Sigmundur fær kaldar kveðjur á Facebooksíðu sinni Jakob Bjarnar skrifar 3. apríl 2016 17:54 Facebook-verjar hirða ekkert um að sýna forsætisráðherra kurteisi eða virðingu á hans eigin Facebooksíðu. „Konan mín sem hefur alltaf viljað leggja sitt af mörkum til íslensks samfélags, konan sem tapaði á falli bankanna, taldi sjálfsagt að tapa meiru til að tryggja eignir annarra kröfuhafa, þ.e. sparifjáreigenda,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Facebooksíðu sína. Sigmundur Davíð lítur svo á að eiginkona hans sæti árásum af hálfu Sigrúnar Davíðsdóttur pistlahöfundar á RÚV. En, áður en hann beinir tali sínu að ríkisútvarpinu, finnst honum rétt að koma eftirfarandi á framfæri, þá varðandi eiginkonu sína. „Hún tapaði líka á þeirri leið sem ég boðaði til að koma til móts við skuldsett heimili og verja efnahagsstöðugleika og var öflugasti hvatamaður minn í þeim efnum og tapaði svo loks á því að vilja ekki skapa árekstra með því að kaupa krónur á afslætti og fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum eða verðtryggðum íslenskum hávaxtakrónum. Laun hennar eru þau að RÚV með Sigrúnu Davíðsdóttur í broddi fylkingar, eftir skrif um bankaútrásina, Icesave og vogunarsjóðina, birtir frétt með mynd af henni undir fyrirsögninni: „Wintris-málið: „Íslands sjálftökumenn““ Og Sigmundur Davíð segir þetta ástæðuna fyrir því að hann vilji ekki tala við RÚV. „Svo er ég spurður af hverju ég sé ekki búinn að fara í viðtal á RÚV.“ Þó yfir tvö hundruð manns hafi lækað þessi orð Sigmundar Davíðs vekur athygli hversu afdráttarlausar athugasemdir falla á síðu hans. Fjölmargir hirða hvergi um að sýna forsætisráðherra kurteisi, hvað þá virðingarvott. „Ekkert af því sem Sigmundur Davíð hefur sagt breytir því að hann átti að upplýsa um það fyrir kosningar að konan hans væri kröfuhafi,“ segir einn. Annar segir: „Ætli ruv sé búin að segja "sama frasanb" 7 sinnum?“ Og önnur segir: „“Já, konan mín, konan mín og konan min, skammastu þín...“ Þá eru margir sem skora á Sigmund Davíð að segja af sér: „Sigmundur segðu af þér og axlaðu ábyrgð.“ Og þannig gengur dælan. Athugsemdirnar sýna svo ekki verður um villst að verulega er farið að hrikta í stöðu forsætisráðherra meðal kjósenda. Sjá má færsluna hér neðar og er athyglisvert að lesa hvað Facebookverjum sýnist um orð Sigmundar Davíðs.Konan mín sem hefur alltaf viljað leggja sitt af mörkum til íslensks samfélags, konan sem tapaði á falli bankanna, taldi...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 3. apríl 2016 Panama-skjölin Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira
„Konan mín sem hefur alltaf viljað leggja sitt af mörkum til íslensks samfélags, konan sem tapaði á falli bankanna, taldi sjálfsagt að tapa meiru til að tryggja eignir annarra kröfuhafa, þ.e. sparifjáreigenda,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Facebooksíðu sína. Sigmundur Davíð lítur svo á að eiginkona hans sæti árásum af hálfu Sigrúnar Davíðsdóttur pistlahöfundar á RÚV. En, áður en hann beinir tali sínu að ríkisútvarpinu, finnst honum rétt að koma eftirfarandi á framfæri, þá varðandi eiginkonu sína. „Hún tapaði líka á þeirri leið sem ég boðaði til að koma til móts við skuldsett heimili og verja efnahagsstöðugleika og var öflugasti hvatamaður minn í þeim efnum og tapaði svo loks á því að vilja ekki skapa árekstra með því að kaupa krónur á afslætti og fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum eða verðtryggðum íslenskum hávaxtakrónum. Laun hennar eru þau að RÚV með Sigrúnu Davíðsdóttur í broddi fylkingar, eftir skrif um bankaútrásina, Icesave og vogunarsjóðina, birtir frétt með mynd af henni undir fyrirsögninni: „Wintris-málið: „Íslands sjálftökumenn““ Og Sigmundur Davíð segir þetta ástæðuna fyrir því að hann vilji ekki tala við RÚV. „Svo er ég spurður af hverju ég sé ekki búinn að fara í viðtal á RÚV.“ Þó yfir tvö hundruð manns hafi lækað þessi orð Sigmundar Davíðs vekur athygli hversu afdráttarlausar athugasemdir falla á síðu hans. Fjölmargir hirða hvergi um að sýna forsætisráðherra kurteisi, hvað þá virðingarvott. „Ekkert af því sem Sigmundur Davíð hefur sagt breytir því að hann átti að upplýsa um það fyrir kosningar að konan hans væri kröfuhafi,“ segir einn. Annar segir: „Ætli ruv sé búin að segja "sama frasanb" 7 sinnum?“ Og önnur segir: „“Já, konan mín, konan mín og konan min, skammastu þín...“ Þá eru margir sem skora á Sigmund Davíð að segja af sér: „Sigmundur segðu af þér og axlaðu ábyrgð.“ Og þannig gengur dælan. Athugsemdirnar sýna svo ekki verður um villst að verulega er farið að hrikta í stöðu forsætisráðherra meðal kjósenda. Sjá má færsluna hér neðar og er athyglisvert að lesa hvað Facebookverjum sýnist um orð Sigmundar Davíðs.Konan mín sem hefur alltaf viljað leggja sitt af mörkum til íslensks samfélags, konan sem tapaði á falli bankanna, taldi...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 3. apríl 2016
Panama-skjölin Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira