Ólíklegt að gerðar verði róttækar breytingar á fjárlögum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 4. desember 2016 13:14 Þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra efast um að Alþingi hafi tíma til að gera róttækar breytingar á fjárlagafrumvarpi næsta árs sem kynnt verður í næstu viku. Hins vegar sé ljóst að fjármagna þurfi mörg verkefni, meðal annars samgönguáætlun og lög um almannatryggingar. Alþingi kemur saman í fyrsta sinn eftir alþingiskosningarnar á þriðjudag. Venju samkvæmt tekur sá við starfi forseta Alþingis sem hefur lengsta þingsetu að baki en það mun vera Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. Ekki liggur fyrir hvort hann muni sinna því embætti áfram en formenn stjórnmálaflokkanna koma saman til fundar á morgun þar sem reynt verður að ná samkomulagi um fyrirkomulag þingstarfa. Steingrímur segir það leggjast vel í sig að mæta til þings eftir kosningar þó ekki sé búið að mynda ríkisstjórn. „Það verður í raun áhugavert og gaman að sjá hvort að þingið rísi ekki bara vel undir því verkefni og þeirri ábyrgð. Hún er óvenjulega skýr, þegar ekki er um að ræða einhvern tiltekinn meirihluta heldur er það bara þingið allt sem þarf þá að leysa úr málum,“ segir Steingrímur. Ólíklegt en ekki útilokað Stærsta spurning snýr auðvitað að fjárlögum sem þarf að klára á tiltölulega stuttum tíma. Þau eru tilbúin og miða við ríkisfjármálaáætlun starfandi ríkisstjórnar. Steingrímur telur að minni líkur en meiri séu á því að vilji sé til að gera róttækar breytingar á fyrirliggjandi fjárlögum. „Bæði tímans vegna og vegna þess að menn vita ekki nákvæmlega hvaða flokkar munu standa að baki ríkisstjórn. Ef að þingið verður sammála um að gera breytingar og það tekst í góðu samstarfi að vinna þær inn í fjárlögin þá er ekkert sem útilokar það,“ segir Steingrímur. Hins vegar þurfi að taka afstöðu til þess hvort ekki eigi að fjármagna að fullu þær ákvarðanir se Alþingi hafði þegar tekið eftir að ríkisfjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar var afgreidd. „Ætla menn að tryggja það að í fjárlögum ársins 2017 verði fjárheimildir þannig að hægt sé að standa að fullu við ný lög um almannatryggingar, samgönguáætlun og svo framvegis. Þetta hlýtur að verða eitt af því sem menn skoða,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra efast um að Alþingi hafi tíma til að gera róttækar breytingar á fjárlagafrumvarpi næsta árs sem kynnt verður í næstu viku. Hins vegar sé ljóst að fjármagna þurfi mörg verkefni, meðal annars samgönguáætlun og lög um almannatryggingar. Alþingi kemur saman í fyrsta sinn eftir alþingiskosningarnar á þriðjudag. Venju samkvæmt tekur sá við starfi forseta Alþingis sem hefur lengsta þingsetu að baki en það mun vera Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. Ekki liggur fyrir hvort hann muni sinna því embætti áfram en formenn stjórnmálaflokkanna koma saman til fundar á morgun þar sem reynt verður að ná samkomulagi um fyrirkomulag þingstarfa. Steingrímur segir það leggjast vel í sig að mæta til þings eftir kosningar þó ekki sé búið að mynda ríkisstjórn. „Það verður í raun áhugavert og gaman að sjá hvort að þingið rísi ekki bara vel undir því verkefni og þeirri ábyrgð. Hún er óvenjulega skýr, þegar ekki er um að ræða einhvern tiltekinn meirihluta heldur er það bara þingið allt sem þarf þá að leysa úr málum,“ segir Steingrímur. Ólíklegt en ekki útilokað Stærsta spurning snýr auðvitað að fjárlögum sem þarf að klára á tiltölulega stuttum tíma. Þau eru tilbúin og miða við ríkisfjármálaáætlun starfandi ríkisstjórnar. Steingrímur telur að minni líkur en meiri séu á því að vilji sé til að gera róttækar breytingar á fyrirliggjandi fjárlögum. „Bæði tímans vegna og vegna þess að menn vita ekki nákvæmlega hvaða flokkar munu standa að baki ríkisstjórn. Ef að þingið verður sammála um að gera breytingar og það tekst í góðu samstarfi að vinna þær inn í fjárlögin þá er ekkert sem útilokar það,“ segir Steingrímur. Hins vegar þurfi að taka afstöðu til þess hvort ekki eigi að fjármagna að fullu þær ákvarðanir se Alþingi hafði þegar tekið eftir að ríkisfjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar var afgreidd. „Ætla menn að tryggja það að í fjárlögum ársins 2017 verði fjárheimildir þannig að hægt sé að standa að fullu við ný lög um almannatryggingar, samgönguáætlun og svo framvegis. Þetta hlýtur að verða eitt af því sem menn skoða,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira