Báru upp tillögu um nýjan landsfund Sveinn Arnarsson skrifar 1. júlí 2015 07:00 Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hafin er umræða innan framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar um hvort æskilegt sé að flýta landsfundi flokksins. Borin var upp tillaga á framkvæmdastjórnarfundi flokksins fyrir skömmu þess efnis að flýta landsfundi svo hægt verði að kjósa nýja forystu flokksins í allsherjaratkvæðagreiðslu. Engin efnisleg niðurstaða var tekin um tillöguna en umræður urðu miklar um framhaldið og hvernig framkvæmdastjórn ætti að taka á málunum. Bentu fylgjendur Árna Páls Árnasonar, sitjandi formanns flokksins, á að lög Samfylkingarinnar sniðu flokknum þröngan stakk; ekki væri hægt að halda landsfund nema annað hvert ár og ef halda ætti aukalandsfund væri ekki hægt að kjósa nýja forystu á slíkum fundi.Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, staðfesti þetta í samtali við blaðamann Fréttablaðsins. „Framkvæmdastjórn hefur opnað umræðu um næsta landsfund og hvenær hann verður haldinn. Síðasta landsfundarnefnd mótaði tillögu til nýrrar framkvæmdastjórnar um að umræða yrði haldin fyrr en síðar um þessi mál. Í samræmi við þær ákvarðanir munum við halda tvo stóra flokksstjórnarfundi næstkomandi haust þar sem þetta verður rætt,“ segir Sema Erla. Mikil ólga er enn innan Samfylkingarinnar eftir síðasta landsfund flokksins þar sem Árni Páll Árnason sigraði Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur í kosningu til formanns með aðeins einu atkvæði. Hann hefur látið hafa það eftir sér að hann vilji sækja sér stærra umboð til að stýra skútunni en að lög flokksins hamli því að vilji hans verði að veruleika. Tókust á um formennsku Flokkurinn klofnaði í afstöðu sinni til formannsefna á síðasta landsfundi flokksins í Súlnasal Hótel Sögu í vor. Ekki er gróið um heilt í flokknum.„Það er alveg rétt að ákveðin öfl innan flokksins vilja nýjan landsfund þar sem flokkurinn í heild sinni getur valið sér nýja forystu. Hins vegar býr flokkurinn yfir sínum lögum og reglum og nú er vinna hafin við það að meta hvaða leiðir eru færar í stöðunni,“ segir Sema. „Ég á von á því að þessi mál sem og önnur verði rædd á næsta flokksstjórnarfundi í september.“ Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hafin er umræða innan framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar um hvort æskilegt sé að flýta landsfundi flokksins. Borin var upp tillaga á framkvæmdastjórnarfundi flokksins fyrir skömmu þess efnis að flýta landsfundi svo hægt verði að kjósa nýja forystu flokksins í allsherjaratkvæðagreiðslu. Engin efnisleg niðurstaða var tekin um tillöguna en umræður urðu miklar um framhaldið og hvernig framkvæmdastjórn ætti að taka á málunum. Bentu fylgjendur Árna Páls Árnasonar, sitjandi formanns flokksins, á að lög Samfylkingarinnar sniðu flokknum þröngan stakk; ekki væri hægt að halda landsfund nema annað hvert ár og ef halda ætti aukalandsfund væri ekki hægt að kjósa nýja forystu á slíkum fundi.Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, staðfesti þetta í samtali við blaðamann Fréttablaðsins. „Framkvæmdastjórn hefur opnað umræðu um næsta landsfund og hvenær hann verður haldinn. Síðasta landsfundarnefnd mótaði tillögu til nýrrar framkvæmdastjórnar um að umræða yrði haldin fyrr en síðar um þessi mál. Í samræmi við þær ákvarðanir munum við halda tvo stóra flokksstjórnarfundi næstkomandi haust þar sem þetta verður rætt,“ segir Sema Erla. Mikil ólga er enn innan Samfylkingarinnar eftir síðasta landsfund flokksins þar sem Árni Páll Árnason sigraði Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur í kosningu til formanns með aðeins einu atkvæði. Hann hefur látið hafa það eftir sér að hann vilji sækja sér stærra umboð til að stýra skútunni en að lög flokksins hamli því að vilji hans verði að veruleika. Tókust á um formennsku Flokkurinn klofnaði í afstöðu sinni til formannsefna á síðasta landsfundi flokksins í Súlnasal Hótel Sögu í vor. Ekki er gróið um heilt í flokknum.„Það er alveg rétt að ákveðin öfl innan flokksins vilja nýjan landsfund þar sem flokkurinn í heild sinni getur valið sér nýja forystu. Hins vegar býr flokkurinn yfir sínum lögum og reglum og nú er vinna hafin við það að meta hvaða leiðir eru færar í stöðunni,“ segir Sema. „Ég á von á því að þessi mál sem og önnur verði rædd á næsta flokksstjórnarfundi í september.“
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira