði lög sem banna vistun eigna á lágskattasvæðum utan EES-svæðisins. Ákvæði samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga gildir milli ríkjanna sem eiga aðild að samningnum en ekki um önnur ríki. Hins vegar væri leikur einn að fara framhjá banninu með því að stofna félag í Lúxemborg og fara þaðan til Jómfrúreyja, svo dæmi sé tekið. Slíkt félag gæti hins vegar ekki fjárfest hér á landi næði ákvæði um gagnsæi eignarhalds fram að ganga en slík lagabreyting er til skoðunar. Annað sem er til skoðunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd er sérstakt ákvæði sem gerir ráðgjöf um skattundanskot refsiverða. Ákvæði um hlutdeild er í gildandi hegningarlögum og ráðgjöf getur falið í sér hlutdeildarbrot ef fortölur eða hvatning um að fremja skattalagabrot er sönnuð. Það má því segja að ráðgjöf um skattundanskot sé nú þegar refsiverð feli hún í sér fortölur eða hvatningu um að fremja tiltekið brot. Myndi sérstakt refsiákvæði um ráðgjöf einhverju bæta við gildandi lagaramma? „Það er hlutdeildarákvæði núna og mál á borði skattrannsóknarstjóra hafa vakið spurningar um þetta, hvort um hlutdeild sé að ræða. En það hefur verið erfitt að sýna fram á það því þótt ráðgjöf sé veitt þá þarf hún að vera tengd einhverju tilteknu broti,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.Sjá viðtal við Frosta Sigurjónsson formann efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hér fyrir neðan. Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri rannsakar nú 30 mál þar sem grunur er um skattundanskot á grundvelli leynigagna sem keypt voru á síðasta ári. Ríkisskattstjóri hefur stofnað 178 mál vegna vantalinna tekna á grundvelli þessara sömu gagna. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri og Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri voru gestir á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Fundurinn var liður í sérstökum aðgerðum þingsins gegn skattaskjólum eftir Panama lekann. Fram kom á fundinum að embætti ríkisskattstjóra hefði stofnað alls 178 mál vegna vanframtalinna tekna upp úr leynigögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sem skattyfirvöld keyptu í fyrra af ónafngreindum erlendum manni á jafnvirði 37 milljóna króna. Embætti skattrannsóknarstjóra er síðan með 30 mál um skattundanskot í rannsókn á grundvelli þessara sömu gagna en Bryndís áætlar að þeim fjölgi. Hún segir ekki tímabært að gefa upp um hvað þessi undanskot nemi hárri fjárhæð samtals því upphæðin komi nær örugglega til með að breytast þar sem rannsókn sé ekki lokið. Öll brot í þessum gögnum frá því fyrir 2009 eru fyrnd þar sem skattalagabrot fyrnast á sex árum. Fyrir utan stórfelld skattalagabrot sem varða við hegningarlög en þau fyrnast á tíu árum. „Það þarf þá að vinsa út þau mál sem eru fyrnd og þau mál sem ekkert er í, ef svo má segja,“ segir Bryndís.Er almennt bann á eignarhaldi félaga í skattaskjólum raunhæft? Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis skoðar nú lagabreytingar til að sporna gegn skattaskjólum. Formaður nefndarinnar vill helst banna eignarhald á aflandsfélögum í skattaskjólum með lögum. Bryndís Kristjánsdóttir segist ekki treysta sér til að svara því hvort slík almenn bannregla sé raunhæf. EES-samningurinn útilokar ekki að sett verði lög sem banna vistun eigna á lágskattasvæðum utan EES-svæðisins. Ákvæði samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga gildir milli ríkjanna sem eiga aðild að samningnum en ekki um önnur ríki. Hins vegar væri leikur einn að fara framhjá banninu með því að stofna félag í Lúxemborg og fara þaðan til Jómfrúreyja, svo dæmi sé tekið. Slíkt félag gæti hins vegar ekki fjárfest hér á landi næði ákvæði um gagnsæi eignarhalds fram að ganga en slík lagabreyting er til skoðunar. Annað sem er til skoðunar hjá efnahags- og viðskiptanefnd er sérstakt ákvæði sem gerir ráðgjöf um skattundanskot refsiverða. Ákvæði um hlutdeild er í gildandi hegningarlögum og ráðgjöf getur falið í sér hlutdeildarbrot ef fortölur eða hvatning um að fremja skattalagabrot er sönnuð. Það má því segja að ráðgjöf um skattundanskot sé nú þegar refsiverð feli hún í sér fortölur eða hvatningu um að fremja tiltekið brot. Myndi sérstakt refsiákvæði um ráðgjöf einhverju bæta við gildandi lagaramma? „Það er hlutdeildarákvæði núna og mál á borði skattrannsóknarstjóra hafa vakið spurningar um þetta, hvort um hlutdeild sé að ræða. En það hefur verið erfitt að sýna fram á það því þótt ráðgjöf sé veitt þá þarf hún að vera tengd einhverju tilteknu broti,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.Sjá viðtal við Frosta Sigurjónsson formann efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis úr kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hér fyrir neðan.
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira