Kenna foreldrum um tafir á byggingu nýs skólahúss Þorgeir Helgason skrifar 28. nóvember 2016 07:00 Dagur B. Eggertsson tók fyrstu skóflustunguna að nýrri viðbyggingu Vesturbæjarskóla í fyrrasumar. vísir/vilhelm Framkvæmdir við viðbyggingu Vesturbæjarskóla hafa tafist um rúmlega ár. Áætlað var að hefja skólahald í viðbyggingunni haustið 2017 en nú er ljóst að það hefst aldrei fyrr en haustið 2018. Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að breyta hafi þurft teikningum til að koma til móts við óskir foreldra en það hafi tekið óþarflega langan tíma. „Ég var lengi formaður foreldrafélagsins og okkur var lofað samráði við hönnun viðbyggingarinnar. Haustið 2014 var stofnaður samráðshópur foreldra til þess að taka þátt í vinnunni. Við vorum hins vegar aldrei kölluð á fund með borgaryfirvöldum. Okkar upplifun var að borgin vildi ekki afskipti foreldra af framkvæmdinni,“ segir Dalla Jóhannsdóttir, foreldri barns í Vesturbæjarskóla.Dalla Jóhannsdóttir, foreldri barns í Vesturbæjarskóla, er hér til vinstri.vísir/anton brinkSíðasta sumar tók Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fyrstu skóflustungurnar að viðbyggingunni. Byggingin mun hýsa hátíðarsal, eldhús og kennslustofur og á að mæta brýnni þörf vegna aukins fjölda nemenda í Vesturbæjarskóla. Jarðvegsframkvæmdir vegna viðbyggingarinnar hófust í fyrrahaust og við þær misstu nemendur helminginn af útisvæði sínu. Dalla segir að upphaflega hafi átt að nota sumarfríið í fyrra til þess að vinna jarðvegsvinnuna á skólalóðinni. Það hafi ekki tekist og framkvæmdirnar hafist á fyrsta skóladegi í fyrra sem hafði í för með sér að mikil læti voru á skólasvæðinu í nokkrar vikur. „Teikningin á viðbyggingunni var klár og við buðum út jarðvinnuna til þess að spara tíma. Það sem gerðist svo var að hönnunin var tekin til endurskoðunar að beiðni foreldrafélagsins sem varð til þess að verkið tafðist. Óskin um endurskoðun kom ekki upp fyrr en eftir að við vorum byrjuð á jarðvinnunni og það hefði verið sérkennilegt að fara að moka ofan í holuna aftur. Við ákváðum því að halda áfram með verkið,“ segir Ámundi Brynjólfsson, skrifstofustjóri mannvirkjaskrifstofu Reykjavíkurborgar. „Þetta er ömurlegt, lóðin er mjög lítil og það er lítið sigrúm fyrir börnin á lóðinni. Við erum mjög hissa á því að ráðist hafi verið í jarðvegsvinnuna strax þegar teikningarnar voru ekki einu sinni tilbúnar,“ segir Dalla. Áætlað er að bygging viðbyggingarinnar hefjist eftir áramót og taki eitt og hálft ár í smíðum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Fleiri fréttir Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Sjá meira
Framkvæmdir við viðbyggingu Vesturbæjarskóla hafa tafist um rúmlega ár. Áætlað var að hefja skólahald í viðbyggingunni haustið 2017 en nú er ljóst að það hefst aldrei fyrr en haustið 2018. Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að breyta hafi þurft teikningum til að koma til móts við óskir foreldra en það hafi tekið óþarflega langan tíma. „Ég var lengi formaður foreldrafélagsins og okkur var lofað samráði við hönnun viðbyggingarinnar. Haustið 2014 var stofnaður samráðshópur foreldra til þess að taka þátt í vinnunni. Við vorum hins vegar aldrei kölluð á fund með borgaryfirvöldum. Okkar upplifun var að borgin vildi ekki afskipti foreldra af framkvæmdinni,“ segir Dalla Jóhannsdóttir, foreldri barns í Vesturbæjarskóla.Dalla Jóhannsdóttir, foreldri barns í Vesturbæjarskóla, er hér til vinstri.vísir/anton brinkSíðasta sumar tók Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fyrstu skóflustungurnar að viðbyggingunni. Byggingin mun hýsa hátíðarsal, eldhús og kennslustofur og á að mæta brýnni þörf vegna aukins fjölda nemenda í Vesturbæjarskóla. Jarðvegsframkvæmdir vegna viðbyggingarinnar hófust í fyrrahaust og við þær misstu nemendur helminginn af útisvæði sínu. Dalla segir að upphaflega hafi átt að nota sumarfríið í fyrra til þess að vinna jarðvegsvinnuna á skólalóðinni. Það hafi ekki tekist og framkvæmdirnar hafist á fyrsta skóladegi í fyrra sem hafði í för með sér að mikil læti voru á skólasvæðinu í nokkrar vikur. „Teikningin á viðbyggingunni var klár og við buðum út jarðvinnuna til þess að spara tíma. Það sem gerðist svo var að hönnunin var tekin til endurskoðunar að beiðni foreldrafélagsins sem varð til þess að verkið tafðist. Óskin um endurskoðun kom ekki upp fyrr en eftir að við vorum byrjuð á jarðvinnunni og það hefði verið sérkennilegt að fara að moka ofan í holuna aftur. Við ákváðum því að halda áfram með verkið,“ segir Ámundi Brynjólfsson, skrifstofustjóri mannvirkjaskrifstofu Reykjavíkurborgar. „Þetta er ömurlegt, lóðin er mjög lítil og það er lítið sigrúm fyrir börnin á lóðinni. Við erum mjög hissa á því að ráðist hafi verið í jarðvegsvinnuna strax þegar teikningarnar voru ekki einu sinni tilbúnar,“ segir Dalla. Áætlað er að bygging viðbyggingarinnar hefjist eftir áramót og taki eitt og hálft ár í smíðum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Fleiri fréttir Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Sjá meira