Vigdís Hauksdóttir hættir á þingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júlí 2016 10:19 Vigdís Hauksdóttir alþingismaður vísir/pjetur Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næstu þingkosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hún sendi fjölmiðlum rétt í þessu. Í tilkynningu Vigdísar kemur fram að hún hafi ákveðið í samráði við sína nánustu að sækjast ekki eftir oddvitasæti Framsóknarflokksins í Reykjavík á ný. Vigdís hefur verið einn litríkasti þingmaðurinn síðan hún tók sæti á Alþingi eftir þingkosningar 2009 en jafnframt einn sá umdeildasti. Oft hafa ummæli hennar á þingi, í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum vakið athygli og nú seinast um helgina vakti færsla hennar á Facebook og Twitter um nýkjörinn forseta Guðna Th. Jóhannesson nokkra athygli. „Hætta skal hverjum leik þá hæst hann stendur – ég er stolt af verkum mínum á Alþingi – þar sem ég hef lagt allt undir fyrir land og þjóð. Má þar nefna Icesave og baráttuna gegn ESB umsókninni, aðförina að stjórnarskránni, baráttuna við kröfuhafana sem leiddu loks til skuldaniðurfellingar fyrir heimilin í landinu svo eitthvað sé nefnt. Nú er framtíðin björt fyrir land og þjóð – það var ekki svo þegar ég hóf störf sem þingmaður. Á árabilinu 2009 – 2013 var þjóðinni sundrað með sífelldum átakamálum í stað samheldni. Síðasta stóra verkefnið mitt áður en ég læt af þingmennsku er að leiða fram staðreyndir um afhendingu tveggja stóru bankanna til kröfuhafanna og upplýsa um vinnubrögð kringum Landsbankann og Icesave. Öll gögn liggja nú fyrir og verður upplýst um þessi mál í sumarlok,“ segir Vigdís í tilkynningu sinni. Þá segir hún jafnframt að lífið hafi alltaf verið henni gott og fært henni nýjar og spennand áskoranir, tækifæri og úrlausnarefni þegar hún hafi ákveðið að skipta um starfsvettvang og hún trúi því að svo verði einnig nú en tilkynningu þingkonunnar má sjá í heild hér að neðan:Í samráði við mína nánustu hef ég ákveðið að sækjast ekki eftir oddvitasæti Framsóknarflokksins í Reykjavík og læt ég þar með af þingmennsku fyrir flokkinn eftir næstu alþingiskosningar. Hætta skal hverjum leik þá hæst hann stendur – ég er stolt af verkum mínum á Alþingi – þar sem ég hef lagt allt undir fyrir land og þjóð. Má þar nefna Icesave og baráttuna gegn ESB umsókninni, aðförina að stjórnarskránni, baráttuna við kröfuhafana sem leiddu loks til skuldaniðurfellingar fyrir heimilin í landinu svo eitthvað sé nefnt. Nú er framtíðin björt fyrir land og þjóð – það var ekki svo þegar ég hóf störf sem þingmaður. Á árabilinu 2009 – 2013 var þjóðinni sundrað með sífelldum átakamálum í stað samheldni. Síðasta stóra verkefnið mitt áður en ég læt af þingmennsku er að leiða fram staðreyndir um afhendingu tveggja stóru bankanna til kröfuhafanna og upplýsa um vinnubrögð kringum Landsbankann og Icesave. Öll gögn liggja nú fyrir og verður upplýst um þessi mál í sumarlok.Lífið hefur alltaf verið mér gott og fært mér nýjar og spennandi áskoranir, tækifæri og úrlausnarefni þegar ég hef ákveðið breyta um vettvang og trúi ég að svo verði einnig nú.Ég þakka framsóknarmönnum í Reykjavík og kjósendum mínum í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir stuðninginn. Einnig þakka ég mikinn og áþreifanlegan stuðning í starfi mínu frá fólki hvaðanæva af landinu og Íslendingum búsettum erlendis langt, langt út fyrir flokksraðir. Sá stuðningur er ómetanlegur og hefur drifið mig áfram í baráttunni fyrir land og þjóð.Megi Ísland verða frjálst, sjálfstætt og fullvalda ríki um ókomin ár.Með kveðju, Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næstu þingkosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hún sendi fjölmiðlum rétt í þessu. Í tilkynningu Vigdísar kemur fram að hún hafi ákveðið í samráði við sína nánustu að sækjast ekki eftir oddvitasæti Framsóknarflokksins í Reykjavík á ný. Vigdís hefur verið einn litríkasti þingmaðurinn síðan hún tók sæti á Alþingi eftir þingkosningar 2009 en jafnframt einn sá umdeildasti. Oft hafa ummæli hennar á þingi, í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum vakið athygli og nú seinast um helgina vakti færsla hennar á Facebook og Twitter um nýkjörinn forseta Guðna Th. Jóhannesson nokkra athygli. „Hætta skal hverjum leik þá hæst hann stendur – ég er stolt af verkum mínum á Alþingi – þar sem ég hef lagt allt undir fyrir land og þjóð. Má þar nefna Icesave og baráttuna gegn ESB umsókninni, aðförina að stjórnarskránni, baráttuna við kröfuhafana sem leiddu loks til skuldaniðurfellingar fyrir heimilin í landinu svo eitthvað sé nefnt. Nú er framtíðin björt fyrir land og þjóð – það var ekki svo þegar ég hóf störf sem þingmaður. Á árabilinu 2009 – 2013 var þjóðinni sundrað með sífelldum átakamálum í stað samheldni. Síðasta stóra verkefnið mitt áður en ég læt af þingmennsku er að leiða fram staðreyndir um afhendingu tveggja stóru bankanna til kröfuhafanna og upplýsa um vinnubrögð kringum Landsbankann og Icesave. Öll gögn liggja nú fyrir og verður upplýst um þessi mál í sumarlok,“ segir Vigdís í tilkynningu sinni. Þá segir hún jafnframt að lífið hafi alltaf verið henni gott og fært henni nýjar og spennand áskoranir, tækifæri og úrlausnarefni þegar hún hafi ákveðið að skipta um starfsvettvang og hún trúi því að svo verði einnig nú en tilkynningu þingkonunnar má sjá í heild hér að neðan:Í samráði við mína nánustu hef ég ákveðið að sækjast ekki eftir oddvitasæti Framsóknarflokksins í Reykjavík og læt ég þar með af þingmennsku fyrir flokkinn eftir næstu alþingiskosningar. Hætta skal hverjum leik þá hæst hann stendur – ég er stolt af verkum mínum á Alþingi – þar sem ég hef lagt allt undir fyrir land og þjóð. Má þar nefna Icesave og baráttuna gegn ESB umsókninni, aðförina að stjórnarskránni, baráttuna við kröfuhafana sem leiddu loks til skuldaniðurfellingar fyrir heimilin í landinu svo eitthvað sé nefnt. Nú er framtíðin björt fyrir land og þjóð – það var ekki svo þegar ég hóf störf sem þingmaður. Á árabilinu 2009 – 2013 var þjóðinni sundrað með sífelldum átakamálum í stað samheldni. Síðasta stóra verkefnið mitt áður en ég læt af þingmennsku er að leiða fram staðreyndir um afhendingu tveggja stóru bankanna til kröfuhafanna og upplýsa um vinnubrögð kringum Landsbankann og Icesave. Öll gögn liggja nú fyrir og verður upplýst um þessi mál í sumarlok.Lífið hefur alltaf verið mér gott og fært mér nýjar og spennandi áskoranir, tækifæri og úrlausnarefni þegar ég hef ákveðið breyta um vettvang og trúi ég að svo verði einnig nú.Ég þakka framsóknarmönnum í Reykjavík og kjósendum mínum í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir stuðninginn. Einnig þakka ég mikinn og áþreifanlegan stuðning í starfi mínu frá fólki hvaðanæva af landinu og Íslendingum búsettum erlendis langt, langt út fyrir flokksraðir. Sá stuðningur er ómetanlegur og hefur drifið mig áfram í baráttunni fyrir land og þjóð.Megi Ísland verða frjálst, sjálfstætt og fullvalda ríki um ókomin ár.Með kveðju, Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Sjá meira