Loka hluta gistihúss vegna óþrifnaðar Sveinn Arnarsson skrifar 20. júní 2016 07:00 Eigandi gististaðarins Blöndubóls á Blönduósi segir aðfarir gegn staðnum sprottnar upp úr Facebook-færslu erlendra kvenna. Mynd/Google Earth Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra hefur ákveðið að loka hluta gistihússins Blöndubóls á Blönduósi þar til kröfum eftirlitsins verður fullnægt. Verður því ekki hægt að gista í þeim hluta hússins. Þetta er í annað skipti svo vitað sé á þessu ári að heilbrigðiseftirlit lokar gistiaðstöðu fyrir ferðamenn hér á landi. Ákvörðunin um þvingunarúrræði fyrir gististaðinn Blönduból var tekin á fundi heilbrigðiseftirlitsins þann 16. júní síðastliðinn. Eftirlitið ákvað að knýja á um úrbætur sem settar voru fram bréflega tveimur dögum áður. Eigandi gistihússins neitaði að verða við beiðninni og setja fram úrbótaáætlun. Því hafi ekki verið um annað að ræða en að loka staðnum þar til kröfum hefur verið fullnægt.Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra„Við fórum í skoðun á gistihúsinu og gerðum athugasemdir varðandi þrif. Vildum við að því yrði kippt í liðinn og settum við fram kröfur um að bætt yrði úr þrifum og að eigandi myndi setja áætlun af stað til úrbóta þar sem þrifum var ábótavant,“ segir Sigurjón Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi. „Þessum tilmælum þverneitaði eigandinn að fara eftir og því ekki um neitt annað að ræða en að loka þeim hluta gisthússins tímabundið þar sem þrif voru ekki í lagi.“ Jónas Skaftason, eigandi Blöndubóls, er síður en svo ánægður með vinnubrögð heilbrigðisfulltrúans og segir þetta aðfarir gegn sér sem sprottnar eru upp úr einni færslu útlenskra kvenna á Facebook þar sem þær sökuðu staðinn um óþrif. „Það er nú bara þannig að þær pöntuðu gistingu í herbergi en vildu gistingu í sér gisthúsi sem ég er með. Því urðu þær ósáttar og dreifðu á Facebook einhverjum lygapósti,“ segir Jónas. „Þetta er byggt á misskilningi og tittlingaskít og því skil ég ekki alveg þessar aðfarir. „Ég hélt að hann væri að koma hingað út af frárennslismálum hjá Blönduósbæ. Hér í fjörunni liggur klósettpappír og mannaskítur úti um allt. Ég reyndi að sýna honum það en það skipti hann víst engu máli.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra hefur ákveðið að loka hluta gistihússins Blöndubóls á Blönduósi þar til kröfum eftirlitsins verður fullnægt. Verður því ekki hægt að gista í þeim hluta hússins. Þetta er í annað skipti svo vitað sé á þessu ári að heilbrigðiseftirlit lokar gistiaðstöðu fyrir ferðamenn hér á landi. Ákvörðunin um þvingunarúrræði fyrir gististaðinn Blönduból var tekin á fundi heilbrigðiseftirlitsins þann 16. júní síðastliðinn. Eftirlitið ákvað að knýja á um úrbætur sem settar voru fram bréflega tveimur dögum áður. Eigandi gistihússins neitaði að verða við beiðninni og setja fram úrbótaáætlun. Því hafi ekki verið um annað að ræða en að loka staðnum þar til kröfum hefur verið fullnægt.Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra„Við fórum í skoðun á gistihúsinu og gerðum athugasemdir varðandi þrif. Vildum við að því yrði kippt í liðinn og settum við fram kröfur um að bætt yrði úr þrifum og að eigandi myndi setja áætlun af stað til úrbóta þar sem þrifum var ábótavant,“ segir Sigurjón Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi. „Þessum tilmælum þverneitaði eigandinn að fara eftir og því ekki um neitt annað að ræða en að loka þeim hluta gisthússins tímabundið þar sem þrif voru ekki í lagi.“ Jónas Skaftason, eigandi Blöndubóls, er síður en svo ánægður með vinnubrögð heilbrigðisfulltrúans og segir þetta aðfarir gegn sér sem sprottnar eru upp úr einni færslu útlenskra kvenna á Facebook þar sem þær sökuðu staðinn um óþrif. „Það er nú bara þannig að þær pöntuðu gistingu í herbergi en vildu gistingu í sér gisthúsi sem ég er með. Því urðu þær ósáttar og dreifðu á Facebook einhverjum lygapósti,“ segir Jónas. „Þetta er byggt á misskilningi og tittlingaskít og því skil ég ekki alveg þessar aðfarir. „Ég hélt að hann væri að koma hingað út af frárennslismálum hjá Blönduósbæ. Hér í fjörunni liggur klósettpappír og mannaskítur úti um allt. Ég reyndi að sýna honum það en það skipti hann víst engu máli.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira