Ólíklegt að gerðar verði róttækar breytingar á fjárlögum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 4. desember 2016 13:14 Þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra efast um að Alþingi hafi tíma til að gera róttækar breytingar á fjárlagafrumvarpi næsta árs sem kynnt verður í næstu viku. Hins vegar sé ljóst að fjármagna þurfi mörg verkefni, meðal annars samgönguáætlun og lög um almannatryggingar. Alþingi kemur saman í fyrsta sinn eftir alþingiskosningarnar á þriðjudag. Venju samkvæmt tekur sá við starfi forseta Alþingis sem hefur lengsta þingsetu að baki en það mun vera Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. Ekki liggur fyrir hvort hann muni sinna því embætti áfram en formenn stjórnmálaflokkanna koma saman til fundar á morgun þar sem reynt verður að ná samkomulagi um fyrirkomulag þingstarfa. Steingrímur segir það leggjast vel í sig að mæta til þings eftir kosningar þó ekki sé búið að mynda ríkisstjórn. „Það verður í raun áhugavert og gaman að sjá hvort að þingið rísi ekki bara vel undir því verkefni og þeirri ábyrgð. Hún er óvenjulega skýr, þegar ekki er um að ræða einhvern tiltekinn meirihluta heldur er það bara þingið allt sem þarf þá að leysa úr málum,“ segir Steingrímur. Ólíklegt en ekki útilokað Stærsta spurning snýr auðvitað að fjárlögum sem þarf að klára á tiltölulega stuttum tíma. Þau eru tilbúin og miða við ríkisfjármálaáætlun starfandi ríkisstjórnar. Steingrímur telur að minni líkur en meiri séu á því að vilji sé til að gera róttækar breytingar á fyrirliggjandi fjárlögum. „Bæði tímans vegna og vegna þess að menn vita ekki nákvæmlega hvaða flokkar munu standa að baki ríkisstjórn. Ef að þingið verður sammála um að gera breytingar og það tekst í góðu samstarfi að vinna þær inn í fjárlögin þá er ekkert sem útilokar það,“ segir Steingrímur. Hins vegar þurfi að taka afstöðu til þess hvort ekki eigi að fjármagna að fullu þær ákvarðanir se Alþingi hafði þegar tekið eftir að ríkisfjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar var afgreidd. „Ætla menn að tryggja það að í fjárlögum ársins 2017 verði fjárheimildir þannig að hægt sé að standa að fullu við ný lög um almannatryggingar, samgönguáætlun og svo framvegis. Þetta hlýtur að verða eitt af því sem menn skoða,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra efast um að Alþingi hafi tíma til að gera róttækar breytingar á fjárlagafrumvarpi næsta árs sem kynnt verður í næstu viku. Hins vegar sé ljóst að fjármagna þurfi mörg verkefni, meðal annars samgönguáætlun og lög um almannatryggingar. Alþingi kemur saman í fyrsta sinn eftir alþingiskosningarnar á þriðjudag. Venju samkvæmt tekur sá við starfi forseta Alþingis sem hefur lengsta þingsetu að baki en það mun vera Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. Ekki liggur fyrir hvort hann muni sinna því embætti áfram en formenn stjórnmálaflokkanna koma saman til fundar á morgun þar sem reynt verður að ná samkomulagi um fyrirkomulag þingstarfa. Steingrímur segir það leggjast vel í sig að mæta til þings eftir kosningar þó ekki sé búið að mynda ríkisstjórn. „Það verður í raun áhugavert og gaman að sjá hvort að þingið rísi ekki bara vel undir því verkefni og þeirri ábyrgð. Hún er óvenjulega skýr, þegar ekki er um að ræða einhvern tiltekinn meirihluta heldur er það bara þingið allt sem þarf þá að leysa úr málum,“ segir Steingrímur. Ólíklegt en ekki útilokað Stærsta spurning snýr auðvitað að fjárlögum sem þarf að klára á tiltölulega stuttum tíma. Þau eru tilbúin og miða við ríkisfjármálaáætlun starfandi ríkisstjórnar. Steingrímur telur að minni líkur en meiri séu á því að vilji sé til að gera róttækar breytingar á fyrirliggjandi fjárlögum. „Bæði tímans vegna og vegna þess að menn vita ekki nákvæmlega hvaða flokkar munu standa að baki ríkisstjórn. Ef að þingið verður sammála um að gera breytingar og það tekst í góðu samstarfi að vinna þær inn í fjárlögin þá er ekkert sem útilokar það,“ segir Steingrímur. Hins vegar þurfi að taka afstöðu til þess hvort ekki eigi að fjármagna að fullu þær ákvarðanir se Alþingi hafði þegar tekið eftir að ríkisfjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar var afgreidd. „Ætla menn að tryggja það að í fjárlögum ársins 2017 verði fjárheimildir þannig að hægt sé að standa að fullu við ný lög um almannatryggingar, samgönguáætlun og svo framvegis. Þetta hlýtur að verða eitt af því sem menn skoða,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna.
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira