Demóið af plötunni veitti inngöngu í Red Bull Music Academy Gunnar Leó Pálsson skrifar 5. mars 2016 10:00 Auðunn Lúthersson tónlistarmaður er á leið í Red Bull Music Academy í haust. vísir/vilhelm Íslenski tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem margir kannast við undir nafninu Auður, var fyrsti Íslendingurinn sem valinn var inn í Red Bull Music Academy. Um er að ræða margverðlaunaða akademíu sem heldur vinnustofur og námskeið á sviði tónlistar í borgum um allan heim. Hann var valinn inn í akademíuna í fyrra og segir hana hafa reynst sér vel. „Það eru ótrúlega margir sem sækja um þarna og það er líka ótrúlega flott fólk að koma út úr þessu eins og til dæmis Hudson Mohawke sem var aðalnúmerið á Sónar,“ segir Auðunn Lúthersson. Hann fór þó ekki út í akademíuna sem átti að fara fram í París eins og gert var ráð fyrir, vegna hræðilegra atburða sem áttu sér stað. „Daginn sem ég átti að fara út þá var gerð þessi hræðilega hryðjuverkaárás og þessu var frestað. Það var mjög skrítið og sorglegt ferli,“ segir Auðunn. Þó hann hafi ekki farið út segist hann finna fyrir því að vera kominn inn í það plögg sem fylgir akademíunni. Hann fer þó út til Montreal í haust, þar sem akademían fer fram í ár. „Ég er mjög spenntur að kynnast fólkinu þarna. Maður er að fara hitta fólk sem maður hefði aldrei kynnst á litla Íslandi. Það eru alltaf einhver local legends að kenna þarna og það er mikið af frábæru tónlistarfólki frá Kanada.” Vinnustofuhluti RBMA er haldinn árlega og stendur yfir í fimm vikur. Yfir 4.000 umsóknir berast en oftast eru valdir um 60 þátttakendur og fá þeir aðstöðu í húsi með stóru upptökustúdíói, fyrirlestrasal, útvarpsklefa og svefnherbergjum. Aðilar frá Red Bull Music Academy voru staddir á Íslandi fyrir skömmu í tengslum við Sónar-tónlistarhátíðina, þar sem þeir voru með sitt eigið svið ásamt því að útvarpa beint frá hátíðinni. Auðunn er staddur í Ósló þessa dagana þar sem hann kemur fram á tónlistarhátíðinni Bylarm en tónleika hans á hátíðinni má að hluta rekja til Red Bull akademíunnar. „Þetta gigg kemur í gegnum Red Bull og Airwaves en ég er að spila á Red Bull sviði hérna í Ósló. Þetta er ótrúlega flott hátíð og hérna er mikið af upprennandi artistum frá Skandinavíu.“ Auðunn er að leggja lokahönd á sína fyrstu breiðskífu um þessar mundir en það má segja að þessi væntanlega plata hafi komið honum inn í akademíuna „Ástæðan fyrir því að ég kemst inn í þennan skóla er að ég sendi inn demó af þessari plötur sem ég er að klára þessa dagana.“ Þekktir tónlistarmenn sem hafa útskrifast úr akademíunni eru Nina Kraviz, Flying Lotus, og Lusine. Umsóknareyðublað inn í akademíuna er aðgengilegt á vef Red Bull Music Academy og er umsóknarfresturinn 7. mars. Airwaves Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Laufey á lista Obama Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
Íslenski tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem margir kannast við undir nafninu Auður, var fyrsti Íslendingurinn sem valinn var inn í Red Bull Music Academy. Um er að ræða margverðlaunaða akademíu sem heldur vinnustofur og námskeið á sviði tónlistar í borgum um allan heim. Hann var valinn inn í akademíuna í fyrra og segir hana hafa reynst sér vel. „Það eru ótrúlega margir sem sækja um þarna og það er líka ótrúlega flott fólk að koma út úr þessu eins og til dæmis Hudson Mohawke sem var aðalnúmerið á Sónar,“ segir Auðunn Lúthersson. Hann fór þó ekki út í akademíuna sem átti að fara fram í París eins og gert var ráð fyrir, vegna hræðilegra atburða sem áttu sér stað. „Daginn sem ég átti að fara út þá var gerð þessi hræðilega hryðjuverkaárás og þessu var frestað. Það var mjög skrítið og sorglegt ferli,“ segir Auðunn. Þó hann hafi ekki farið út segist hann finna fyrir því að vera kominn inn í það plögg sem fylgir akademíunni. Hann fer þó út til Montreal í haust, þar sem akademían fer fram í ár. „Ég er mjög spenntur að kynnast fólkinu þarna. Maður er að fara hitta fólk sem maður hefði aldrei kynnst á litla Íslandi. Það eru alltaf einhver local legends að kenna þarna og það er mikið af frábæru tónlistarfólki frá Kanada.” Vinnustofuhluti RBMA er haldinn árlega og stendur yfir í fimm vikur. Yfir 4.000 umsóknir berast en oftast eru valdir um 60 þátttakendur og fá þeir aðstöðu í húsi með stóru upptökustúdíói, fyrirlestrasal, útvarpsklefa og svefnherbergjum. Aðilar frá Red Bull Music Academy voru staddir á Íslandi fyrir skömmu í tengslum við Sónar-tónlistarhátíðina, þar sem þeir voru með sitt eigið svið ásamt því að útvarpa beint frá hátíðinni. Auðunn er staddur í Ósló þessa dagana þar sem hann kemur fram á tónlistarhátíðinni Bylarm en tónleika hans á hátíðinni má að hluta rekja til Red Bull akademíunnar. „Þetta gigg kemur í gegnum Red Bull og Airwaves en ég er að spila á Red Bull sviði hérna í Ósló. Þetta er ótrúlega flott hátíð og hérna er mikið af upprennandi artistum frá Skandinavíu.“ Auðunn er að leggja lokahönd á sína fyrstu breiðskífu um þessar mundir en það má segja að þessi væntanlega plata hafi komið honum inn í akademíuna „Ástæðan fyrir því að ég kemst inn í þennan skóla er að ég sendi inn demó af þessari plötur sem ég er að klára þessa dagana.“ Þekktir tónlistarmenn sem hafa útskrifast úr akademíunni eru Nina Kraviz, Flying Lotus, og Lusine. Umsóknareyðublað inn í akademíuna er aðgengilegt á vef Red Bull Music Academy og er umsóknarfresturinn 7. mars.
Airwaves Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Laufey á lista Obama Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira