Keep Frozen hlaut Einarinn Nanna Elísa Jakobsdóttr skrifar 16. maí 2016 12:04 Hér má sjá sigurvegarana ásamt tökumanninum Dennis Helm. „Keep Frozen“ eftir Huldu Rós Guðnadóttur og í framleiðslu Helgu Rakelar Rafnsdóttur hlaut Einarinn, áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar. Þetta kemur fram á Klapptré. Hulda og Helga hafa áður hlotið þessi verðlaun en þær unnu einnig fyrir myndina Kjötborg árið 2008. „Keep frozen“ fjallar um frystitogara. „Á kaldri vetrarnóttu siglir drekkhlaðinn frystitogari inn í gömlu höfnina í Reykjavík. Í frystilestinni eru 20.000 fiskikassar, hitastigið er -35 C. Hópur manna hefur tvo sólarhringa til að tæma skipið. Á meðan við fylgjumst með þeim framkvæma hið ómögulega heyrum við sögur af karlmennsku og rómantík, gamni og dauðans alvöru.“ Með þessum hætti er myndinni lýst á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Skjaldborg er hátíð íslenskra heimildarmynda og var haldin í tíunda sinn í ár. Hún er haldin á Patreksfirði og fór fram dagana 13. – 16. maí. „Keep Frozen“ verður sýnd í Bíó Paradís frá og með morgundeginum í að minnsta kosti tvær vikur. „Auk þess að frumsýna nýjar íslenskar heimildamyndir er hátíðinni ætlað að vera tækifæri fyrir kvikmyndagerðarfólk og áhugamenn um heimildamyndir til að koma saman. Í lok hátíðarinnar verður besta heimildamyndin á Skjaldborg 2016 valin af áhorfendum. Skjaldborg sýnir heimildamyndir sem annars kæmu varla fyrir augu almennings og ber jafna virðingu fyrir hinu smáa, stóra, skrýtna og fokdýra. Á dagskrá hátíðarinnar hafa verið bæði örstuttar myndir og í fullri lengd og efnistökin fjölbreytt.“ KEEP FROZEN Í Bío Paradís from Hulda Ros Gudnadottir on Vimeo. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Skjaldborg tíunda árið í röð Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda – verður haldin um hvítasunnuhelgina, 13. – 16. maí í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði. 22. febrúar 2016 17:30 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Keep Frozen“ eftir Huldu Rós Guðnadóttur og í framleiðslu Helgu Rakelar Rafnsdóttur hlaut Einarinn, áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar. Þetta kemur fram á Klapptré. Hulda og Helga hafa áður hlotið þessi verðlaun en þær unnu einnig fyrir myndina Kjötborg árið 2008. „Keep frozen“ fjallar um frystitogara. „Á kaldri vetrarnóttu siglir drekkhlaðinn frystitogari inn í gömlu höfnina í Reykjavík. Í frystilestinni eru 20.000 fiskikassar, hitastigið er -35 C. Hópur manna hefur tvo sólarhringa til að tæma skipið. Á meðan við fylgjumst með þeim framkvæma hið ómögulega heyrum við sögur af karlmennsku og rómantík, gamni og dauðans alvöru.“ Með þessum hætti er myndinni lýst á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Skjaldborg er hátíð íslenskra heimildarmynda og var haldin í tíunda sinn í ár. Hún er haldin á Patreksfirði og fór fram dagana 13. – 16. maí. „Keep Frozen“ verður sýnd í Bíó Paradís frá og með morgundeginum í að minnsta kosti tvær vikur. „Auk þess að frumsýna nýjar íslenskar heimildamyndir er hátíðinni ætlað að vera tækifæri fyrir kvikmyndagerðarfólk og áhugamenn um heimildamyndir til að koma saman. Í lok hátíðarinnar verður besta heimildamyndin á Skjaldborg 2016 valin af áhorfendum. Skjaldborg sýnir heimildamyndir sem annars kæmu varla fyrir augu almennings og ber jafna virðingu fyrir hinu smáa, stóra, skrýtna og fokdýra. Á dagskrá hátíðarinnar hafa verið bæði örstuttar myndir og í fullri lengd og efnistökin fjölbreytt.“ KEEP FROZEN Í Bío Paradís from Hulda Ros Gudnadottir on Vimeo.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Skjaldborg tíunda árið í röð Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda – verður haldin um hvítasunnuhelgina, 13. – 16. maí í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði. 22. febrúar 2016 17:30 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Skjaldborg tíunda árið í röð Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda – verður haldin um hvítasunnuhelgina, 13. – 16. maí í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði. 22. febrúar 2016 17:30