Dagsektir lagðar á vegna sjö barna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 11. mars 2015 09:55 Ekki hefur komið til greiðslu þar sem foreldrar hafa brugðist við og nefnt börnin sín. Vísir/Heiða Þjóðskrá Íslands hefur lagt á dagsektir vegna nafnleysis sjö barna síðan 1. nóvember árið 2013. Í öll tilvikin kom þó ekki til greiðslu á sektunum þar sem nöfn voru skráð á börnin í kjölfar tilkynningar um dagsektir. Vísir sagði frá því á mánudag að foreldrar stúlku sem þau vilja kalla Alex Emma hafi fengið tilkynningu um að dagsektir yrðu lagðar á þau þar sem að mannanafnanefnd vill ekki samþykkja nafnið. Stúlkan er því ekki með nafn í augum stjórnvalda.Sjá einnig: Má ekki heita Alex Emma Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Þjóðskrá að til fjölda ára hafi það tíðkast að senda foreldrum barna eldri en 12 mánaða sem ekki hafa skráð nöfn bréf þar sem vakin er athygli á að gefa þurfi börnum nöfn innan sex mánaða frá fæðingu. Haustið 2013, þegar nýtt verklag var tekið upp og dagsektir lagðar á, voru 39 börn á aldrinum eins til ellefu ára með lögheimili á Íslandi án þess að hafa skráð nafn án þess að gild ástæða væri fyrir hendi, að mati Þjóðskrár. Sjá einnig: „Það á enginn að segja mér hvað barnið mitt á að heita“ Dagsektir voru fyrst lagðar á í febrúar árið 2014 en þá voru sektir lagðar á vegna sjö barna. Allar voru þær felldar niður án þess að til greiðslu kæmi. Á sama tímabili hafa foreldrar 154 barna fengið bréf þar sem gerð er athugasemd við nafnleysi barna. „Í yfirgnæfandi meirihluta bregðast foreldrar við fyrsta bréfi, en alls eru sendar þrjár tilkynningar áður en tekin er ákvörðun um að beita dagsektum,“ segir í svari Þjóðskrár við fyrirspurn fréttastofu. Tengdar fréttir Má ekki heita Alex Emma: „Þurfum að borga þar til við finnum nafn sem ríkinu þóknast“ Þjóðskrá rukkar foreldra tveggja ára stúlku um dagsektir eftir að nafnabeiðni þeirra var hafnað. 9. mars 2015 21:36 „Það á enginn að segja mér hvað barnið mitt á að heita“ Foreldrar tæplega tveggja ára stúlku ætla í mál við íslenska ríkið vegna úrskurðar mannanafnanefndar þess efnis að dóttir þeirra geti ekki heitið Alex Emma. Þeir standa nú frammi fyrir því að greiða um hálfa milljón á ári í sekt vegna málsins, nema þau breyti nafninu. 10. mars 2015 20:30 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Þjóðskrá Íslands hefur lagt á dagsektir vegna nafnleysis sjö barna síðan 1. nóvember árið 2013. Í öll tilvikin kom þó ekki til greiðslu á sektunum þar sem nöfn voru skráð á börnin í kjölfar tilkynningar um dagsektir. Vísir sagði frá því á mánudag að foreldrar stúlku sem þau vilja kalla Alex Emma hafi fengið tilkynningu um að dagsektir yrðu lagðar á þau þar sem að mannanafnanefnd vill ekki samþykkja nafnið. Stúlkan er því ekki með nafn í augum stjórnvalda.Sjá einnig: Má ekki heita Alex Emma Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Þjóðskrá að til fjölda ára hafi það tíðkast að senda foreldrum barna eldri en 12 mánaða sem ekki hafa skráð nöfn bréf þar sem vakin er athygli á að gefa þurfi börnum nöfn innan sex mánaða frá fæðingu. Haustið 2013, þegar nýtt verklag var tekið upp og dagsektir lagðar á, voru 39 börn á aldrinum eins til ellefu ára með lögheimili á Íslandi án þess að hafa skráð nafn án þess að gild ástæða væri fyrir hendi, að mati Þjóðskrár. Sjá einnig: „Það á enginn að segja mér hvað barnið mitt á að heita“ Dagsektir voru fyrst lagðar á í febrúar árið 2014 en þá voru sektir lagðar á vegna sjö barna. Allar voru þær felldar niður án þess að til greiðslu kæmi. Á sama tímabili hafa foreldrar 154 barna fengið bréf þar sem gerð er athugasemd við nafnleysi barna. „Í yfirgnæfandi meirihluta bregðast foreldrar við fyrsta bréfi, en alls eru sendar þrjár tilkynningar áður en tekin er ákvörðun um að beita dagsektum,“ segir í svari Þjóðskrár við fyrirspurn fréttastofu.
Tengdar fréttir Má ekki heita Alex Emma: „Þurfum að borga þar til við finnum nafn sem ríkinu þóknast“ Þjóðskrá rukkar foreldra tveggja ára stúlku um dagsektir eftir að nafnabeiðni þeirra var hafnað. 9. mars 2015 21:36 „Það á enginn að segja mér hvað barnið mitt á að heita“ Foreldrar tæplega tveggja ára stúlku ætla í mál við íslenska ríkið vegna úrskurðar mannanafnanefndar þess efnis að dóttir þeirra geti ekki heitið Alex Emma. Þeir standa nú frammi fyrir því að greiða um hálfa milljón á ári í sekt vegna málsins, nema þau breyti nafninu. 10. mars 2015 20:30 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Má ekki heita Alex Emma: „Þurfum að borga þar til við finnum nafn sem ríkinu þóknast“ Þjóðskrá rukkar foreldra tveggja ára stúlku um dagsektir eftir að nafnabeiðni þeirra var hafnað. 9. mars 2015 21:36
„Það á enginn að segja mér hvað barnið mitt á að heita“ Foreldrar tæplega tveggja ára stúlku ætla í mál við íslenska ríkið vegna úrskurðar mannanafnanefndar þess efnis að dóttir þeirra geti ekki heitið Alex Emma. Þeir standa nú frammi fyrir því að greiða um hálfa milljón á ári í sekt vegna málsins, nema þau breyti nafninu. 10. mars 2015 20:30