Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2016 22:09 Kristinn Gylfi Jónsson framkvæmdastjóri Brúnegg ehf. Vísir/GVA Eggjaframleiðandinn Brúnegg ehf. blekkti neytendur á sama tíma og fyrirtækið stóð frammi fyrir vörslusviptingaraðgerð Matvælastofnunnar á hænum í eigu fyrirtækisins. Á umbúðum eggja sem framleidd eru af fyrirtækinu er tekið fram að velferð dýranna séu í hávegum höfð, þrátt fyrir að svo sé ekki. Ljóst er að hænur í eigu fyrirtækisins hafa búið við afar slæman aðbúnað. Áður hafði fyrirtækið jafnframt merkt framleiðslu sína sem vistvæna án þess að uppfylla þar tilgerð skilyrði. Þetta kemur fram í umfjöllun í Kastljósi í kvöld.Svo ammoníaksmettað loft að erfitt var að andaÍ umfjölluninni kemur fram Matvælastofnun hafi gert athugasemdir við það hvernig farið var með hænur fyrirtækisins í júlí 2015 og krafist umbóta en í ljós kom að Brúnegg ehf. hafði ítrekað brotið lög um velferð dýra sem og reglugerðir um velferð alifugla. Þar hafi til að mynda loftræstingu fyrir fuglanna verið ábótavant á sama tíma og alltof margar hænur voru hafðar á hvern fermeter í húsum Brúneggs. Í útttekt Matvælastofnunar kemur fram að í einu húsanna hafi verið 13,4 hænur á fermetra á palli sem þýðir að raunþéttleikinn er 24,4 hænur per fermetra uppá palli. Leyfilegt er að hafa 9 fugla á fermetra þegar allt er opið. Þannig hefðu hænurnar þurft að dúsa í 10 daga og átt að vera í 7-10 daga í viðbót. Matvælastofnun krafðist því umbóta en fyrirtækið varð ekki við því. Í Kastljósi voru sýndar myndir og myndbönd sem sýndu skelfilegan aðbúnað dýranna, en þar kom fram að starfsmenn hefðu sett músaeitur á gólf í forrými þar sem egg væru geymd og að þar hefði einnig fundist dauð mús og lirfur á gólfi. Þá hefði loftið verið svo ammoníaksmettað að erfitt hefði verið að anda. Margt benti jafnframt til þess að fuglarnir hefðu fuglakóleru. Tafarlaust bann á dreifingu eggja og vörslusvipting fuglaÍ nóvember 2015 tók Matvælastofnun því ákvörðun um tafarlaust bann við dreifingu eggja á vegum Brúnegg.ehf og um vörslusviptingu fugla á búum fyrirtækisins. Eftir 77 daga af eftirfylgni og dagsektum sem námu um 2,6 milljónum króna gerði fyrirtækið loks úrbætur á aðstæðum sinna dýra en þurftu til þess að farga 14 þúsund fuglum. Vakna upp spurningar hvort Matvælastofnun hafi brugðist nógu fljótt við en ljóst er að stofnunin vissi frá því í júlí 2015 hvernig aðstæður fuglanna væru og aðhafðist ekkert fyrr en í nóvember sama ár. Framkvæmdastjóri Brúneggs ehf kannast ekki við slæmar aðstæður fuglannaKristinn Gylfi Jónsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins vildi ekki meina að fuglar í eigu fyrirtækisins byggju við bágar aðstæður og sagði að slíkt gæti vissulega komið fyrir en þá væri brugðist við því. Aðspurður hvort að merkingarnar hefðu gefið neytendum rétta mynd af aðbúnaði dýranna játaði Kristinn Gylfi og sagði svo vera í langflestum tilvikum. Þegar Kristinn var spurður fyrir hvað vistvæna merkið stæði fyrir sagði hann að það stæði fyrir góða vist hænsnanna, fyrir hænur sem fengju meira pláss og þyrftu ekki að búa við þröngan kost. Kristinn sagðist standa við það að hlutir væru almennt í lagi þó til væru frávik sem brugðist væri við. Brúneggjamálið Neytendur Landbúnaður Tengdar fréttir Facebook sprakk eftir brúneggjahræru Kastljóss Fólk á vart orð til að lýsa reiði sinni vegna umfjöllunar um aðbúnað hænsna. 28. nóvember 2016 21:28 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Eggjaframleiðandinn Brúnegg ehf. blekkti neytendur á sama tíma og fyrirtækið stóð frammi fyrir vörslusviptingaraðgerð Matvælastofnunnar á hænum í eigu fyrirtækisins. Á umbúðum eggja sem framleidd eru af fyrirtækinu er tekið fram að velferð dýranna séu í hávegum höfð, þrátt fyrir að svo sé ekki. Ljóst er að hænur í eigu fyrirtækisins hafa búið við afar slæman aðbúnað. Áður hafði fyrirtækið jafnframt merkt framleiðslu sína sem vistvæna án þess að uppfylla þar tilgerð skilyrði. Þetta kemur fram í umfjöllun í Kastljósi í kvöld.Svo ammoníaksmettað loft að erfitt var að andaÍ umfjölluninni kemur fram Matvælastofnun hafi gert athugasemdir við það hvernig farið var með hænur fyrirtækisins í júlí 2015 og krafist umbóta en í ljós kom að Brúnegg ehf. hafði ítrekað brotið lög um velferð dýra sem og reglugerðir um velferð alifugla. Þar hafi til að mynda loftræstingu fyrir fuglanna verið ábótavant á sama tíma og alltof margar hænur voru hafðar á hvern fermeter í húsum Brúneggs. Í útttekt Matvælastofnunar kemur fram að í einu húsanna hafi verið 13,4 hænur á fermetra á palli sem þýðir að raunþéttleikinn er 24,4 hænur per fermetra uppá palli. Leyfilegt er að hafa 9 fugla á fermetra þegar allt er opið. Þannig hefðu hænurnar þurft að dúsa í 10 daga og átt að vera í 7-10 daga í viðbót. Matvælastofnun krafðist því umbóta en fyrirtækið varð ekki við því. Í Kastljósi voru sýndar myndir og myndbönd sem sýndu skelfilegan aðbúnað dýranna, en þar kom fram að starfsmenn hefðu sett músaeitur á gólf í forrými þar sem egg væru geymd og að þar hefði einnig fundist dauð mús og lirfur á gólfi. Þá hefði loftið verið svo ammoníaksmettað að erfitt hefði verið að anda. Margt benti jafnframt til þess að fuglarnir hefðu fuglakóleru. Tafarlaust bann á dreifingu eggja og vörslusvipting fuglaÍ nóvember 2015 tók Matvælastofnun því ákvörðun um tafarlaust bann við dreifingu eggja á vegum Brúnegg.ehf og um vörslusviptingu fugla á búum fyrirtækisins. Eftir 77 daga af eftirfylgni og dagsektum sem námu um 2,6 milljónum króna gerði fyrirtækið loks úrbætur á aðstæðum sinna dýra en þurftu til þess að farga 14 þúsund fuglum. Vakna upp spurningar hvort Matvælastofnun hafi brugðist nógu fljótt við en ljóst er að stofnunin vissi frá því í júlí 2015 hvernig aðstæður fuglanna væru og aðhafðist ekkert fyrr en í nóvember sama ár. Framkvæmdastjóri Brúneggs ehf kannast ekki við slæmar aðstæður fuglannaKristinn Gylfi Jónsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins vildi ekki meina að fuglar í eigu fyrirtækisins byggju við bágar aðstæður og sagði að slíkt gæti vissulega komið fyrir en þá væri brugðist við því. Aðspurður hvort að merkingarnar hefðu gefið neytendum rétta mynd af aðbúnaði dýranna játaði Kristinn Gylfi og sagði svo vera í langflestum tilvikum. Þegar Kristinn var spurður fyrir hvað vistvæna merkið stæði fyrir sagði hann að það stæði fyrir góða vist hænsnanna, fyrir hænur sem fengju meira pláss og þyrftu ekki að búa við þröngan kost. Kristinn sagðist standa við það að hlutir væru almennt í lagi þó til væru frávik sem brugðist væri við.
Brúneggjamálið Neytendur Landbúnaður Tengdar fréttir Facebook sprakk eftir brúneggjahræru Kastljóss Fólk á vart orð til að lýsa reiði sinni vegna umfjöllunar um aðbúnað hænsna. 28. nóvember 2016 21:28 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Facebook sprakk eftir brúneggjahræru Kastljóss Fólk á vart orð til að lýsa reiði sinni vegna umfjöllunar um aðbúnað hænsna. 28. nóvember 2016 21:28