Lögfræðingur Steven Avery segist hafa ný sönnunargögn undir höndum Birgir Örn Steinarsson skrifar 28. júní 2016 16:14 Steven Avery hefur verið á bak við lás og slá í tíu ár og margir trúa því að hann sé saklaus. Vísir Heimildamyndaþættirnir Making A Murderer slógu í gegn á Netflix en þar er farið vandlega yfir mál þar sem Steven Avery var dæmdur fyrir morðið á Teresu Halbach. Einnig var frændi Avery, unglingspilturinn Brendan Dassey, dæmdur fyrir að hafa aðstoðað Avery við morðið. Margir þeirra sem hafa séð myndina hafa sannfærst um sakleysi þeirra beggja og var hitinn í kringum myndina slíkur að 500 þúsund undirskriftum var skilað til Barack Obama Bandaríkjaforseta þar sem hann var hvattur til þess að afturkalla dómana yfir þeim frændum. Obama svaraði að hann hefði ekkert vald til þess að náða þá sem hafa verið dæmdir fyrir morð. Nú heldur nýr lögfræðingur Avery því fram að nýjar sannanir séu komnar upp í málinu sem gætu orðið til þess að réttað yrði aftur yfir honum. Sú heitir Kathleen Zellner og hefur nú þegar tekist að sýkna 17 menn sem áður hafa verið dæmdir fyrir glæpi af rangri sök.Mynd af lyklinum umtalaða sem lögfræðingur Avery hefur sent í frekari rannsókn.VísirEru leifar af hreinsiefni á lyklinum?Zellner heldur því fram að hún hafi undir höndunum ný sönnunargögn sem ættu að duga til þess að mál Avery verði enduropnað og réttað yrði yfir honum að nýju. Hún heldur því fram að leysingarefni hafi verið notað til þess að hreinsa bíllykil fórnarlambsins áður en DNA af Avery hafi verið komið fyrir á honum. Eins og þeir muna sem hafa séð heimildaþættina þá fannst bíllykill hennar skyndilega á svefnherbergisgólfi Avery eftir að lögreglan hafði leitað þar í tvo daga. Finnist leifar af leysiefninu á lyklinum segir Zellner að þá séu komnar næg vísindaleg rök til þess að fá málið opnað á ný. Einnig segist hún vera að rannsaka blóðið sem fannst í bíl fórnarlambsins með tilliti til aldurs sýnissins en í heimildarmyndinni er það gefið í skyn að blóðið hafi komið úr eldra blóðsýni sem var í vörslu lögreglunnar. Það gæti því vel farið svo að máli Steven Avery sé ekki lokið en hann hefur nú verið á bak við lás og slá í um tíu ár.Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr heimildarþáttaröðinni vinsælu. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ekki fengið að sjá geysivinsæla þætti um sjálfan sig Steven Avery, umfjöllunarefni heimildaþáttaraðarinnar Making a Murderer, hefur ekki séð þættina. 18. janúar 2016 17:59 Obama hefur ekki vald til að náða Steven Avery Fellur undir valdsvið yfirvalda Wisconsin-ríkis. 8. janúar 2016 12:07 Making a Murderer dugar ekki til að frelsa Steven Avery Lögmaður Avery, Dean Strang fær pósta víðsvegar að úr heiminum og þar á meðal frá Íslandi. 4. janúar 2016 23:53 Rúmlega 100 þúsund hafa skorað á Hvíta húsið að náða Steven Avery Samkvæmt reglum verður embætti Bandaríkjaforseta að bregðast við þessari áskorun opinberlega. 6. janúar 2016 16:59 Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Heimildamyndaþættirnir Making A Murderer slógu í gegn á Netflix en þar er farið vandlega yfir mál þar sem Steven Avery var dæmdur fyrir morðið á Teresu Halbach. Einnig var frændi Avery, unglingspilturinn Brendan Dassey, dæmdur fyrir að hafa aðstoðað Avery við morðið. Margir þeirra sem hafa séð myndina hafa sannfærst um sakleysi þeirra beggja og var hitinn í kringum myndina slíkur að 500 þúsund undirskriftum var skilað til Barack Obama Bandaríkjaforseta þar sem hann var hvattur til þess að afturkalla dómana yfir þeim frændum. Obama svaraði að hann hefði ekkert vald til þess að náða þá sem hafa verið dæmdir fyrir morð. Nú heldur nýr lögfræðingur Avery því fram að nýjar sannanir séu komnar upp í málinu sem gætu orðið til þess að réttað yrði aftur yfir honum. Sú heitir Kathleen Zellner og hefur nú þegar tekist að sýkna 17 menn sem áður hafa verið dæmdir fyrir glæpi af rangri sök.Mynd af lyklinum umtalaða sem lögfræðingur Avery hefur sent í frekari rannsókn.VísirEru leifar af hreinsiefni á lyklinum?Zellner heldur því fram að hún hafi undir höndunum ný sönnunargögn sem ættu að duga til þess að mál Avery verði enduropnað og réttað yrði yfir honum að nýju. Hún heldur því fram að leysingarefni hafi verið notað til þess að hreinsa bíllykil fórnarlambsins áður en DNA af Avery hafi verið komið fyrir á honum. Eins og þeir muna sem hafa séð heimildaþættina þá fannst bíllykill hennar skyndilega á svefnherbergisgólfi Avery eftir að lögreglan hafði leitað þar í tvo daga. Finnist leifar af leysiefninu á lyklinum segir Zellner að þá séu komnar næg vísindaleg rök til þess að fá málið opnað á ný. Einnig segist hún vera að rannsaka blóðið sem fannst í bíl fórnarlambsins með tilliti til aldurs sýnissins en í heimildarmyndinni er það gefið í skyn að blóðið hafi komið úr eldra blóðsýni sem var í vörslu lögreglunnar. Það gæti því vel farið svo að máli Steven Avery sé ekki lokið en hann hefur nú verið á bak við lás og slá í um tíu ár.Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr heimildarþáttaröðinni vinsælu.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Ekki fengið að sjá geysivinsæla þætti um sjálfan sig Steven Avery, umfjöllunarefni heimildaþáttaraðarinnar Making a Murderer, hefur ekki séð þættina. 18. janúar 2016 17:59 Obama hefur ekki vald til að náða Steven Avery Fellur undir valdsvið yfirvalda Wisconsin-ríkis. 8. janúar 2016 12:07 Making a Murderer dugar ekki til að frelsa Steven Avery Lögmaður Avery, Dean Strang fær pósta víðsvegar að úr heiminum og þar á meðal frá Íslandi. 4. janúar 2016 23:53 Rúmlega 100 þúsund hafa skorað á Hvíta húsið að náða Steven Avery Samkvæmt reglum verður embætti Bandaríkjaforseta að bregðast við þessari áskorun opinberlega. 6. janúar 2016 16:59 Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Ekki fengið að sjá geysivinsæla þætti um sjálfan sig Steven Avery, umfjöllunarefni heimildaþáttaraðarinnar Making a Murderer, hefur ekki séð þættina. 18. janúar 2016 17:59
Obama hefur ekki vald til að náða Steven Avery Fellur undir valdsvið yfirvalda Wisconsin-ríkis. 8. janúar 2016 12:07
Making a Murderer dugar ekki til að frelsa Steven Avery Lögmaður Avery, Dean Strang fær pósta víðsvegar að úr heiminum og þar á meðal frá Íslandi. 4. janúar 2016 23:53
Rúmlega 100 þúsund hafa skorað á Hvíta húsið að náða Steven Avery Samkvæmt reglum verður embætti Bandaríkjaforseta að bregðast við þessari áskorun opinberlega. 6. janúar 2016 16:59