Landlæknir: Þörf á skjótum aðgerðum ef ástandið á ekki að versna enn frekar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 18. maí 2016 18:32 Birgir Jakobsson landlæknir. VÍSIR/STEFÁN Heilbrigðiskerfið er á rangri braut og þörf er á skjótum viðbrögðum er ástandið í heilbrigðismálum á ekki að versna enn frekar, segir Birgir Jakobsson landlæknir. Öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu líkt og ástandið sé nú. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Birgi sem birt var á vef landlæknisembættisins. Hann segir sífellt fleiri sérfræðinga velja að minnka við sig vinnu eða hætti algjörlega störfum á Landspítala og vinni í staðinn á eigin stofu þar sem þeir fái betra vinnuumhverfi og betri laun. Heilbrigðisþjónusta sem byggist á einyrkjastarfi sérfræðinga sé ekki í stakk búin til að takast á við vandamál sjúklinga með króníska sjúkdóma, sem þarfnist aðkomu margra starfsstétta. Þannig valdi hlutastarf sérfræðinga á spítalanum því að flæði sjúklinga verði hægara en ella auk þess sem öryggi sjúklinga sé stefnd í hættu. Birgir segir embættið ítrekað hafa bent á að þörf sé á skjótum aðgerðum og bendir á að eftirfarandi aðgerðar séu nauðsynlegar, þær þurfi ekki aðkomu Alþingis og ættu því að geta komið til framkvæmda eins fljótt og kostur sé. · Landspítalinn verður að fá skýr fyrirmæli um að sérfræðingar verði framvegis einungis ráðnir í fullar stöður. · Stefna verður að því að vaktabyrði sérfræðinga sé ekki meiri en 3–4 vaktir á mánuði. · Setja verður reglur um aukastörf lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks. · Jafnframt verður LSH að fá fyrirmæli um að auka dag- og göngudeildarstarfsemi spítalans svo að hægt sé að auka aðgengi sjúklinga með króníska sjúkdóma að þjónustu, hvort sem þeir hafa legið inni á spítalanum eða ekki. · Segja verður upp samningi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) við samtök lækna og setja reglur um það að SÍ geri framvegis aðeins samninga við heilbrigðisfyrirtæki (opinber eða einkarekin) sem vinni samkvæmt ákveðinni kröfulýsingu og veiti þjónustu sem ríkið (greiðandinn) sér þörf fyrir. Birgir tekur jafnframt fram í yfirlýsingu sinni að fjölmörg mál sem séu á borði heilbrigðisráðherra muni beina þróun íslensks heilbrigðiskerfis á rétta braut ef þau verði að veruleika. Hann nefnir í því samhengi nýjar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu, breytingar á greiðsluþátttöku sjúklinga með tilvísunarkerfi til sérfræðinga, fjármögnun vinnu við biðlista „og, síðast en ekki síst, heilbrigðisstefnu allt til ársins 2022 sem enn hefur þó ekki verið send út til umsóknar,“ segir landlæknir. Alþingi Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Heilbrigðiskerfið er á rangri braut og þörf er á skjótum viðbrögðum er ástandið í heilbrigðismálum á ekki að versna enn frekar, segir Birgir Jakobsson landlæknir. Öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu líkt og ástandið sé nú. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Birgi sem birt var á vef landlæknisembættisins. Hann segir sífellt fleiri sérfræðinga velja að minnka við sig vinnu eða hætti algjörlega störfum á Landspítala og vinni í staðinn á eigin stofu þar sem þeir fái betra vinnuumhverfi og betri laun. Heilbrigðisþjónusta sem byggist á einyrkjastarfi sérfræðinga sé ekki í stakk búin til að takast á við vandamál sjúklinga með króníska sjúkdóma, sem þarfnist aðkomu margra starfsstétta. Þannig valdi hlutastarf sérfræðinga á spítalanum því að flæði sjúklinga verði hægara en ella auk þess sem öryggi sjúklinga sé stefnd í hættu. Birgir segir embættið ítrekað hafa bent á að þörf sé á skjótum aðgerðum og bendir á að eftirfarandi aðgerðar séu nauðsynlegar, þær þurfi ekki aðkomu Alþingis og ættu því að geta komið til framkvæmda eins fljótt og kostur sé. · Landspítalinn verður að fá skýr fyrirmæli um að sérfræðingar verði framvegis einungis ráðnir í fullar stöður. · Stefna verður að því að vaktabyrði sérfræðinga sé ekki meiri en 3–4 vaktir á mánuði. · Setja verður reglur um aukastörf lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks. · Jafnframt verður LSH að fá fyrirmæli um að auka dag- og göngudeildarstarfsemi spítalans svo að hægt sé að auka aðgengi sjúklinga með króníska sjúkdóma að þjónustu, hvort sem þeir hafa legið inni á spítalanum eða ekki. · Segja verður upp samningi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) við samtök lækna og setja reglur um það að SÍ geri framvegis aðeins samninga við heilbrigðisfyrirtæki (opinber eða einkarekin) sem vinni samkvæmt ákveðinni kröfulýsingu og veiti þjónustu sem ríkið (greiðandinn) sér þörf fyrir. Birgir tekur jafnframt fram í yfirlýsingu sinni að fjölmörg mál sem séu á borði heilbrigðisráðherra muni beina þróun íslensks heilbrigðiskerfis á rétta braut ef þau verði að veruleika. Hann nefnir í því samhengi nýjar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu, breytingar á greiðsluþátttöku sjúklinga með tilvísunarkerfi til sérfræðinga, fjármögnun vinnu við biðlista „og, síðast en ekki síst, heilbrigðisstefnu allt til ársins 2022 sem enn hefur þó ekki verið send út til umsóknar,“ segir landlæknir.
Alþingi Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira