Tekist á um brennivín í búðum á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 3. mars 2015 19:15 Forseti Alþingis úrskurðaði í dag að afgreiðsla allsherjar- og menntamálanefndar á frumvarpi um sölu á áfengi í verslunum út úr nefndinni væri í samræmi við þingsköp. Þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna telja hins vegar að bellibrögðum hafi verið beitt við afgreiðslu málsins. Þingmenn Samfylkingarinar og Vinstri grænna reiddust margir í síðustu viku þegar allsherjar- og menntamálanefnd afgreiddi frumvap Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um heimild til sölu áfengis í almennum verslunum út úr nefndinni til þriðju og síðustu umræðu. Telja þingmennirnir að Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður nefndarinnar, hafi sætt lagi þegar ýmsir aðalmenn í nefndinni voru fjarstaddir. „Forseti vill vegna þeirra óska sem beindust að honum taka það fram að forseti gekk úr skugga um það að farið var í hvívetna eftir öllum lögum og reglum. Bæði þingsköpum og öðru því sem snýr að starfsemi nefndanna,“ sagði Einar K. Guðfinnson, forseti Alþingis, á þingfundi í dag. En þingmenn héldu því margir fram að farið hafi verið á svig við þingsköp og hefðir við afgreiðslu málsins. „Hér voru þingmenn í góðri trú þegar þeir áttuðu sig á því að það átti að nýta sér fjarveru þeirra til að smygla út málum,“ sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist ekki átta sig á við hvað þingmenn væru hræddir. „Það sem á að ráða úrslitum varðandi afgreiðslu mála á Alþingi er ekki staða, tímabundinn eða varanleg, í einstökum nefndum. Heldur staðan í þessum þingsal,“ sagði Birgir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði þá þingmenn sem gerðu mál úr þessu vita að varamenn kæmu úr sömu flokkum og aðalmenn. „Og eru hér að setja á svið eithvað mikið leikrit vegna þess að þeir þola ekki að málið komi til efnislegrar umræðu. Það er kannski eitthvað tengt því að þessir flokkar hafa verið og eru í þessu máli alveg ótrúlegt afturhald,“ sagði Bjarni. „Vandinn er auðvitað sá að brennivín í búðirnar kemur blóðinu á hreyfingu í Sjálfstæðisflokknum. Þar slær hjartað. Þá loksins vaknar flokkurinn til lífsins. Komið að hugsjóninni sjálfri; koma brennivíninu út um allt og sem víðast,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna. Alls er óvíst hvort meirihluti er fyrir frumvarpinu á Alþingi þar sem margir þingmenn Framsóknarflokksins eru á móti því ásamt þingmönnum úr Samfylkingunni og Vinstri grænum. Hins vegar gæti verið stuðningur við frumvarpið hjá Bjartri framtíð og Pírötum. Tengdar fréttir Hristir höfuðið yfir ungu fólki sem skorar á þingmenn að samþykkja áfengisfrumvarpið „En núna þegar fjalla á um áfengi í búðir, þá heyrist í ungu fólki“ 10. febrúar 2015 13:36 Skiptar skoðanir um áfengisfrumvarp innan Bjartrar framtíðar Tveir þriðju þingflokks Bjartar framtíðar styðja ekki tillögu Vilhjálms Árnasonar um breytingar á áfengislöggjöfinni. Segja flokkinn þó frjálslyndan. 21. nóvember 2014 21:00 Áfengisfrumvarpið nýtur verulegs stuðnings á þingi Vilhjálmur Árnason mun leggja fram áfengisfrumvarp sitt á morgun. Þingmenn allra flokka verða meðflutningsmenn að frátöldum Vinstri grænum. 10. september 2014 12:50 Ísbílar og pylsuvagnar fá ekki leyfi til að selja áfengi Áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar dreift á þingi í dag 12. september 2014 16:21 Áfengisfrumvarpið afgreitt úr nefnd í morgun Verður tekið til annarrar umræðu á Alþingi. 27. febrúar 2015 10:54 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Sjá meira
