Hjólaði 200 kílómetra til þess að kjósa Þorgeir Helgason skrifar 26. október 2016 07:00 Jón Eggert Guðmundsson þegar hann kom í mark í sumar í Hafnarfirði eftir að hafa hjólað hringinn í kringum landið. vísir/hanna Jón Eggert Guðmundsson, hjólagarpur og tölvunarfræðingur, hjólaði sem nemur um 200 kílómetrum til þess að kjósa til Alþingis. „Þetta var þrælskemmtilegur hjólatúr,“ segir Jón en hann er búsettur í Bandaríkjunum. Ferðalagið hófst heima hjá Jóni við Palmetto-flóa í Miami í Flórídaríki og leiðin lá að kjörræðisskrifstofu Íslands á Pompano-ströndinni. „Leiðin var falleg og lá meðfram ströndinni mestalla leiðina. Þarna er mikið af veitingastöðum og skemmtilegt mannlíf,“ segir Jón. Ferðalagið hófst klukkan fjögur um morgun en Jón þurfti að leggja snemma af stað til þess að komast í tæka tíð á kjörræðisskrifstofuna. Ferðin gekk áfallalaust fyrir sig en hann var kominn heim tæpum tólf tímum eftir að hann lagði í hann. „Það er mikilvægt að nýta kosningaréttinn og ég hvet alla til þess að fara og kjósa, burtséð frá því hvaða flokk fólk kýs,“ segir Jón og hlær. Jón vann það afrek síðasta sumar að hjóla strandvegi Íslands. Ferðalagið tók tæpar fjórar vikur og fór Jón um 125 kílómetra á dag. Tíu ár eru síðan Jón Eggert gekk sömu strandvegi en í bæði skiptin var markmiðið að safna áheitum fyrir Krabbameinsfélagið. „Ég hjóla reglulega langar vegalengdir og nú þyrsti mig í slíkan hjólatúr. Ég ákvað því skella mér á hjólinu til þess að kjósa. Þetta var léttur túr enda eru 200 kílómetrar ekkert svo mikið fyrir vanan mann,“ segir Jón. Næst á dagskrá hjá Jóni er að synda í kringum Ísland. „Ég ætla að byrja á Breiðafirði af því að fólk hefur synt hann. Ég get nýtt mér þá reynslu,“ segir Jón sem reiknar með að taka sex sumur í að synda í kringum landið, í áföngum. Hann ætli að geyma Suðurlandið og Faxaflóann þar til síðast en hann kveðst þó eiga eftir að spá aðeins betur í það.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Jón Eggert Guðmundsson, hjólagarpur og tölvunarfræðingur, hjólaði sem nemur um 200 kílómetrum til þess að kjósa til Alþingis. „Þetta var þrælskemmtilegur hjólatúr,“ segir Jón en hann er búsettur í Bandaríkjunum. Ferðalagið hófst heima hjá Jóni við Palmetto-flóa í Miami í Flórídaríki og leiðin lá að kjörræðisskrifstofu Íslands á Pompano-ströndinni. „Leiðin var falleg og lá meðfram ströndinni mestalla leiðina. Þarna er mikið af veitingastöðum og skemmtilegt mannlíf,“ segir Jón. Ferðalagið hófst klukkan fjögur um morgun en Jón þurfti að leggja snemma af stað til þess að komast í tæka tíð á kjörræðisskrifstofuna. Ferðin gekk áfallalaust fyrir sig en hann var kominn heim tæpum tólf tímum eftir að hann lagði í hann. „Það er mikilvægt að nýta kosningaréttinn og ég hvet alla til þess að fara og kjósa, burtséð frá því hvaða flokk fólk kýs,“ segir Jón og hlær. Jón vann það afrek síðasta sumar að hjóla strandvegi Íslands. Ferðalagið tók tæpar fjórar vikur og fór Jón um 125 kílómetra á dag. Tíu ár eru síðan Jón Eggert gekk sömu strandvegi en í bæði skiptin var markmiðið að safna áheitum fyrir Krabbameinsfélagið. „Ég hjóla reglulega langar vegalengdir og nú þyrsti mig í slíkan hjólatúr. Ég ákvað því skella mér á hjólinu til þess að kjósa. Þetta var léttur túr enda eru 200 kílómetrar ekkert svo mikið fyrir vanan mann,“ segir Jón. Næst á dagskrá hjá Jóni er að synda í kringum Ísland. „Ég ætla að byrja á Breiðafirði af því að fólk hefur synt hann. Ég get nýtt mér þá reynslu,“ segir Jón sem reiknar með að taka sex sumur í að synda í kringum landið, í áföngum. Hann ætli að geyma Suðurlandið og Faxaflóann þar til síðast en hann kveðst þó eiga eftir að spá aðeins betur í það.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira