„Engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. maí 2016 15:04 Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. Með því hafi Ólafur einnig mótað þær væntingar sem þjóðin hafi til þess sem gegnir embætti forseta en að mati Birgis hafa væntingar fólks til embættisins breyst mikið einmitt vegna orða og verka Ólafs Ragnars. Birgir flutti erindi í Háskóla Íslands í dag í fyrirlestraröð Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála um forsetaembættið en yfirskrift viðburðarins í dag var „Væntingar til forsetaembættisins.“ Gerði Birgir að umtalsefni það sem hann kallaði „forsetamýtu“ Ólafs Ragnars varðandi hvernig forsetinn þarf að vera en að mati Brigis er sú mýta bæði karllæg og einhliða.Hinn sterki og reynslumikli forseti sé svo mikilvægur „Hún er að mörgu leyti andstæð því sem aðrir forsetar eins og Vigdís Finnbogadóttir og Kristján Eldjárn lögðu áherslu á. Hjá Ólafi kemur fram hugmyndin um hinn sterka mann og að hinn sterki og reynslumikli forseti sé svo mikilvægur á óvissutímum, svo mikilvægur reyndar að það þyrfti helst 20 ára reynslu í starfinu,“ sagði Birgir meðal annars. Þá nefndi hann einnig þá hugmynd um forsetann sem Ólafur hefur haldið á lofti um að hann standi einn og óstuddur og að embættið sé einhvers konar barátta. Því sé mikilvægt að hafa verið í eldlínu stjórnmálanna og ekki væri verra að vera sérstakur sérfræðingur í forsetaembættinu. Vísaði Birgir þarna til orða Ólafs Ragnars þegar hann dró framboð sitt til baka um að komnir væru fram tveir frambærilegir frambjóðendur og duldist engum að þar var hann að tala um annars vegar Davíð Oddsson og Guðna Th. Jóhannesson.Birgir Hermannsson flytur erindi sitt í háskólanum í dag.vísirVaraði við hugmyndinni um sterkan forseta sem setur sig á háan hest gagnvart Alþingi „Þeir einir koma til greina sem hafa þessa miklu þekkingu en það þarf þó að fylgja að viðkomandi sé með einhverjum hætti sterkur. Það er engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu,“ sagði Birgir. Hann sagði þessa hugmynd um sterkan forseta sem Ólafur Ragnar teldi nauðsynlegan hafa komið hvað skýrast fram þegar hann neitaði Sigmundi Davíð um að rjúfa þing. „Þá tilkynnti forsetinn það ekki einu sinni í fjölmiðlum heldur þrisvar. Það bar öll einkenni þess að hinn sterki maður stæði gegn forsætisráðherranum sem væri að stunda kraftlyftingar stjórnmálanna eins og Ólafur Ragnar orðaði það,“ sagði Birgir. Hann nefndi svo að Halla Tómasdóttir hefði átt erfitt með að samsama sig þessari hugmynd og sagt að forsetinn þyrfti ekki að vera hetja heldur frekar fyrirliði og móðir. Orðræðan um hinn sterka forseta væri hins vegar ráðandi og erfitt væri fyrir konur að mati Birgis að stíga inn í slíka umræðu. Hann varaði hins vegar við því að hugmyndinni um sterkan forseta: „Hugmyndin um sterkan forseta sem setur sig á háan hest gagnvart Alþingi finnst mér varhugaverð. Þegar það eru óvissutímar þá höfum við leiðir til að taka á þeim í kosningum og í stjórnmálaflokkum,“ sagði Birgir. Alþingi Forsetakosningar 2016 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Sjá meira
Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. Með því hafi Ólafur einnig mótað þær væntingar sem þjóðin hafi til þess sem gegnir embætti forseta en að mati Birgis hafa væntingar fólks til embættisins breyst mikið einmitt vegna orða og verka Ólafs Ragnars. Birgir flutti erindi í Háskóla Íslands í dag í fyrirlestraröð Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála um forsetaembættið en yfirskrift viðburðarins í dag var „Væntingar til forsetaembættisins.“ Gerði Birgir að umtalsefni það sem hann kallaði „forsetamýtu“ Ólafs Ragnars varðandi hvernig forsetinn þarf að vera en að mati Brigis er sú mýta bæði karllæg og einhliða.Hinn sterki og reynslumikli forseti sé svo mikilvægur „Hún er að mörgu leyti andstæð því sem aðrir forsetar eins og Vigdís Finnbogadóttir og Kristján Eldjárn lögðu áherslu á. Hjá Ólafi kemur fram hugmyndin um hinn sterka mann og að hinn sterki og reynslumikli forseti sé svo mikilvægur á óvissutímum, svo mikilvægur reyndar að það þyrfti helst 20 ára reynslu í starfinu,“ sagði Birgir meðal annars. Þá nefndi hann einnig þá hugmynd um forsetann sem Ólafur hefur haldið á lofti um að hann standi einn og óstuddur og að embættið sé einhvers konar barátta. Því sé mikilvægt að hafa verið í eldlínu stjórnmálanna og ekki væri verra að vera sérstakur sérfræðingur í forsetaembættinu. Vísaði Birgir þarna til orða Ólafs Ragnars þegar hann dró framboð sitt til baka um að komnir væru fram tveir frambærilegir frambjóðendur og duldist engum að þar var hann að tala um annars vegar Davíð Oddsson og Guðna Th. Jóhannesson.Birgir Hermannsson flytur erindi sitt í háskólanum í dag.vísirVaraði við hugmyndinni um sterkan forseta sem setur sig á háan hest gagnvart Alþingi „Þeir einir koma til greina sem hafa þessa miklu þekkingu en það þarf þó að fylgja að viðkomandi sé með einhverjum hætti sterkur. Það er engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu,“ sagði Birgir. Hann sagði þessa hugmynd um sterkan forseta sem Ólafur Ragnar teldi nauðsynlegan hafa komið hvað skýrast fram þegar hann neitaði Sigmundi Davíð um að rjúfa þing. „Þá tilkynnti forsetinn það ekki einu sinni í fjölmiðlum heldur þrisvar. Það bar öll einkenni þess að hinn sterki maður stæði gegn forsætisráðherranum sem væri að stunda kraftlyftingar stjórnmálanna eins og Ólafur Ragnar orðaði það,“ sagði Birgir. Hann nefndi svo að Halla Tómasdóttir hefði átt erfitt með að samsama sig þessari hugmynd og sagt að forsetinn þyrfti ekki að vera hetja heldur frekar fyrirliði og móðir. Orðræðan um hinn sterka forseta væri hins vegar ráðandi og erfitt væri fyrir konur að mati Birgis að stíga inn í slíka umræðu. Hann varaði hins vegar við því að hugmyndinni um sterkan forseta: „Hugmyndin um sterkan forseta sem setur sig á háan hest gagnvart Alþingi finnst mér varhugaverð. Þegar það eru óvissutímar þá höfum við leiðir til að taka á þeim í kosningum og í stjórnmálaflokkum,“ sagði Birgir.
Alþingi Forsetakosningar 2016 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Sjá meira