Forseti Alþingis úrskurðaði í dag að afgreiðsla allsherjar- og menntamálanefndar á frumvarpi um sölu á áfengi í verslunum út úr nefndinni væri í samræmi við þingsköp. Þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna telja hins vegar að bellibrögðum hafi verið beitt við afgreiðslu málsins. Þingmenn Samfylkingarinar og Vinstri grænna reiddust margir í síðustu viku þegar allsherjar- og menntamálanefnd afgreiddi frumvap Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um heimild til sölu áfengis í almennum verslunum út úr nefndinni til þriðju og síðustu umræðu. Telja þingmennirnir að Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður nefndarinnar, hafi sætt lagi þegar ýmsir aðalmenn í nefndinni voru fjarstaddir. „Forseti vill vegna þeirra óska sem beindust að honum taka það fram að forseti gekk úr skugga um það að farið var í hvívetna eftir öllum lögum og reglum. Bæði þingsköpum og öðru því sem snýr að starfsemi nefndanna,“ sagði Einar K. Guðfinnson, forseti Alþingis, á þingfundi í dag. En þingmenn héldu því margir fram að farið hafi verið á svig við þingsköp og hefðir við afgreiðslu málsins. „Hér voru þingmenn í góðri trú þegar þeir áttuðu sig á því að það átti að nýta sér fjarveru þeirra til að smygla út málum,“ sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist ekki átta sig á við hvað þingmenn væru hræddir. „Það sem á að ráða úrslitum varðandi afgreiðslu mála á Alþingi er ekki staða, tímabundinn eða varanleg, í einstökum nefndum. Heldur staðan í þessum þingsal,“ sagði Birgir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði þá þingmenn sem gerðu mál úr þessu vita að varamenn kæmu úr sömu flokkum og aðalmenn. „Og eru hér að setja á svið eithvað mikið leikrit vegna þess að þeir þola ekki að málið komi til efnislegrar umræðu. Það er kannski eitthvað tengt því að þessir flokkar hafa verið og eru í þessu máli alveg ótrúlegt afturhald,“ sagði Bjarni. „Vandinn er auðvitað sá að brennivín í búðirnar kemur blóðinu á hreyfingu í Sjálfstæðisflokknum. Þar slær hjartað. Þá loksins vaknar flokkurinn til lífsins. Komið að hugsjóninni sjálfri; koma brennivíninu út um allt og sem víðast,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna. Alls er óvíst hvort meirihluti er fyrir frumvarpinu á Alþingi þar sem margir þingmenn Framsóknarflokksins eru á móti því ásamt þingmönnum úr Samfylkingunni og Vinstri grænum. Hins vegar gæti verið stuðningur við frumvarpið hjá Bjartri framtíð og Pírötum.
Tengdar fréttir Hristir höfuðið yfir ungu fólki sem skorar á þingmenn að samþykkja áfengisfrumvarpið „En núna þegar fjalla á um áfengi í búðir, þá heyrist í ungu fólki“ 10. febrúar 2015 13:36 Skiptar skoðanir um áfengisfrumvarp innan Bjartrar framtíðar Tveir þriðju þingflokks Bjartar framtíðar styðja ekki tillögu Vilhjálms Árnasonar um breytingar á áfengislöggjöfinni. Segja flokkinn þó frjálslyndan. 21. nóvember 2014 21:00 Áfengisfrumvarpið nýtur verulegs stuðnings á þingi Vilhjálmur Árnason mun leggja fram áfengisfrumvarp sitt á morgun. Þingmenn allra flokka verða meðflutningsmenn að frátöldum Vinstri grænum. 10. september 2014 12:50 Ísbílar og pylsuvagnar fá ekki leyfi til að selja áfengi Áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar dreift á þingi í dag 12. september 2014 16:21 Áfengisfrumvarpið afgreitt úr nefnd í morgun Verður tekið til annarrar umræðu á Alþingi. 27. febrúar 2015 10:54 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Sjá meira
Hristir höfuðið yfir ungu fólki sem skorar á þingmenn að samþykkja áfengisfrumvarpið „En núna þegar fjalla á um áfengi í búðir, þá heyrist í ungu fólki“ 10. febrúar 2015 13:36
Skiptar skoðanir um áfengisfrumvarp innan Bjartrar framtíðar Tveir þriðju þingflokks Bjartar framtíðar styðja ekki tillögu Vilhjálms Árnasonar um breytingar á áfengislöggjöfinni. Segja flokkinn þó frjálslyndan. 21. nóvember 2014 21:00
Áfengisfrumvarpið nýtur verulegs stuðnings á þingi Vilhjálmur Árnason mun leggja fram áfengisfrumvarp sitt á morgun. Þingmenn allra flokka verða meðflutningsmenn að frátöldum Vinstri grænum. 10. september 2014 12:50
Ísbílar og pylsuvagnar fá ekki leyfi til að selja áfengi Áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar dreift á þingi í dag 12. september 2014 16:21
Áfengisfrumvarpið afgreitt úr nefnd í morgun Verður tekið til annarrar umræðu á Alþingi. 27. febrúar 2015 10:54