Birtu viðkvæmar upplýsingar yfir hundrað Íslendinga sem halda framhjá Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. ágúst 2015 07:00 Hakkararnir sögðu að notendur síðunnar, sem skráðu sig sérstaklega inn á hana með það fyrir augum að halda framhjá, ættu ekkert betra skilið en að gögn um þá yrðu opinberuð. Um eitt hundrað íslensk netföng eru meðal þess sem finna má í gögnum sem hakkarar birtu úr gagnagrunni vefsíðunnar Ashley Madison, sem þjónustar fólk sem vill halda framhjá maka sínum. Alls eru 128 manns sem skráðu sig á síðuna og sögðust vera á Íslandi. Gögnin voru sett á netið í gær, mánuði eftir að tölvuþrjótar sem kalla sig The Impact Team hótuðu að gera þau opinber. Alls komust hakkararnir yfir nöfn og upplýsingar um 37 milljón notenda síðunnar. Gögnin gengu um netið í gær en þess má geta að gagnasafnið er gríðarlega stórt og þarf öfluga tölvu og tölvukunnáttu til þess að komast í gögnin.Voru ósáttir við þjónustunaVefsíðan Ashley Madison hefur verið í loftinu síðan 2001 og er markhópur hennar fólk sem vill halda framhjá maka sínum. Slagorð síðunnar er „Lífið er stutt, haltu framhjá“ og hefur hún verið gagnrýnd í áraraðir. Hakkararnir sem brutust inn í gagnagrunn Ashely Madison voru ósáttir við loforð sem aðstandendur síðunnar gáfu viðskiptavinum sínum um að gögnum um þá yrði eytt úr gagnagrunninum gegn gjaldi. Hin svokallaða „Full Delete“ þjónusta kostaði 19 dali, eða um 2500 krónur og áttu þá öll gögn um viðskiptavininn að vera fjarlægð úr gagnagrunninum. Fyrir mánuði síðan bentu hakkararnir á að aðstandendur síðunnar hefðu þénað tæpar 230 milljónir króna á viðskiptavinum sem vildu láta eyða upplýsingum um sig. „Þetta er algjör lygi,“ segir í yfirlýsingu frá hökkurunum og bæta þeir við: „Notendur borga nánast alltaf með kreditkorti; þannig að nafn þeirra og heimilsfang er aldrei fjarlægt, sem eru auðvitað mikilvægustu upplýsingarnar.“„Eiga ekkert betra skilið“ Hakkararnir sögðu að notendur síðunnar, sem skráðu sig sérstaklega inn á hana með það fyrir augum að halda framhjá, ættu ekkert betra skilið en að gögn um þá yrðu opinberuð. Þeir sögðu ennfremur að aðstandendur síðunnar ættu ekkert betra skilið því þeir væru að ljúga að viðskiptavinum. Fyrirtækið Avid Life Media stendur að baki Ashley Madison og sendi stjórn fyrirtækisins frá sér yfirlýsingu í gær. Í henni var áhersla lögð á að birting gagnanna væri glæpsamleg og að fyrirtækið myndi vinna með yfirvöldum til að hafa hendur í hári þrjótanna.Íslensk netföng Vísir hefur gögnin undir höndunum og er óhætt að segja að þarna séu gífurlega miklar upplýsingar og er líklegt að þær muni berast almenningi næstu dagana. Þegar notendur skráðu sig á síðuna gátu þeir gefið upp heimilsföng, nafn sitt og fleiri upplýsingar. Aðstandendur síðunnar gengu þó aldrei úr skugga um að þær upplýsingar væru réttar. En í gögnunum sem láku má einnig finna GPS-hnit, þannig að hægt er að staðsetja nákvæmlega hvar notendur skráðu sig inn á síðunna. Þær upplýsingar þykja sérstaklega viðkvæmar. Einnig má finna hluta úr kreditkortanúmeri allra notenda og auðvelt er að komast að lykilorði þeirra. Þannig gætu reyndir hakkarar notað gögnin til að komast inn í önnur viðkvæm gögn notenda síðunnar, til að mynda inn á bankareikninga. Tengdar fréttir Hulunni svipt af framhjáhöldurum Tölvuþrjótar hafa birt gögn um notendur vefsíðunnar Ashley Madison, sem er eins konar vettvangur fyrir fólk sem vill halda fram hjá maka sínum. 19. ágúst 2015 12:24 Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Um eitt hundrað íslensk netföng eru meðal þess sem finna má í gögnum sem hakkarar birtu úr gagnagrunni vefsíðunnar Ashley Madison, sem þjónustar fólk sem vill halda framhjá maka sínum. Alls eru 128 manns sem skráðu sig á síðuna og sögðust vera á Íslandi. Gögnin voru sett á netið í gær, mánuði eftir að tölvuþrjótar sem kalla sig The Impact Team hótuðu að gera þau opinber. Alls komust hakkararnir yfir nöfn og upplýsingar um 37 milljón notenda síðunnar. Gögnin gengu um netið í gær en þess má geta að gagnasafnið er gríðarlega stórt og þarf öfluga tölvu og tölvukunnáttu til þess að komast í gögnin.Voru ósáttir við þjónustunaVefsíðan Ashley Madison hefur verið í loftinu síðan 2001 og er markhópur hennar fólk sem vill halda framhjá maka sínum. Slagorð síðunnar er „Lífið er stutt, haltu framhjá“ og hefur hún verið gagnrýnd í áraraðir. Hakkararnir sem brutust inn í gagnagrunn Ashely Madison voru ósáttir við loforð sem aðstandendur síðunnar gáfu viðskiptavinum sínum um að gögnum um þá yrði eytt úr gagnagrunninum gegn gjaldi. Hin svokallaða „Full Delete“ þjónusta kostaði 19 dali, eða um 2500 krónur og áttu þá öll gögn um viðskiptavininn að vera fjarlægð úr gagnagrunninum. Fyrir mánuði síðan bentu hakkararnir á að aðstandendur síðunnar hefðu þénað tæpar 230 milljónir króna á viðskiptavinum sem vildu láta eyða upplýsingum um sig. „Þetta er algjör lygi,“ segir í yfirlýsingu frá hökkurunum og bæta þeir við: „Notendur borga nánast alltaf með kreditkorti; þannig að nafn þeirra og heimilsfang er aldrei fjarlægt, sem eru auðvitað mikilvægustu upplýsingarnar.“„Eiga ekkert betra skilið“ Hakkararnir sögðu að notendur síðunnar, sem skráðu sig sérstaklega inn á hana með það fyrir augum að halda framhjá, ættu ekkert betra skilið en að gögn um þá yrðu opinberuð. Þeir sögðu ennfremur að aðstandendur síðunnar ættu ekkert betra skilið því þeir væru að ljúga að viðskiptavinum. Fyrirtækið Avid Life Media stendur að baki Ashley Madison og sendi stjórn fyrirtækisins frá sér yfirlýsingu í gær. Í henni var áhersla lögð á að birting gagnanna væri glæpsamleg og að fyrirtækið myndi vinna með yfirvöldum til að hafa hendur í hári þrjótanna.Íslensk netföng Vísir hefur gögnin undir höndunum og er óhætt að segja að þarna séu gífurlega miklar upplýsingar og er líklegt að þær muni berast almenningi næstu dagana. Þegar notendur skráðu sig á síðuna gátu þeir gefið upp heimilsföng, nafn sitt og fleiri upplýsingar. Aðstandendur síðunnar gengu þó aldrei úr skugga um að þær upplýsingar væru réttar. En í gögnunum sem láku má einnig finna GPS-hnit, þannig að hægt er að staðsetja nákvæmlega hvar notendur skráðu sig inn á síðunna. Þær upplýsingar þykja sérstaklega viðkvæmar. Einnig má finna hluta úr kreditkortanúmeri allra notenda og auðvelt er að komast að lykilorði þeirra. Þannig gætu reyndir hakkarar notað gögnin til að komast inn í önnur viðkvæm gögn notenda síðunnar, til að mynda inn á bankareikninga.
Tengdar fréttir Hulunni svipt af framhjáhöldurum Tölvuþrjótar hafa birt gögn um notendur vefsíðunnar Ashley Madison, sem er eins konar vettvangur fyrir fólk sem vill halda fram hjá maka sínum. 19. ágúst 2015 12:24 Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Hulunni svipt af framhjáhöldurum Tölvuþrjótar hafa birt gögn um notendur vefsíðunnar Ashley Madison, sem er eins konar vettvangur fyrir fólk sem vill halda fram hjá maka sínum. 19. ágúst 2015 12:24