Ekki náðst samstaða um málefni í stjórnarmyndunarþreifingum Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2016 19:00 Hljóðið er farið að þyngjast í formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að ekki hafi tekist að ná saman um málefni og að sumir hafi verið allt of fljótir að útiloka ýmislegt í stöðunni. Nú þegar vika er liðin frá því forseti Íslands veitti Bjarna Benediktssyni umboð til að mynda ríkisstjórn er greinilegt að það er farið að þyngjast undir fæti hjá honum. Ef honum tekst ekki á allra næstu dögum að hefja formlegar viðræður við leiðtoga annarra flokka um stjórnarmyndun er líklegt að hann skili umboðinu aftur til forsetans. Bjarni fundaði eina ferðina enn með þingflokki sínum í hádeginu í dag og virtist ekki vongóður um niðurstöðu í óformlegum viðræðum sem hann hefur átt í undanfarna tæpu viku með leiðtogum annarra flokka, en var þó spar á yfirlýsingar. „Ég get svo sem sagt að í þessum samtölum sem ég hef átt við formenn annarra flokka hafa línurnar smám saman verið að skýrast. En það er eftir sem áður staðan að þetta er ekki alveg auðsótt að mynda ríkisstjórn,“ segir Bjarni og ítrekaði fyrri yfirlýsingar um að hann teldi að koma yrði á formlegum viðræðum fyrir lok þessarar viku. „Eða horfast í augu við það að menn ná þessu ekki saman.“Þannig að það er jafnvel möguleiki að þér takist ekki að mynda stjórn sem þú telur nógu trausta? „Ég hef aldrei útilokað það. Ég hef alltaf sagt að þetta væri krefjandi,“ segir Bjarni. Hins vegar hafi hann bundið vonir við tóninn í mörgum um að þeir vildu vinna úr niðurstöðu kosninganna, sem væri ákall um að menn sýndu samstarfsvilja. „En mér finnst menn hafa gert full mikið af því í næsta orði að útiloka ýmsa valkosti og það þrengir stöðuna mjög mikið,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Augljósasta þriggja flokka stjórnin er stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem hefði lágmarks meirihluta á bakvið sig á Alþingi. Bjarni hefur áður sagt að honum þætti ókostur hvað þessi meirihluti væri tæpur. „En menn verða auðvitað líka að ná saman málefnalega. Af þeim samtölum sem hafa átt sér stað; vissulega margir snertifletir en alls ekki sjálfgefið að menn nái sér saman um megináherslur.“Myndir þú segja að það væri 50/50 að þér tækis þetta? „Ég ætla ekki að taka þátt í þessum leik. Ég er bara að vinna í þessu máli. Ég get eiginlega ekki sagt meira en þetta,“ segir Bjarni Benediktsson. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Lítil bjartsýni í svörum Bjarna Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki útilokað að honum takist ekki að mynda ríkisstjórn. 9. nóvember 2016 13:16 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Hljóðið er farið að þyngjast í formanni Sjálfstæðisflokksins varðandi möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að ekki hafi tekist að ná saman um málefni og að sumir hafi verið allt of fljótir að útiloka ýmislegt í stöðunni. Nú þegar vika er liðin frá því forseti Íslands veitti Bjarna Benediktssyni umboð til að mynda ríkisstjórn er greinilegt að það er farið að þyngjast undir fæti hjá honum. Ef honum tekst ekki á allra næstu dögum að hefja formlegar viðræður við leiðtoga annarra flokka um stjórnarmyndun er líklegt að hann skili umboðinu aftur til forsetans. Bjarni fundaði eina ferðina enn með þingflokki sínum í hádeginu í dag og virtist ekki vongóður um niðurstöðu í óformlegum viðræðum sem hann hefur átt í undanfarna tæpu viku með leiðtogum annarra flokka, en var þó spar á yfirlýsingar. „Ég get svo sem sagt að í þessum samtölum sem ég hef átt við formenn annarra flokka hafa línurnar smám saman verið að skýrast. En það er eftir sem áður staðan að þetta er ekki alveg auðsótt að mynda ríkisstjórn,“ segir Bjarni og ítrekaði fyrri yfirlýsingar um að hann teldi að koma yrði á formlegum viðræðum fyrir lok þessarar viku. „Eða horfast í augu við það að menn ná þessu ekki saman.“Þannig að það er jafnvel möguleiki að þér takist ekki að mynda stjórn sem þú telur nógu trausta? „Ég hef aldrei útilokað það. Ég hef alltaf sagt að þetta væri krefjandi,“ segir Bjarni. Hins vegar hafi hann bundið vonir við tóninn í mörgum um að þeir vildu vinna úr niðurstöðu kosninganna, sem væri ákall um að menn sýndu samstarfsvilja. „En mér finnst menn hafa gert full mikið af því í næsta orði að útiloka ýmsa valkosti og það þrengir stöðuna mjög mikið,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Augljósasta þriggja flokka stjórnin er stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem hefði lágmarks meirihluta á bakvið sig á Alþingi. Bjarni hefur áður sagt að honum þætti ókostur hvað þessi meirihluti væri tæpur. „En menn verða auðvitað líka að ná saman málefnalega. Af þeim samtölum sem hafa átt sér stað; vissulega margir snertifletir en alls ekki sjálfgefið að menn nái sér saman um megináherslur.“Myndir þú segja að það væri 50/50 að þér tækis þetta? „Ég ætla ekki að taka þátt í þessum leik. Ég er bara að vinna í þessu máli. Ég get eiginlega ekki sagt meira en þetta,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Lítil bjartsýni í svörum Bjarna Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki útilokað að honum takist ekki að mynda ríkisstjórn. 9. nóvember 2016 13:16 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Lítil bjartsýni í svörum Bjarna Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki útilokað að honum takist ekki að mynda ríkisstjórn. 9. nóvember 2016 13:16