Á að vera þakklát fyrir að lenda á séns Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. febrúar 2016 14:20 Inga Björk er ein af fáum sem fær NPA-aðstoð. Þannig hefur hún kost á því að stunda háskólanám og fulla vinnu. Vísir/Anton „Ég er kölluð tussa fyrir að vilja ekki fara heim með strákum af djamminu því ég á að vera þakklát fyrir að einhver vilji mig. Þeir verða mjög reiðir, eins og ég sé að hafna góðverki. Ég hef fengið þvílíkan fúkyrðaflaum yfir mig,“ segir Inga Björk Bjarnadóttir um reynslu sína sem fötluð kona í hjólastól þegar hún fer í bæinn að skemmta sér. Hún segir þetta viðhorf endurspeglast í umræðunni um ofbeldi gegn fötluðum konum. „Umræðan er á þann veg að menn sem beita fatlaðar konur ofbeldi eru kallaðir öfuguggar og með afbrigðilegar kenndir fyrir að ráðast á „minnimáttar“. Í stað þess að vera einfaldlega ofbeldismenn. Það viðhorf að fatlað fólk sé grey veldur þessari skekkju. Það er eins og það sé verið að tala um misnotkun á barni, en ekki ofbeldi gegn konum.“ Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Inga Björk segir vitundarvakninguna undanfarna mánuði um ofbeldi gegn fötluðum konum vissulega vera fagnaðarefni. Umræðan ætti þó að vera eins og þegar um ofbeldi gegn ófötluðum konum er að ræða. Hún segir þetta þó flókið enda verði fatlaðar konur frekar fyrir ofbeldi. „Og það er af því að fólki finnst það hafa rétt til að ráðskast með líkama okkar. Að mínu mati verða fatlaðar konur frekar fyrir ofbeldi því við höfum ekki sjálfsákvörðunarrétt yfir líkama okkar. Svona er kerfið sett upp. Fatlað fólk ræður ekki hvar það býr, ræður ekki hver hjálpar því og ræður ekki hvað það gerir eða hvenær.“Sjá einnig: Stuðning vantar fyrir fatlaðar konur sem beittar eru ofbeldiVegna þessa upplifir Inga Björk ætíð að hún eigi að láta fara lítið fyrir sér og vera þakklát fyrir það sem hún fær. „Fötluðu fólki er sagt að það geti ekki ætlast til að fá allt sem það vill en það er ekki að því. Það biður um að fá að lifa eðlilegu lífi. Umræðan er að þessu leyti kúgandi.“ Inga Björk segir þetta hafa áhrif á sjálfsmyndina og fatlaðar konur eigi þar af leiðandi erfiðara með að setja skýr mörk. „Þegar allir koma fram við þig eins og þú sért einskis virði, þú sért vesen og dýrt að hafa þig í samfélaginu, þá endarðu á að trúa því sjálfur. Mín daglega barátta er að skilgreina mig öðruvísi en samfélagið vill að ég skilgreini mig. Þessi hjólastóll er ekkert mál – heldur slagsmál við staðalímyndir.“Sjá einnig: Fötluðum konum hættast við að verða fórnarlömb ofbeldisStaðalímyndir hafa áhrif á meira en umræðuna um ofbeldi. Karlmenn sem eru í sambandi með fötluðum konum eru einnig stimplaðir. „Það er eins og menn geti ekki orðið ástfangnir af konu óháð hjólastólnum, því hún er gáfuð eða falleg. Það er gert ráð fyrir að þeir hljóti að vera með einhvers konar hjólastólablæti eða að þeir séu svona afskaplega góðir og fórni lífi sínu með þessu sambandi. Einnig er gert ráð fyrir að fötluð kona eigi að vera í sambandi með fötluðum manni.“ Inga Björk segir grundvallaratriði að fatlað fólk fái að lifa eðlilegu og sjálfstæðu lífi. „Það myndi allavega koma okkur ansi langt. Mörk fatlaðs fólks myndu eflast og umræðan kæmist kannski á réttan stað: Að það sé ekkert öðruvísi að nauðga konu í hjólastól en konu sem getur gengið. Það að samfélaginu finnist það opinberar fordómana.“ Tengdar fréttir Fötluðum konum hættast við að verða fórnarlömb ofbeldis María Þorleif Hreiðarsdóttir lýsir reynslu af kynferðisofbeldi leiðbeinanda. 8. mars 2015 18:23 Stuðning vantar fyrir fatlaðar konur sem beittar eru ofbeldi Ný rannsókn sem nær til fjögurra landa sýnir að ofbeldi gegn fötluðum konum er algengt vandamál. Ofbeldið tengist oft valdaleysi þeirra gagnvart eigin aðstæðum. Stuðning og fræðslu vantar fyrir fatlaða þolendur ofbeldis. 23. mars 2015 07:00 Líkur á að alvarleg brot gegn fötluðum hafi misfarist í kerfinu Formaður Þroskahjálpar segir skorta skýrar verklagsreglur fyrir þá sem rannsaka og koma að ofbeldisbrotum gagnvart fötluðu fólki. 16. janúar 2016 19:24 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
