Demóið af plötunni veitti inngöngu í Red Bull Music Academy Gunnar Leó Pálsson skrifar 5. mars 2016 10:00 Auðunn Lúthersson tónlistarmaður er á leið í Red Bull Music Academy í haust. vísir/vilhelm Íslenski tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem margir kannast við undir nafninu Auður, var fyrsti Íslendingurinn sem valinn var inn í Red Bull Music Academy. Um er að ræða margverðlaunaða akademíu sem heldur vinnustofur og námskeið á sviði tónlistar í borgum um allan heim. Hann var valinn inn í akademíuna í fyrra og segir hana hafa reynst sér vel. „Það eru ótrúlega margir sem sækja um þarna og það er líka ótrúlega flott fólk að koma út úr þessu eins og til dæmis Hudson Mohawke sem var aðalnúmerið á Sónar,“ segir Auðunn Lúthersson. Hann fór þó ekki út í akademíuna sem átti að fara fram í París eins og gert var ráð fyrir, vegna hræðilegra atburða sem áttu sér stað. „Daginn sem ég átti að fara út þá var gerð þessi hræðilega hryðjuverkaárás og þessu var frestað. Það var mjög skrítið og sorglegt ferli,“ segir Auðunn. Þó hann hafi ekki farið út segist hann finna fyrir því að vera kominn inn í það plögg sem fylgir akademíunni. Hann fer þó út til Montreal í haust, þar sem akademían fer fram í ár. „Ég er mjög spenntur að kynnast fólkinu þarna. Maður er að fara hitta fólk sem maður hefði aldrei kynnst á litla Íslandi. Það eru alltaf einhver local legends að kenna þarna og það er mikið af frábæru tónlistarfólki frá Kanada.” Vinnustofuhluti RBMA er haldinn árlega og stendur yfir í fimm vikur. Yfir 4.000 umsóknir berast en oftast eru valdir um 60 þátttakendur og fá þeir aðstöðu í húsi með stóru upptökustúdíói, fyrirlestrasal, útvarpsklefa og svefnherbergjum. Aðilar frá Red Bull Music Academy voru staddir á Íslandi fyrir skömmu í tengslum við Sónar-tónlistarhátíðina, þar sem þeir voru með sitt eigið svið ásamt því að útvarpa beint frá hátíðinni. Auðunn er staddur í Ósló þessa dagana þar sem hann kemur fram á tónlistarhátíðinni Bylarm en tónleika hans á hátíðinni má að hluta rekja til Red Bull akademíunnar. „Þetta gigg kemur í gegnum Red Bull og Airwaves en ég er að spila á Red Bull sviði hérna í Ósló. Þetta er ótrúlega flott hátíð og hérna er mikið af upprennandi artistum frá Skandinavíu.“ Auðunn er að leggja lokahönd á sína fyrstu breiðskífu um þessar mundir en það má segja að þessi væntanlega plata hafi komið honum inn í akademíuna „Ástæðan fyrir því að ég kemst inn í þennan skóla er að ég sendi inn demó af þessari plötur sem ég er að klára þessa dagana.“ Þekktir tónlistarmenn sem hafa útskrifast úr akademíunni eru Nina Kraviz, Flying Lotus, og Lusine. Umsóknareyðublað inn í akademíuna er aðgengilegt á vef Red Bull Music Academy og er umsóknarfresturinn 7. mars. Airwaves Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Fleiri fréttir Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Sjá meira
Íslenski tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem margir kannast við undir nafninu Auður, var fyrsti Íslendingurinn sem valinn var inn í Red Bull Music Academy. Um er að ræða margverðlaunaða akademíu sem heldur vinnustofur og námskeið á sviði tónlistar í borgum um allan heim. Hann var valinn inn í akademíuna í fyrra og segir hana hafa reynst sér vel. „Það eru ótrúlega margir sem sækja um þarna og það er líka ótrúlega flott fólk að koma út úr þessu eins og til dæmis Hudson Mohawke sem var aðalnúmerið á Sónar,“ segir Auðunn Lúthersson. Hann fór þó ekki út í akademíuna sem átti að fara fram í París eins og gert var ráð fyrir, vegna hræðilegra atburða sem áttu sér stað. „Daginn sem ég átti að fara út þá var gerð þessi hræðilega hryðjuverkaárás og þessu var frestað. Það var mjög skrítið og sorglegt ferli,“ segir Auðunn. Þó hann hafi ekki farið út segist hann finna fyrir því að vera kominn inn í það plögg sem fylgir akademíunni. Hann fer þó út til Montreal í haust, þar sem akademían fer fram í ár. „Ég er mjög spenntur að kynnast fólkinu þarna. Maður er að fara hitta fólk sem maður hefði aldrei kynnst á litla Íslandi. Það eru alltaf einhver local legends að kenna þarna og það er mikið af frábæru tónlistarfólki frá Kanada.” Vinnustofuhluti RBMA er haldinn árlega og stendur yfir í fimm vikur. Yfir 4.000 umsóknir berast en oftast eru valdir um 60 þátttakendur og fá þeir aðstöðu í húsi með stóru upptökustúdíói, fyrirlestrasal, útvarpsklefa og svefnherbergjum. Aðilar frá Red Bull Music Academy voru staddir á Íslandi fyrir skömmu í tengslum við Sónar-tónlistarhátíðina, þar sem þeir voru með sitt eigið svið ásamt því að útvarpa beint frá hátíðinni. Auðunn er staddur í Ósló þessa dagana þar sem hann kemur fram á tónlistarhátíðinni Bylarm en tónleika hans á hátíðinni má að hluta rekja til Red Bull akademíunnar. „Þetta gigg kemur í gegnum Red Bull og Airwaves en ég er að spila á Red Bull sviði hérna í Ósló. Þetta er ótrúlega flott hátíð og hérna er mikið af upprennandi artistum frá Skandinavíu.“ Auðunn er að leggja lokahönd á sína fyrstu breiðskífu um þessar mundir en það má segja að þessi væntanlega plata hafi komið honum inn í akademíuna „Ástæðan fyrir því að ég kemst inn í þennan skóla er að ég sendi inn demó af þessari plötur sem ég er að klára þessa dagana.“ Þekktir tónlistarmenn sem hafa útskrifast úr akademíunni eru Nina Kraviz, Flying Lotus, og Lusine. Umsóknareyðublað inn í akademíuna er aðgengilegt á vef Red Bull Music Academy og er umsóknarfresturinn 7. mars.
Airwaves Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Fleiri fréttir Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Sjá meira