Innlent

Líkur á að alvarleg brot gegn fötluðum hafi misfarist í kerfinu

Ásgeir Erlendsson skrifar
Þroskahjálp hefur vakið athygli á þekkingarskortinum og orðið var við að mjög
víða í kerfinu séu einstaklingar sem vilja auka þekkingu sína á málaflokknum.
Þroskahjálp hefur vakið athygli á þekkingarskortinum og orðið var við að mjög víða í kerfinu séu einstaklingar sem vilja auka þekkingu sína á málaflokknum. Vísir

Formaður Þroskahjálpar segir skorta skýrar verklagsreglur fyrir þá sem rannsaka og koma að ofbeldisbrotum gagnvart fötluðu fólki. Hún segir jafnframt líkur á því að alvarleg brot hafi misfarist í kerfinu vegna skorts á slíkum reglum.

Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um að engar samræmdar verklagsreglur eru til staðar þegar kemur að rannsókn ofbeldismála gegn fötluðu fólki. Sú staðreynd kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingmanns vinstri grænna. Steinunn segir það vekja upp spurningar hvort þekking þeirra sem koma að slíkum málum sé nægjanlega góð. Undir það tekur Bryndís Snæbjörnsdóttir sem er formaður þroskahjálpar.

„Það er skortur á þekkingu í brotum á meðferð gagnvart fötluðu fólki.“ Landsamtökin hafi vakið athygli á þekkingarskortinum og orðið var við að mjög víða í kerfinu séu einstaklingar sem vilja auka þekkingu sína á málaflokknum.

„Lögreglan á Selfossi er komin með sérstakar verklagsreglur.“

Verklagsreglurnar þurfi að vera heildstæðar og unnar á sama hátt hvar sem er á landinu. Hún segir jafnframt líkur á því að alvarleg brot hafi misfarist í kerfinu vegna skorts á skipulögðu verklagi.

„Já ég tel að það hafi verið vísað frá dómi málum í kynferðisbrotum gagnvart fötluðum konum þar sem ég tal að hafi verið nánast alveg öruggt að það hafi átt sér stað mjög alvarleg brot.“

Hún segir konur og börn í hópi fatlaðra í mestri hættu á að verða fyrir ofbeldi.

„Og það þarf sérfræðiþekkingu til þess að mæta þeim og þess vegna þarf sérstaka menntun og það þarf að mennta dómara, lögfræðinga og lögreglumenn í því hvað það þýðir að sinna málefnum þessa hóps.“

Bryndís kallar eftir aðgerðum stjórnvalda.

„Ég tel að innanríkisráðherra og ríkisstjórnin þurfa að spýta í lófana og taka sérstaklega á þessum þætti.“
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.