„Ég er kölluð tussa fyrir að vilja ekki fara heim með strákum af djamminu því ég á að vera þakklát fyrir að einhver vilji mig. Þeir verða mjög reiðir, eins og ég sé að hafna góðverki. Ég hef fengið þvílíkan fúkyrðaflaum yfir mig,“ segir Inga Björk Bjarnadóttir um reynslu sína sem fötluð kona í hjólastól þegar hún fer í bæinn að skemmta sér. Hún segir þetta viðhorf endurspeglast í umræðunni um ofbeldi gegn fötluðum konum. „Umræðan er á þann veg að menn sem beita fatlaðar konur ofbeldi eru kallaðir öfuguggar og með afbrigðilegar kenndir fyrir að ráðast á „minnimáttar“. Í stað þess að vera einfaldlega ofbeldismenn. Það viðhorf að fatlað fólk sé grey veldur þessari skekkju. Það er eins og það sé verið að tala um misnotkun á barni, en ekki ofbeldi gegn konum.“ Smella má á myndina til að sjá stærri útgáfu.Inga Björk segir vitundarvakninguna undanfarna mánuði um ofbeldi gegn fötluðum konum vissulega vera fagnaðarefni. Umræðan ætti þó að vera eins og þegar um ofbeldi gegn ófötluðum konum er að ræða. Hún segir þetta þó flókið enda verði fatlaðar konur frekar fyrir ofbeldi. „Og það er af því að fólki finnst það hafa rétt til að ráðskast með líkama okkar. Að mínu mati verða fatlaðar konur frekar fyrir ofbeldi því við höfum ekki sjálfsákvörðunarrétt yfir líkama okkar. Svona er kerfið sett upp. Fatlað fólk ræður ekki hvar það býr, ræður ekki hver hjálpar því og ræður ekki hvað það gerir eða hvenær.“Sjá einnig: Stuðning vantar fyrir fatlaðar konur sem beittar eru ofbeldiVegna þessa upplifir Inga Björk ætíð að hún eigi að láta fara lítið fyrir sér og vera þakklát fyrir það sem hún fær. „Fötluðu fólki er sagt að það geti ekki ætlast til að fá allt sem það vill en það er ekki að því. Það biður um að fá að lifa eðlilegu lífi. Umræðan er að þessu leyti kúgandi.“ Inga Björk segir þetta hafa áhrif á sjálfsmyndina og fatlaðar konur eigi þar af leiðandi erfiðara með að setja skýr mörk. „Þegar allir koma fram við þig eins og þú sért einskis virði, þú sért vesen og dýrt að hafa þig í samfélaginu, þá endarðu á að trúa því sjálfur. Mín daglega barátta er að skilgreina mig öðruvísi en samfélagið vill að ég skilgreini mig. Þessi hjólastóll er ekkert mál – heldur slagsmál við staðalímyndir.“Sjá einnig: Fötluðum konum hættast við að verða fórnarlömb ofbeldisStaðalímyndir hafa áhrif á meira en umræðuna um ofbeldi. Karlmenn sem eru í sambandi með fötluðum konum eru einnig stimplaðir. „Það er eins og menn geti ekki orðið ástfangnir af konu óháð hjólastólnum, því hún er gáfuð eða falleg. Það er gert ráð fyrir að þeir hljóti að vera með einhvers konar hjólastólablæti eða að þeir séu svona afskaplega góðir og fórni lífi sínu með þessu sambandi. Einnig er gert ráð fyrir að fötluð kona eigi að vera í sambandi með fötluðum manni.“ Inga Björk segir grundvallaratriði að fatlað fólk fái að lifa eðlilegu og sjálfstæðu lífi. „Það myndi allavega koma okkur ansi langt. Mörk fatlaðs fólks myndu eflast og umræðan kæmist kannski á réttan stað: Að það sé ekkert öðruvísi að nauðga konu í hjólastól en konu sem getur gengið. Það að samfélaginu finnist það opinberar fordómana.“
Tengdar fréttir Fötluðum konum hættast við að verða fórnarlömb ofbeldis María Þorleif Hreiðarsdóttir lýsir reynslu af kynferðisofbeldi leiðbeinanda. 8. mars 2015 18:23 Stuðning vantar fyrir fatlaðar konur sem beittar eru ofbeldi Ný rannsókn sem nær til fjögurra landa sýnir að ofbeldi gegn fötluðum konum er algengt vandamál. Ofbeldið tengist oft valdaleysi þeirra gagnvart eigin aðstæðum. Stuðning og fræðslu vantar fyrir fatlaða þolendur ofbeldis. 23. mars 2015 07:00 Líkur á að alvarleg brot gegn fötluðum hafi misfarist í kerfinu Formaður Þroskahjálpar segir skorta skýrar verklagsreglur fyrir þá sem rannsaka og koma að ofbeldisbrotum gagnvart fötluðu fólki. 16. janúar 2016 19:24 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Fötluðum konum hættast við að verða fórnarlömb ofbeldis María Þorleif Hreiðarsdóttir lýsir reynslu af kynferðisofbeldi leiðbeinanda. 8. mars 2015 18:23
Stuðning vantar fyrir fatlaðar konur sem beittar eru ofbeldi Ný rannsókn sem nær til fjögurra landa sýnir að ofbeldi gegn fötluðum konum er algengt vandamál. Ofbeldið tengist oft valdaleysi þeirra gagnvart eigin aðstæðum. Stuðning og fræðslu vantar fyrir fatlaða þolendur ofbeldis. 23. mars 2015 07:00
Líkur á að alvarleg brot gegn fötluðum hafi misfarist í kerfinu Formaður Þroskahjálpar segir skorta skýrar verklagsreglur fyrir þá sem rannsaka og koma að ofbeldisbrotum gagnvart fötluðu fólki. 16. janúar 2016 19:24