Innlent

Áfengisfrumvarpið afgreitt úr nefnd í morgun

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Frumvarp Vilhjálms fékk afgreiðslu og kemur til umræðu aftur.
Frumvarp Vilhjálms fékk afgreiðslu og kemur til umræðu aftur. Vísir
Áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, var í morgun afgreitt í allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. Þetta staðfesti Vilhjálmur í samtali við Vísi í dag.



„Allsherjarnefnd afgreiddi áfengisfrumvarpið út úr nefndinni til Alþingis og getur því efnisleg umræða um málið haldið áfram og lýðræðiskjörnir fulltrúar tjáð afstöðu sína í málinu,“ segir Vilhjálmur.



Afar skiptar skoðanir eru á frumvarpinu og virtist ekki vera meirihluti fyrir afgreiðslu þess í nefndinni. Verði það samþykkt verður áralöng einokunarverslun ríkisins á áfengi afnumin. Málið nýtur stuðnings allra þingmanna Sjálfstæðisflokksins en skiptar skoðanir eru um það í öðrum flokkum.

Ekki var samstaða um afgreiðsluna í nefndinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×