Keli sýnir verkin sín í Neskirkju Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. mars 2016 08:00 Sr. Skúli S. Ólafsson og Hrafnkell Sigurðsson Vísir/Stefán Karlsson „Það sem er svo skemmtilegt við að sýna í þessari byggingu er að fá nýja sýn á eigin verk,“ segir myndlistarmaðurinn Hrafnkell Sigurðsson, sem opnar sýningu á Kirkjutorgi, safnaðarheimilinu í Neskirkju, á sunnudag. Hrafnkell hefur átt mikilli velgengni að fagna. Verk hans eru til sýnis á söfnum á meginlandi Evrópu, í Bandaríkjunum og á Íslandi, svo eitthvað sé nefnt. Messað verður kl. 11.00, samkvæmt hefðinni, en sr. Skúli S. Ólafsson sóknarprestur ræðir um verk Hrafnkels í predikun sinni. Skúli og Hrafnkell eru sammála um að uppsetning verkanna í kirkju dragi fram aðra hlið á þeim en væru þau sýnd í hefðbundnara sýningarrými. „Verkin eru líkamleg, en líka andleg. Eins og mannfólkið – við erum þetta tvennt, líkaminn og andinn. Inni í kirkju setur maður þetta meira í svona andlegt samhengi,“ útskýrir Hrafnkell. Að messu lokinni verður boðið upp á léttar veitingar á Kirkjutorgi og Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt og nefndarmaður í Sjónlistaráði Neskirkju, ávarpar gesti og fjallar um sýninguna. Ýmsar sýningar hafa verið haldnar á Kirkjutorgi, en nýtt Sjónlistaráð Neskirkju var skipað á dögunum. Fyrsta val ráðsins á listamanni var Hrafnkell. Áður hafa m.a. Húbert Nói og Einar Garibaldi sýnt verk sín á Kirkjutorgi. „Hrafnkell er frábær myndlistarmaður. Það er mikill heiður að fá að sýna verk eftir hann,“ segir sr. Skúli. Verkin á sýningunni spanna tíu ára tímabil. „Þannig að það má segja að þetta sé lítil yfirlitssýning á verkum Hrafnkels.“Skúli S Ólafsson og Hrafnkell SigurðssonVísir/Stefán Karlsson Menning Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Það sem er svo skemmtilegt við að sýna í þessari byggingu er að fá nýja sýn á eigin verk,“ segir myndlistarmaðurinn Hrafnkell Sigurðsson, sem opnar sýningu á Kirkjutorgi, safnaðarheimilinu í Neskirkju, á sunnudag. Hrafnkell hefur átt mikilli velgengni að fagna. Verk hans eru til sýnis á söfnum á meginlandi Evrópu, í Bandaríkjunum og á Íslandi, svo eitthvað sé nefnt. Messað verður kl. 11.00, samkvæmt hefðinni, en sr. Skúli S. Ólafsson sóknarprestur ræðir um verk Hrafnkels í predikun sinni. Skúli og Hrafnkell eru sammála um að uppsetning verkanna í kirkju dragi fram aðra hlið á þeim en væru þau sýnd í hefðbundnara sýningarrými. „Verkin eru líkamleg, en líka andleg. Eins og mannfólkið – við erum þetta tvennt, líkaminn og andinn. Inni í kirkju setur maður þetta meira í svona andlegt samhengi,“ útskýrir Hrafnkell. Að messu lokinni verður boðið upp á léttar veitingar á Kirkjutorgi og Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt og nefndarmaður í Sjónlistaráði Neskirkju, ávarpar gesti og fjallar um sýninguna. Ýmsar sýningar hafa verið haldnar á Kirkjutorgi, en nýtt Sjónlistaráð Neskirkju var skipað á dögunum. Fyrsta val ráðsins á listamanni var Hrafnkell. Áður hafa m.a. Húbert Nói og Einar Garibaldi sýnt verk sín á Kirkjutorgi. „Hrafnkell er frábær myndlistarmaður. Það er mikill heiður að fá að sýna verk eftir hann,“ segir sr. Skúli. Verkin á sýningunni spanna tíu ára tímabil. „Þannig að það má segja að þetta sé lítil yfirlitssýning á verkum Hrafnkels.“Skúli S Ólafsson og Hrafnkell SigurðssonVísir/Stefán Karlsson
Menning Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira