VG bætir við sig tæpum sex prósentum Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. maí 2016 05:00 Katrín Jakobsdóttir formaður vinstri grænna tekur fylginu með ró. Möguleiki væri á þrenns konar tveggja flokka stjórn ef kosið yrði til Alþingis í dag. Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn gætu myndað meirihluta, en þessir tveir flokkar gætu líka hvor um sig myndað meirihluta með VG. Þetta má lesa út úr niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Síðasta könnun sem Fréttablaðið gerði og sýndi að mögulegt væri að mynda tveggja flokka stjórn án Pírata var gerð í nóvember 2014, eða fyrir um einu og hálfu ári. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, telur stjórn Sjálfstæðisflokksins og VG þó ólíklegan möguleika að loknum kosningum. „Ég hef alltaf talað fyrir því að ef stjórnarandstaðan fær meirihluta eftir þessar kosningar, þá leitist hún við að mynda ríkisstjórn. Það finnst mér vera eðlilegur valkostur,“ segir Katrín. Rétt tæplega 20 prósent segja að þau myndu kjósa VG ef kosið væri nú, 31,1 prósent Sjálfstæðisflokkinn og 30,3 prósent Pírata. Rúm sjö prósent myndu kjósa Samfylkinguna og tæp sjö prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn. Rúm þrjú prósent myndu kjósa Bjarta framtíð. Ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við könnunina fengi Sjálfstæðisflokkur 21 þingmann kjörinn, Píratar 20, VG fengi 13, Samfylkingin fengi fimm menn og Framsóknarflokkurinn fjóra.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Valli„Hún er mjög athyglisverð þessi fylgisaukning Vinstri grænna. Vinstri græn virðast hafa styrkt stöðu sína verulega í kjölfar þessa stjórnaróróleika sem hefur verið á landinu undanfarnar vikur,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor. „Það er augljóst að bæði Samfylking og Framsóknarflokkur eru í verulegum vanda. Þetta er mjög slæm útkoma fyrir flokkinn sem stýrir ríkisstjórninni annars vegar og hins vegar fyrir stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, sem hefur á þessum tíma verið nokkuð í umfjölluninni vegna formannskjörs.“ Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag leggur Magnús Orri Schram, formannsframbjóðandi Samfylkingar, til að flokkurinn verði lagður niður og nýr jafnaðarflokkur stofnaður í hans stað. Flokkurinn njóti ekki hljómgrunns lengur. „Við höfum fundið fyrir meðbyr upp á síðkastið úti í samfélaginu. Við höfum fundið fyrir auknum áhuga fólks á að taka þátt í okkar starfi,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Fylgi Vinstri grænna er núna um það bil 9 prósentustigum meira en það var í þingkosningum 2013. Formaðurinn segir flokkinn þó halda sínu striki og taka breytingum með ró. „Af því að svona lagað getur sveiflast mjög hratt.“ Katrín segir flokkinn ekki setja sér nein prósentumarkmið fyrir næstu kosningar. „Okkar markmið snúast um að ná sem bestum árangri fyrir okkar stefnu og við setjum engin svona prósentumarkmið.“ Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar gætu myndað ríkisstjórn með 41 þingmann að baki sér. VG gæti líka myndað ríkisstjórn, annaðhvort með Sjálfstæðisflokknum eða Pírötum. Ríkisstjórnir með aðild VG myndu þó hafa afar nauman meirihluta á bak við sig. Ríkisstjórn VG og Pírata hefði 33 þingmenn á bak við sig en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og VG 34. Meirihlutastjórn þarf að hafa minnst 32 þingmenn á bak við sig. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Möguleiki væri á þrenns konar tveggja flokka stjórn ef kosið yrði til Alþingis í dag. Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn gætu myndað meirihluta, en þessir tveir flokkar gætu líka hvor um sig myndað meirihluta með VG. Þetta má lesa út úr niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Síðasta könnun sem Fréttablaðið gerði og sýndi að mögulegt væri að mynda tveggja flokka stjórn án Pírata var gerð í nóvember 2014, eða fyrir um einu og hálfu ári. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, telur stjórn Sjálfstæðisflokksins og VG þó ólíklegan möguleika að loknum kosningum. „Ég hef alltaf talað fyrir því að ef stjórnarandstaðan fær meirihluta eftir þessar kosningar, þá leitist hún við að mynda ríkisstjórn. Það finnst mér vera eðlilegur valkostur,“ segir Katrín. Rétt tæplega 20 prósent segja að þau myndu kjósa VG ef kosið væri nú, 31,1 prósent Sjálfstæðisflokkinn og 30,3 prósent Pírata. Rúm sjö prósent myndu kjósa Samfylkinguna og tæp sjö prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn. Rúm þrjú prósent myndu kjósa Bjarta framtíð. Ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við könnunina fengi Sjálfstæðisflokkur 21 þingmann kjörinn, Píratar 20, VG fengi 13, Samfylkingin fengi fimm menn og Framsóknarflokkurinn fjóra.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Valli„Hún er mjög athyglisverð þessi fylgisaukning Vinstri grænna. Vinstri græn virðast hafa styrkt stöðu sína verulega í kjölfar þessa stjórnaróróleika sem hefur verið á landinu undanfarnar vikur,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor. „Það er augljóst að bæði Samfylking og Framsóknarflokkur eru í verulegum vanda. Þetta er mjög slæm útkoma fyrir flokkinn sem stýrir ríkisstjórninni annars vegar og hins vegar fyrir stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, sem hefur á þessum tíma verið nokkuð í umfjölluninni vegna formannskjörs.“ Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag leggur Magnús Orri Schram, formannsframbjóðandi Samfylkingar, til að flokkurinn verði lagður niður og nýr jafnaðarflokkur stofnaður í hans stað. Flokkurinn njóti ekki hljómgrunns lengur. „Við höfum fundið fyrir meðbyr upp á síðkastið úti í samfélaginu. Við höfum fundið fyrir auknum áhuga fólks á að taka þátt í okkar starfi,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Fylgi Vinstri grænna er núna um það bil 9 prósentustigum meira en það var í þingkosningum 2013. Formaðurinn segir flokkinn þó halda sínu striki og taka breytingum með ró. „Af því að svona lagað getur sveiflast mjög hratt.“ Katrín segir flokkinn ekki setja sér nein prósentumarkmið fyrir næstu kosningar. „Okkar markmið snúast um að ná sem bestum árangri fyrir okkar stefnu og við setjum engin svona prósentumarkmið.“ Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar gætu myndað ríkisstjórn með 41 þingmann að baki sér. VG gæti líka myndað ríkisstjórn, annaðhvort með Sjálfstæðisflokknum eða Pírötum. Ríkisstjórnir með aðild VG myndu þó hafa afar nauman meirihluta á bak við sig. Ríkisstjórn VG og Pírata hefði 33 þingmenn á bak við sig en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og VG 34. Meirihlutastjórn þarf að hafa minnst 32 þingmenn á bak við sig.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira