Katrín ekki með neinar „sérstakar væntingar“ fyrir fundinn með Guðna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2016 13:09 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kom til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum núna klukkan 13. Hún ræddi stuttlega við fjölmiðlamenn áður en hún fór inn á fundinn. Aðspurð hvaða væntingar hún hefði fyrir fundinn sagðist hún ekki hafa neinar „sérstakar væntingar,“ en fastlega er búist við því að Guðni veiti Katrínu umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. Það yrði þá í fyrsta skipti sem Vinstri græn myndu fá stjórnarmyndunarumboðið. „Eigum við ekki bara að fara yfir þetta eftir fundinn?“ spurði Katrín þau Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2, og Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur, fréttamann RÚV, sem biðu eftir henni fyrir utan Bessastaði. Katrín kvaðst ekki vera búin að undirbúa daginn í dag eitthvað sérstaklega. Hún sagði stöðuna varðandi nýja ríkisstjórn hafa verið flókna allan tímann. „Þetta er talsvert úrlausnarefni.“ Katrín fór svo inn til fundar við Guðna, skrifaði í gestabókina eins og vera ber og settist svo inn í bókastofuna með forsetanum þar sem þau voru mynduð í bak og fyrir. Eftir fund þeirra mun Guðni ræða fjölmiðlamenn og síðan Katrín, en hér má fylgjast með beinni útsendingu Vísis frá Bessastöðum. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fimm flokka stjórn frá vinstri að miðju fyrsti kostur Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta í dag og fær formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Fyrsti kostur Katrínar er fimm flokka stjórn án núverandi stjórnarflokka. Umræddir flokkar segjast tilbúnir ef málefnasamstaða næst. 16. nóvember 2016 06:00 „Margt fordæmalaust við þessar kosningar og stjórnarmyndunina“ Stjórnmálafræðingur segir meiri líkur á því að flokkunum takist að mynda ríkisstjórn heldur en að hér verði stjórnarkreppa. 16. nóvember 2016 12:02 Sigmundi Davíð finnst „býsna skrýtið“ að Evrópumálin hindri myndun nýrrar ríkisstjórnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að það hafi komið honum dálítið á óvart hversu fljótt slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 16. nóvember 2016 10:23 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kom til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum núna klukkan 13. Hún ræddi stuttlega við fjölmiðlamenn áður en hún fór inn á fundinn. Aðspurð hvaða væntingar hún hefði fyrir fundinn sagðist hún ekki hafa neinar „sérstakar væntingar,“ en fastlega er búist við því að Guðni veiti Katrínu umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. Það yrði þá í fyrsta skipti sem Vinstri græn myndu fá stjórnarmyndunarumboðið. „Eigum við ekki bara að fara yfir þetta eftir fundinn?“ spurði Katrín þau Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2, og Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur, fréttamann RÚV, sem biðu eftir henni fyrir utan Bessastaði. Katrín kvaðst ekki vera búin að undirbúa daginn í dag eitthvað sérstaklega. Hún sagði stöðuna varðandi nýja ríkisstjórn hafa verið flókna allan tímann. „Þetta er talsvert úrlausnarefni.“ Katrín fór svo inn til fundar við Guðna, skrifaði í gestabókina eins og vera ber og settist svo inn í bókastofuna með forsetanum þar sem þau voru mynduð í bak og fyrir. Eftir fund þeirra mun Guðni ræða fjölmiðlamenn og síðan Katrín, en hér má fylgjast með beinni útsendingu Vísis frá Bessastöðum.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fimm flokka stjórn frá vinstri að miðju fyrsti kostur Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta í dag og fær formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Fyrsti kostur Katrínar er fimm flokka stjórn án núverandi stjórnarflokka. Umræddir flokkar segjast tilbúnir ef málefnasamstaða næst. 16. nóvember 2016 06:00 „Margt fordæmalaust við þessar kosningar og stjórnarmyndunina“ Stjórnmálafræðingur segir meiri líkur á því að flokkunum takist að mynda ríkisstjórn heldur en að hér verði stjórnarkreppa. 16. nóvember 2016 12:02 Sigmundi Davíð finnst „býsna skrýtið“ að Evrópumálin hindri myndun nýrrar ríkisstjórnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að það hafi komið honum dálítið á óvart hversu fljótt slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 16. nóvember 2016 10:23 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Fimm flokka stjórn frá vinstri að miðju fyrsti kostur Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta í dag og fær formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Fyrsti kostur Katrínar er fimm flokka stjórn án núverandi stjórnarflokka. Umræddir flokkar segjast tilbúnir ef málefnasamstaða næst. 16. nóvember 2016 06:00
„Margt fordæmalaust við þessar kosningar og stjórnarmyndunina“ Stjórnmálafræðingur segir meiri líkur á því að flokkunum takist að mynda ríkisstjórn heldur en að hér verði stjórnarkreppa. 16. nóvember 2016 12:02
Sigmundi Davíð finnst „býsna skrýtið“ að Evrópumálin hindri myndun nýrrar ríkisstjórnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að það hafi komið honum dálítið á óvart hversu fljótt slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 16. nóvember 2016 10:23