Innlent

Lögreglumaður ákærður fyrir brot í starfi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur síðar í þessum mánuði.
Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur síðar í þessum mánuði. vísir/gva
Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu, sem sat í gæsluvarðhaldi í byrjun árs, vegna gruns um brot í starfi. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur síðar í þessum mánuði.

Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, er sakaður um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn. Tveir aðrir eru ákærðir í málinu, báðir á fertugsaldri, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur mönnunum ekki verið birt ákæran. RÚV greindi fyrst frá.

Lögreglumaðurinn var starfsmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og hafði starfað þar í nokkur ár. Maðurinn var grunaður um að hafa þegið peningagreiðslur frá brotamanninum, og var hann handtekinn eftir að ríkissaksóknari fékk upptöku af símtali milli hans og brotamanns.

Umræddur brotamaður er vel þekktur úr fíkniefnaheiminum og hafði verið til rannsóknar hjá lögreglu í lengri tíma, en þó aldrei setið inni. Hann hefur hlotið dóma fyrir fíkniefnalagabrot og brot á vopnalögum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×