Loka hluta gistihúss vegna óþrifnaðar Sveinn Arnarsson skrifar 20. júní 2016 07:00 Eigandi gististaðarins Blöndubóls á Blönduósi segir aðfarir gegn staðnum sprottnar upp úr Facebook-færslu erlendra kvenna. Mynd/Google Earth Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra hefur ákveðið að loka hluta gistihússins Blöndubóls á Blönduósi þar til kröfum eftirlitsins verður fullnægt. Verður því ekki hægt að gista í þeim hluta hússins. Þetta er í annað skipti svo vitað sé á þessu ári að heilbrigðiseftirlit lokar gistiaðstöðu fyrir ferðamenn hér á landi. Ákvörðunin um þvingunarúrræði fyrir gististaðinn Blönduból var tekin á fundi heilbrigðiseftirlitsins þann 16. júní síðastliðinn. Eftirlitið ákvað að knýja á um úrbætur sem settar voru fram bréflega tveimur dögum áður. Eigandi gistihússins neitaði að verða við beiðninni og setja fram úrbótaáætlun. Því hafi ekki verið um annað að ræða en að loka staðnum þar til kröfum hefur verið fullnægt.Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra„Við fórum í skoðun á gistihúsinu og gerðum athugasemdir varðandi þrif. Vildum við að því yrði kippt í liðinn og settum við fram kröfur um að bætt yrði úr þrifum og að eigandi myndi setja áætlun af stað til úrbóta þar sem þrifum var ábótavant,“ segir Sigurjón Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi. „Þessum tilmælum þverneitaði eigandinn að fara eftir og því ekki um neitt annað að ræða en að loka þeim hluta gisthússins tímabundið þar sem þrif voru ekki í lagi.“ Jónas Skaftason, eigandi Blöndubóls, er síður en svo ánægður með vinnubrögð heilbrigðisfulltrúans og segir þetta aðfarir gegn sér sem sprottnar eru upp úr einni færslu útlenskra kvenna á Facebook þar sem þær sökuðu staðinn um óþrif. „Það er nú bara þannig að þær pöntuðu gistingu í herbergi en vildu gistingu í sér gisthúsi sem ég er með. Því urðu þær ósáttar og dreifðu á Facebook einhverjum lygapósti,“ segir Jónas. „Þetta er byggt á misskilningi og tittlingaskít og því skil ég ekki alveg þessar aðfarir. „Ég hélt að hann væri að koma hingað út af frárennslismálum hjá Blönduósbæ. Hér í fjörunni liggur klósettpappír og mannaskítur úti um allt. Ég reyndi að sýna honum það en það skipti hann víst engu máli.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra hefur ákveðið að loka hluta gistihússins Blöndubóls á Blönduósi þar til kröfum eftirlitsins verður fullnægt. Verður því ekki hægt að gista í þeim hluta hússins. Þetta er í annað skipti svo vitað sé á þessu ári að heilbrigðiseftirlit lokar gistiaðstöðu fyrir ferðamenn hér á landi. Ákvörðunin um þvingunarúrræði fyrir gististaðinn Blönduból var tekin á fundi heilbrigðiseftirlitsins þann 16. júní síðastliðinn. Eftirlitið ákvað að knýja á um úrbætur sem settar voru fram bréflega tveimur dögum áður. Eigandi gistihússins neitaði að verða við beiðninni og setja fram úrbótaáætlun. Því hafi ekki verið um annað að ræða en að loka staðnum þar til kröfum hefur verið fullnægt.Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra„Við fórum í skoðun á gistihúsinu og gerðum athugasemdir varðandi þrif. Vildum við að því yrði kippt í liðinn og settum við fram kröfur um að bætt yrði úr þrifum og að eigandi myndi setja áætlun af stað til úrbóta þar sem þrifum var ábótavant,“ segir Sigurjón Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi. „Þessum tilmælum þverneitaði eigandinn að fara eftir og því ekki um neitt annað að ræða en að loka þeim hluta gisthússins tímabundið þar sem þrif voru ekki í lagi.“ Jónas Skaftason, eigandi Blöndubóls, er síður en svo ánægður með vinnubrögð heilbrigðisfulltrúans og segir þetta aðfarir gegn sér sem sprottnar eru upp úr einni færslu útlenskra kvenna á Facebook þar sem þær sökuðu staðinn um óþrif. „Það er nú bara þannig að þær pöntuðu gistingu í herbergi en vildu gistingu í sér gisthúsi sem ég er með. Því urðu þær ósáttar og dreifðu á Facebook einhverjum lygapósti,“ segir Jónas. „Þetta er byggt á misskilningi og tittlingaskít og því skil ég ekki alveg þessar aðfarir. „Ég hélt að hann væri að koma hingað út af frárennslismálum hjá Blönduósbæ. Hér í fjörunni liggur klósettpappír og mannaskítur úti um allt. Ég reyndi að sýna honum það en það skipti hann víst engu máli.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira