"Hann á rétt á að fara yfir sitt námsefni heima eins og önnur börn“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. ágúst 2015 20:00 Íslenska ríkið hefur hafnað kröfu fjölskyldu tíu ára heyrnarlauss drengs um að hann fái námsefni á móðurmáli sínu, táknmáli. Fjölskyldan ætlar að stefna ríkinu í annað sinn og segir málið fordæmisgefandi. Andri Fannar Ágústsson byrjar í næstu viku í sjötta bekk Holtaskóla í Reykjanesbæ. Hann fæddist alveg heyrnalaus en í upphafi síðasta árs kom í ljós að námsefni sem gert hafði verið ráð fyrir að hann myndi læra var ekki til á táknmáli. Fjölskylda hans fór því í mál við ríkið og Reykjanesbæ, en kröfunni var vísað frá í héraðsdómi í lok maí á þeim grundvelli að drengurinn hefði ekki lögvarða hagsmuni í málinu, og staðfesti Hæsturétur niðurstöðuna í síðustu viku. Fjölskyldan ætlar því að höfða annað mál. „Fólk skilur ekki afhverju hann getur ekki bara lesið bækurnar eins og hinir. Það er bara ekki þannig. Hann er með táknmálið sem móðurmál og hann kann ekki íslensku. Hann er að rembast við að læra hana en táknmál er hans fyrsta mál og við teljum að hann eigi rétt á sínu námsefni á sínu móðurmáli,“ segir Björg Hafsteinsdóttir móðir Andra Fannars. Lögmaður fjölskyldunnar fékk þau svör frá Námsgagnastofnun, þegar hann óskaði eftir að stofnunin myndi útvega Andra námsefni við hæfi, að stofnunin tæki mið af fjárheimildum fjárlaga og til þess væri einfaldlega ekki svigrúm. Björg segir skilningsleysi einkenna málið. „Kennarinn les aldrei upp allt námsefnið í skólanum. Hann hefur rétt á því eins og aðrir að lesið námsefnið sitt heima. Farið yfir það eins og önnur börn,“ segir hún. Þá segir Björg mismununina í kerfinu sára. Níu manns starfa til að mynda við að þýða námsefni fyrir blind börn. „Það er ekkert stöðugildi og ekki ein króna í fjárlögum sem fer í þessa þjónustu fyrir heyrnalausa,“ segir hún. Málið verður fordæmisgefandi. „Við erum ekki að berjast bara fyrir Andra. Við erum að berjast fyrir önnur heyrnalaus börn. Því miður hefur þetta ekki verið gert. Við erum svolítið að ryðja brautina og ætlum að vonast til að það hjálpi fleiri börnum í framtíðinni sem eru heyrnalaus,“ segir Björg Hafsteinsdóttir. Tengdar fréttir Heyrnarlaus fær ekki námsgögn: „Fáránlegt að við þurfum að höfða mál“ Hæstiréttur vísaði kröfu Andra Fannars Ágústssonar, um þýðingu á námsefni handa honum, frá dómi. Rekstur málsins hefur tekið ár og ekki sér fyrir enda þess í bráð. 17. ágúst 2015 21:30 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Íslenska ríkið hefur hafnað kröfu fjölskyldu tíu ára heyrnarlauss drengs um að hann fái námsefni á móðurmáli sínu, táknmáli. Fjölskyldan ætlar að stefna ríkinu í annað sinn og segir málið fordæmisgefandi. Andri Fannar Ágústsson byrjar í næstu viku í sjötta bekk Holtaskóla í Reykjanesbæ. Hann fæddist alveg heyrnalaus en í upphafi síðasta árs kom í ljós að námsefni sem gert hafði verið ráð fyrir að hann myndi læra var ekki til á táknmáli. Fjölskylda hans fór því í mál við ríkið og Reykjanesbæ, en kröfunni var vísað frá í héraðsdómi í lok maí á þeim grundvelli að drengurinn hefði ekki lögvarða hagsmuni í málinu, og staðfesti Hæsturétur niðurstöðuna í síðustu viku. Fjölskyldan ætlar því að höfða annað mál. „Fólk skilur ekki afhverju hann getur ekki bara lesið bækurnar eins og hinir. Það er bara ekki þannig. Hann er með táknmálið sem móðurmál og hann kann ekki íslensku. Hann er að rembast við að læra hana en táknmál er hans fyrsta mál og við teljum að hann eigi rétt á sínu námsefni á sínu móðurmáli,“ segir Björg Hafsteinsdóttir móðir Andra Fannars. Lögmaður fjölskyldunnar fékk þau svör frá Námsgagnastofnun, þegar hann óskaði eftir að stofnunin myndi útvega Andra námsefni við hæfi, að stofnunin tæki mið af fjárheimildum fjárlaga og til þess væri einfaldlega ekki svigrúm. Björg segir skilningsleysi einkenna málið. „Kennarinn les aldrei upp allt námsefnið í skólanum. Hann hefur rétt á því eins og aðrir að lesið námsefnið sitt heima. Farið yfir það eins og önnur börn,“ segir hún. Þá segir Björg mismununina í kerfinu sára. Níu manns starfa til að mynda við að þýða námsefni fyrir blind börn. „Það er ekkert stöðugildi og ekki ein króna í fjárlögum sem fer í þessa þjónustu fyrir heyrnalausa,“ segir hún. Málið verður fordæmisgefandi. „Við erum ekki að berjast bara fyrir Andra. Við erum að berjast fyrir önnur heyrnalaus börn. Því miður hefur þetta ekki verið gert. Við erum svolítið að ryðja brautina og ætlum að vonast til að það hjálpi fleiri börnum í framtíðinni sem eru heyrnalaus,“ segir Björg Hafsteinsdóttir.
Tengdar fréttir Heyrnarlaus fær ekki námsgögn: „Fáránlegt að við þurfum að höfða mál“ Hæstiréttur vísaði kröfu Andra Fannars Ágústssonar, um þýðingu á námsefni handa honum, frá dómi. Rekstur málsins hefur tekið ár og ekki sér fyrir enda þess í bráð. 17. ágúst 2015 21:30 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Heyrnarlaus fær ekki námsgögn: „Fáránlegt að við þurfum að höfða mál“ Hæstiréttur vísaði kröfu Andra Fannars Ágústssonar, um þýðingu á námsefni handa honum, frá dómi. Rekstur málsins hefur tekið ár og ekki sér fyrir enda þess í bráð. 17. ágúst 2015 21:30