Líkur á að alvarleg brot gegn fötluðum hafi misfarist í kerfinu Ásgeir Erlendsson skrifar 16. janúar 2016 19:24 Þroskahjálp hefur vakið athygli á þekkingarskortinum og orðið var við að mjög víða í kerfinu séu einstaklingar sem vilja auka þekkingu sína á málaflokknum. Vísir Formaður Þroskahjálpar segir skorta skýrar verklagsreglur fyrir þá sem rannsaka og koma að ofbeldisbrotum gagnvart fötluðu fólki. Hún segir jafnframt líkur á því að alvarleg brot hafi misfarist í kerfinu vegna skorts á slíkum reglum.Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um að engar samræmdar verklagsreglur eru til staðar þegar kemur að rannsókn ofbeldismála gegn fötluðu fólki. Sú staðreynd kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingmanns vinstri grænna. Steinunn segir það vekja upp spurningar hvort þekking þeirra sem koma að slíkum málum sé nægjanlega góð. Undir það tekur Bryndís Snæbjörnsdóttir sem er formaður þroskahjálpar. „Það er skortur á þekkingu í brotum á meðferð gagnvart fötluðu fólki.“ Landsamtökin hafi vakið athygli á þekkingarskortinum og orðið var við að mjög víða í kerfinu séu einstaklingar sem vilja auka þekkingu sína á málaflokknum. „Lögreglan á Selfossi er komin með sérstakar verklagsreglur.“ Verklagsreglurnar þurfi að vera heildstæðar og unnar á sama hátt hvar sem er á landinu. Hún segir jafnframt líkur á því að alvarleg brot hafi misfarist í kerfinu vegna skorts á skipulögðu verklagi. „Já ég tel að það hafi verið vísað frá dómi málum í kynferðisbrotum gagnvart fötluðum konum þar sem ég tal að hafi verið nánast alveg öruggt að það hafi átt sér stað mjög alvarleg brot.“ Hún segir konur og börn í hópi fatlaðra í mestri hættu á að verða fyrir ofbeldi. „Og það þarf sérfræðiþekkingu til þess að mæta þeim og þess vegna þarf sérstaka menntun og það þarf að mennta dómara, lögfræðinga og lögreglumenn í því hvað það þýðir að sinna málefnum þessa hóps.“ Bryndís kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. „Ég tel að innanríkisráðherra og ríkisstjórnin þurfa að spýta í lófana og taka sérstaklega á þessum þætti.“ Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Formaður Þroskahjálpar segir skorta skýrar verklagsreglur fyrir þá sem rannsaka og koma að ofbeldisbrotum gagnvart fötluðu fólki. Hún segir jafnframt líkur á því að alvarleg brot hafi misfarist í kerfinu vegna skorts á slíkum reglum.Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um að engar samræmdar verklagsreglur eru til staðar þegar kemur að rannsókn ofbeldismála gegn fötluðu fólki. Sú staðreynd kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingmanns vinstri grænna. Steinunn segir það vekja upp spurningar hvort þekking þeirra sem koma að slíkum málum sé nægjanlega góð. Undir það tekur Bryndís Snæbjörnsdóttir sem er formaður þroskahjálpar. „Það er skortur á þekkingu í brotum á meðferð gagnvart fötluðu fólki.“ Landsamtökin hafi vakið athygli á þekkingarskortinum og orðið var við að mjög víða í kerfinu séu einstaklingar sem vilja auka þekkingu sína á málaflokknum. „Lögreglan á Selfossi er komin með sérstakar verklagsreglur.“ Verklagsreglurnar þurfi að vera heildstæðar og unnar á sama hátt hvar sem er á landinu. Hún segir jafnframt líkur á því að alvarleg brot hafi misfarist í kerfinu vegna skorts á skipulögðu verklagi. „Já ég tel að það hafi verið vísað frá dómi málum í kynferðisbrotum gagnvart fötluðum konum þar sem ég tal að hafi verið nánast alveg öruggt að það hafi átt sér stað mjög alvarleg brot.“ Hún segir konur og börn í hópi fatlaðra í mestri hættu á að verða fyrir ofbeldi. „Og það þarf sérfræðiþekkingu til þess að mæta þeim og þess vegna þarf sérstaka menntun og það þarf að mennta dómara, lögfræðinga og lögreglumenn í því hvað það þýðir að sinna málefnum þessa hóps.“ Bryndís kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. „Ég tel að innanríkisráðherra og ríkisstjórnin þurfa að spýta í lófana og taka sérstaklega á þessum þætti.“
Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira