Báru upp tillögu um nýjan landsfund Sveinn Arnarsson skrifar 1. júlí 2015 07:00 Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hafin er umræða innan framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar um hvort æskilegt sé að flýta landsfundi flokksins. Borin var upp tillaga á framkvæmdastjórnarfundi flokksins fyrir skömmu þess efnis að flýta landsfundi svo hægt verði að kjósa nýja forystu flokksins í allsherjaratkvæðagreiðslu. Engin efnisleg niðurstaða var tekin um tillöguna en umræður urðu miklar um framhaldið og hvernig framkvæmdastjórn ætti að taka á málunum. Bentu fylgjendur Árna Páls Árnasonar, sitjandi formanns flokksins, á að lög Samfylkingarinnar sniðu flokknum þröngan stakk; ekki væri hægt að halda landsfund nema annað hvert ár og ef halda ætti aukalandsfund væri ekki hægt að kjósa nýja forystu á slíkum fundi.Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, staðfesti þetta í samtali við blaðamann Fréttablaðsins. „Framkvæmdastjórn hefur opnað umræðu um næsta landsfund og hvenær hann verður haldinn. Síðasta landsfundarnefnd mótaði tillögu til nýrrar framkvæmdastjórnar um að umræða yrði haldin fyrr en síðar um þessi mál. Í samræmi við þær ákvarðanir munum við halda tvo stóra flokksstjórnarfundi næstkomandi haust þar sem þetta verður rætt,“ segir Sema Erla. Mikil ólga er enn innan Samfylkingarinnar eftir síðasta landsfund flokksins þar sem Árni Páll Árnason sigraði Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur í kosningu til formanns með aðeins einu atkvæði. Hann hefur látið hafa það eftir sér að hann vilji sækja sér stærra umboð til að stýra skútunni en að lög flokksins hamli því að vilji hans verði að veruleika. Tókust á um formennsku Flokkurinn klofnaði í afstöðu sinni til formannsefna á síðasta landsfundi flokksins í Súlnasal Hótel Sögu í vor. Ekki er gróið um heilt í flokknum.„Það er alveg rétt að ákveðin öfl innan flokksins vilja nýjan landsfund þar sem flokkurinn í heild sinni getur valið sér nýja forystu. Hins vegar býr flokkurinn yfir sínum lögum og reglum og nú er vinna hafin við það að meta hvaða leiðir eru færar í stöðunni,“ segir Sema. „Ég á von á því að þessi mál sem og önnur verði rædd á næsta flokksstjórnarfundi í september.“ Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Hafin er umræða innan framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar um hvort æskilegt sé að flýta landsfundi flokksins. Borin var upp tillaga á framkvæmdastjórnarfundi flokksins fyrir skömmu þess efnis að flýta landsfundi svo hægt verði að kjósa nýja forystu flokksins í allsherjaratkvæðagreiðslu. Engin efnisleg niðurstaða var tekin um tillöguna en umræður urðu miklar um framhaldið og hvernig framkvæmdastjórn ætti að taka á málunum. Bentu fylgjendur Árna Páls Árnasonar, sitjandi formanns flokksins, á að lög Samfylkingarinnar sniðu flokknum þröngan stakk; ekki væri hægt að halda landsfund nema annað hvert ár og ef halda ætti aukalandsfund væri ekki hægt að kjósa nýja forystu á slíkum fundi.Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, staðfesti þetta í samtali við blaðamann Fréttablaðsins. „Framkvæmdastjórn hefur opnað umræðu um næsta landsfund og hvenær hann verður haldinn. Síðasta landsfundarnefnd mótaði tillögu til nýrrar framkvæmdastjórnar um að umræða yrði haldin fyrr en síðar um þessi mál. Í samræmi við þær ákvarðanir munum við halda tvo stóra flokksstjórnarfundi næstkomandi haust þar sem þetta verður rætt,“ segir Sema Erla. Mikil ólga er enn innan Samfylkingarinnar eftir síðasta landsfund flokksins þar sem Árni Páll Árnason sigraði Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur í kosningu til formanns með aðeins einu atkvæði. Hann hefur látið hafa það eftir sér að hann vilji sækja sér stærra umboð til að stýra skútunni en að lög flokksins hamli því að vilji hans verði að veruleika. Tókust á um formennsku Flokkurinn klofnaði í afstöðu sinni til formannsefna á síðasta landsfundi flokksins í Súlnasal Hótel Sögu í vor. Ekki er gróið um heilt í flokknum.„Það er alveg rétt að ákveðin öfl innan flokksins vilja nýjan landsfund þar sem flokkurinn í heild sinni getur valið sér nýja forystu. Hins vegar býr flokkurinn yfir sínum lögum og reglum og nú er vinna hafin við það að meta hvaða leiðir eru færar í stöðunni,“ segir Sema. „Ég á von á því að þessi mál sem og önnur verði rædd á næsta flokksstjórnarfundi í september.“
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira