Aðeins fastráðnir starfsmenn Icelandair fá heyrnarsíur vegna hávaða Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 27. ágúst 2016 07:00 Ástæðan fyrir því að einungis fastráðnir fá síurnar er mikill kostnaður. Vinnumarkaður Fastráðnir flugliðar hjá Icelandair eru einu flugliðar félagsins sem fá sérútbúnar heyrnasíur til að deyfa hávaða um borð í vélunum. Þetta staðfestir Sigríður Ása Harðardóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Nýliðar fá ekki heyrnarsíur. Í vikunni var greint frá auknum veikindum starfsmanna Icelandair og að gripið hafi verið til umfangsmikilla aðgerða vegnn málsins. Og Axel F. Sigurðsson, trúnaðarlæknir Icelandair, hefur sagt að verið væri að skoða hvers vegna veikindi hefðu aukist undanfarna mánuði.Hilmar B. Baldursson, flugrekstrarstjóri Icelandair.Flugliðar hafa greint frá því að mikill munur væri á því að fljúga með nýjustu vél félagsins og eldri vélum flotans. Hávaði um borð í nýjustu vél Icelandair er sagður minni og loftið betra. Sigríður Ása útskýrir að töluvert ferli fylgi því að fá síurnar, þar sem hver sía er smíðuð sérstaklega í Svíþjóð. Eftir ferlið þarf hver starfsmaður að mæta í mælingu svo hægt sé að mæla hvort vinnuumhverfið skaði í raun heyrn starfsmanna. „Ástæðan fyrir því að einungis fastráðnir fái síurnar er mikill kostnaður á bak við þetta verkefni, en á meðan unnið er að rannsóknum í tengslum við síurnar er nærtækast að taka þá flugliða sem hafa verið að fljúga til lengri tíma,“ segir hún og bætir við að ástæðan sé sú að heyrnarskemmdir mælist ekki á þeim örfáu mánuðum sem hlutastarfsmaður er við störf.“ Sigríður Ása viðurkennir að best væri að nýir starfsmenn sem prófi sig áfram í þessum bransa fengju einnig heyrnasíur. „En þar sem þetta verkefni er stórt og kostnaðarsamt var ákveðið að fara hægt og rólega í það.“ Sigríður Ása segir einnig að ekki megi gleyma því að allir þeir sem byrja að fljúga finni fyrir því að vinnuumhverfið er allt öðruvísi en á jörðinni. Flugliðar vinni í minna súrefni en hreyfi sig töluvert mikið. Algengt sé að nýir flugliðar geti fundið fyrir vægri flugveiki og vanlíðan. Kvartanir yfir hávaða um borð í flugvélum flota Icelandair hafa borist flugfélaginu sjálfu. Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, segir þó engar formlegar kvartanir hafa borist stofuninni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Vinnumarkaður Fastráðnir flugliðar hjá Icelandair eru einu flugliðar félagsins sem fá sérútbúnar heyrnasíur til að deyfa hávaða um borð í vélunum. Þetta staðfestir Sigríður Ása Harðardóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Nýliðar fá ekki heyrnarsíur. Í vikunni var greint frá auknum veikindum starfsmanna Icelandair og að gripið hafi verið til umfangsmikilla aðgerða vegnn málsins. Og Axel F. Sigurðsson, trúnaðarlæknir Icelandair, hefur sagt að verið væri að skoða hvers vegna veikindi hefðu aukist undanfarna mánuði.Hilmar B. Baldursson, flugrekstrarstjóri Icelandair.Flugliðar hafa greint frá því að mikill munur væri á því að fljúga með nýjustu vél félagsins og eldri vélum flotans. Hávaði um borð í nýjustu vél Icelandair er sagður minni og loftið betra. Sigríður Ása útskýrir að töluvert ferli fylgi því að fá síurnar, þar sem hver sía er smíðuð sérstaklega í Svíþjóð. Eftir ferlið þarf hver starfsmaður að mæta í mælingu svo hægt sé að mæla hvort vinnuumhverfið skaði í raun heyrn starfsmanna. „Ástæðan fyrir því að einungis fastráðnir fái síurnar er mikill kostnaður á bak við þetta verkefni, en á meðan unnið er að rannsóknum í tengslum við síurnar er nærtækast að taka þá flugliða sem hafa verið að fljúga til lengri tíma,“ segir hún og bætir við að ástæðan sé sú að heyrnarskemmdir mælist ekki á þeim örfáu mánuðum sem hlutastarfsmaður er við störf.“ Sigríður Ása viðurkennir að best væri að nýir starfsmenn sem prófi sig áfram í þessum bransa fengju einnig heyrnasíur. „En þar sem þetta verkefni er stórt og kostnaðarsamt var ákveðið að fara hægt og rólega í það.“ Sigríður Ása segir einnig að ekki megi gleyma því að allir þeir sem byrja að fljúga finni fyrir því að vinnuumhverfið er allt öðruvísi en á jörðinni. Flugliðar vinni í minna súrefni en hreyfi sig töluvert mikið. Algengt sé að nýir flugliðar geti fundið fyrir vægri flugveiki og vanlíðan. Kvartanir yfir hávaða um borð í flugvélum flota Icelandair hafa borist flugfélaginu sjálfu. Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, segir þó engar formlegar kvartanir hafa borist stofuninni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira