Á Facebook-síðu sinni segir Vigdís að viðtalið hafi verið „arfaslakt“ og að umræðuefnið hafi verið „allt og ekkert.“
Vigdís baðst undan viðtali við fréttastofu þegar falast var eftir nánari útlistun á ummælum hennar og sagði að Facebook væri fyrst og fremst „hugarfjölmiðill“.

„Ég held að við höfum allar forsendur til að búa fólki hér nýja veröld, búa því nýtt líf án þess að okkar samfélag skaðist á nokkurn hátt. Við höfum tekið á móti fólki, við verðum að halda því áfram,“ sagði Guðni og bætti við að stundum væri það svo að hræðslan væri skynseminni yfirsterkari í málefnum sem þessum.
Viðtalið við Guðna má heyra í heild sinni hér.