Ætla að stofna hestabogfimiskóla á Íslandi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 19. apríl 2015 19:30 Heimsþekktur hestabogfimikennari ætlar að opna hestabogfimiskóla í Ölfusi í haust, og segir íslenska hestinn henta einkar vel til íþróttarinnar. Vinsældir hestabogfimi hafa aukist mikið undanfarið, meðal annars vegna kvikmyndanna um Hungurleikana og Hringadróttinssögu. Íþróttin á rætur sínar að rekja til Mognólíu en er nú orðin vinsæl víða um heim. Pettra Engeländer er farsælasta bogfimireiðkona heims og hefur undanfarin 25 ár þróað sína eigin aðferð við að tengja þessa fornu bardagalist við nútímareiðmennsku. Pettra segir íslenska hestinn tilvalinn í hestabogfimi, sem byggir á gagnkvæmu trausti milli knapa og hests. Líkamlegt jafnvægi skiptir gríðarlegu máli þar sem riðið er berbakt og beislislaust, en hestarnir eru aðeins með múl. „Íslenski hesturinn er fullkominn í þetta. Þeir eru með fallegan gang og það er auðvelt að hitta í skotmarkið á tölti,“ segir hún. Pettru líst raunar svo vel á aðstæður hér á landi að stefnan er tekin á að opna hestabogfimiskóla í Ölfusi í september. Námskeiðin eru byggt upp á þann hátt að þátttakendur eru látnir gera jafnvægisæfingar bæði á jörðu og á hestbaki, læra að skjóta af boga, kenna hestinum að venjast sínu nýju hlutverki, og skjóta síðan af boga á baki meðan hesturinn er á ferð. „Við komum aftur í september og hefjumst handa við að byggja um hestabogfimiskólann hér á Íslandi. Við stefnum á að hafa fyrsta mótið á næsta ári, íslandsmeistaramótið í hestabogfimi. Íslendingar hafa þetta í blóðinu,“ segir hún. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Heimsþekktur hestabogfimikennari ætlar að opna hestabogfimiskóla í Ölfusi í haust, og segir íslenska hestinn henta einkar vel til íþróttarinnar. Vinsældir hestabogfimi hafa aukist mikið undanfarið, meðal annars vegna kvikmyndanna um Hungurleikana og Hringadróttinssögu. Íþróttin á rætur sínar að rekja til Mognólíu en er nú orðin vinsæl víða um heim. Pettra Engeländer er farsælasta bogfimireiðkona heims og hefur undanfarin 25 ár þróað sína eigin aðferð við að tengja þessa fornu bardagalist við nútímareiðmennsku. Pettra segir íslenska hestinn tilvalinn í hestabogfimi, sem byggir á gagnkvæmu trausti milli knapa og hests. Líkamlegt jafnvægi skiptir gríðarlegu máli þar sem riðið er berbakt og beislislaust, en hestarnir eru aðeins með múl. „Íslenski hesturinn er fullkominn í þetta. Þeir eru með fallegan gang og það er auðvelt að hitta í skotmarkið á tölti,“ segir hún. Pettru líst raunar svo vel á aðstæður hér á landi að stefnan er tekin á að opna hestabogfimiskóla í Ölfusi í september. Námskeiðin eru byggt upp á þann hátt að þátttakendur eru látnir gera jafnvægisæfingar bæði á jörðu og á hestbaki, læra að skjóta af boga, kenna hestinum að venjast sínu nýju hlutverki, og skjóta síðan af boga á baki meðan hesturinn er á ferð. „Við komum aftur í september og hefjumst handa við að byggja um hestabogfimiskólann hér á Íslandi. Við stefnum á að hafa fyrsta mótið á næsta ári, íslandsmeistaramótið í hestabogfimi. Íslendingar hafa þetta í blóðinu,“ segir hún.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira