Öryggi sjúklinga ekki tryggt Sveinn Arnarson skrifar 9. maí 2015 10:00 Landspítalinn Undanþágubeiðnum sem lagðar hafa verið fyrir Félag geislafræðinga hefur flestum verið hafnað. Forstjórinn er óánægður með stöðuna og segir öryggi sjúklinga ótryggt á spítalanum. Fréttablaðið/Pjetur Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, óttast um öryggi sjúklinga spítalans í verkfallsaðgerðum BHM. Verkfall félagsmanna fjögurra aðildarfélaga BHM sem starfa á spítalanum hefur nú staðið í þrjátíu og þrjá daga og ekki sér fyrir endann á deilunni. Páll gagnrýnir Félag geislafræðinga harðlega og segir undanþágunefnd félagsins ekki láta læknisfræðilegt mat ráða för þegar undanþágubeiðnir eru metnar hjá félaginu. „Á Landspítala má búast við sveiflum í starfseminni og því ríður á að læknisfræðilegt mat sé forsenda undanþága frá verkföllum. Þetta hefur að mestu gengið eftir hér, þó með þeirri undantekningu að Landspítali hefur gert alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu undanþágubeiðna Félags geislafræðinga. Mikilvægt er að þeir hnökrar sem orðið hafa þar leysist strax, það má ekki dragast,“ segir Páll. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir ekki koma til greina að setja lög á verkföll eins og staðan er í dag en gagnrýnir einnig undanþágunefnd geislafræðinga. „Læknar óska ekki eftir undanþágum nema í algjörum undantekningartilvikum því þeir virða rétt stétta til að fara í verkföll. Það er skilningur hjá okkur fyrir því að reyna að gera verkfallið sem léttbærast fyrir okkar allra veikustu einstaklinga,“ segir Kristján Þór. „Verkfall af þessu tagi hefur veruleg áhrif á starfsemi spítalans,“ segir Páll. „Ljóst þykir að áhrifin eru umtalsvert meiri og alvarlegri en af nýyfirstöðnu læknaverkfalli. Yfirstandandi verkfall, sérstaklega geislafræðinga sem eru í ótímabundnu verkfalli, hefur valdið verulegum áhrifum á meðferð sjúklinga,“ segir Páll. Fresta hefur þurft fjölda skurðaðgerða, þúsundum rannsókna og hundruð koma sjúklinga á dag- og göngudeildir hafa fallið niður vegna verkfalls BHM. Ekkert miðar áfram í kjaradeilunni. Deilan skapar mikil og alvarleg vandræði á sjúkrahúsum landsins og er staðan orðin hrikaleg að mati Gunnars Bjarna Ragnarssonar, yfirlæknis á krabbameinsdeild Landspítalans. Páll Halldórsson, formaður BHM, segist vonast til að sjá einhver spil á næsta fundi BHM með samninganefnd ríkisins. „Næsti fundur er settur á mánudaginn. Síðasta fundi var slitið með þeim orðum að ekki yrði boðað til nýs fundar fyrr en ríkið hefði eitthvað fram að færa á fundinum. Hins vegar veit ég ekkert hvaða spil það eru sem ríkið mun leggja á borðið og það verður bara að koma í ljós,“ sagði Páll. Páll Matthíasson segir vinnuaðstæður á Landspítalanum grafalvarlegar og mikið liggja við. Líklegt er að sjúklingar bíði skaða af verkfallsaðgerðum BHM. „Hvað meðferð krabbameinssjúkra varðar þá er staðfest að tafir hafa orðið í lyfjameðferðum, biðlistar fyrir geislameðferðir hafa lengst fram úr hófi og rof hefur orðið í meðferð sjúklinga. Niðurstaða okkar helstu sérfræðinga er að mikil hætta sé á því að krabbameinssjúklingar í rannsóknum, meðferð eða eftirliti á Landspítala geti orðið fyrir skaða.“ Verkfall 2016 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, óttast um öryggi sjúklinga spítalans í verkfallsaðgerðum BHM. Verkfall félagsmanna fjögurra aðildarfélaga BHM sem starfa á spítalanum hefur nú staðið í þrjátíu og þrjá daga og ekki sér fyrir endann á deilunni. Páll gagnrýnir Félag geislafræðinga harðlega og segir undanþágunefnd félagsins ekki láta læknisfræðilegt mat ráða för þegar undanþágubeiðnir eru metnar hjá félaginu. „Á Landspítala má búast við sveiflum í starfseminni og því ríður á að læknisfræðilegt mat sé forsenda undanþága frá verkföllum. Þetta hefur að mestu gengið eftir hér, þó með þeirri undantekningu að Landspítali hefur gert alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu undanþágubeiðna Félags geislafræðinga. Mikilvægt er að þeir hnökrar sem orðið hafa þar leysist strax, það má ekki dragast,“ segir Páll. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir ekki koma til greina að setja lög á verkföll eins og staðan er í dag en gagnrýnir einnig undanþágunefnd geislafræðinga. „Læknar óska ekki eftir undanþágum nema í algjörum undantekningartilvikum því þeir virða rétt stétta til að fara í verkföll. Það er skilningur hjá okkur fyrir því að reyna að gera verkfallið sem léttbærast fyrir okkar allra veikustu einstaklinga,“ segir Kristján Þór. „Verkfall af þessu tagi hefur veruleg áhrif á starfsemi spítalans,“ segir Páll. „Ljóst þykir að áhrifin eru umtalsvert meiri og alvarlegri en af nýyfirstöðnu læknaverkfalli. Yfirstandandi verkfall, sérstaklega geislafræðinga sem eru í ótímabundnu verkfalli, hefur valdið verulegum áhrifum á meðferð sjúklinga,“ segir Páll. Fresta hefur þurft fjölda skurðaðgerða, þúsundum rannsókna og hundruð koma sjúklinga á dag- og göngudeildir hafa fallið niður vegna verkfalls BHM. Ekkert miðar áfram í kjaradeilunni. Deilan skapar mikil og alvarleg vandræði á sjúkrahúsum landsins og er staðan orðin hrikaleg að mati Gunnars Bjarna Ragnarssonar, yfirlæknis á krabbameinsdeild Landspítalans. Páll Halldórsson, formaður BHM, segist vonast til að sjá einhver spil á næsta fundi BHM með samninganefnd ríkisins. „Næsti fundur er settur á mánudaginn. Síðasta fundi var slitið með þeim orðum að ekki yrði boðað til nýs fundar fyrr en ríkið hefði eitthvað fram að færa á fundinum. Hins vegar veit ég ekkert hvaða spil það eru sem ríkið mun leggja á borðið og það verður bara að koma í ljós,“ sagði Páll. Páll Matthíasson segir vinnuaðstæður á Landspítalanum grafalvarlegar og mikið liggja við. Líklegt er að sjúklingar bíði skaða af verkfallsaðgerðum BHM. „Hvað meðferð krabbameinssjúkra varðar þá er staðfest að tafir hafa orðið í lyfjameðferðum, biðlistar fyrir geislameðferðir hafa lengst fram úr hófi og rof hefur orðið í meðferð sjúklinga. Niðurstaða okkar helstu sérfræðinga er að mikil hætta sé á því að krabbameinssjúklingar í rannsóknum, meðferð eða eftirliti á Landspítala geti orðið fyrir skaða.“
Verkfall 2016 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum