Samkomulag um nýtt vinnumat Stefán Árni Pálsson skrifar 6. febrúar 2015 09:49 Ólafur H. Sigurjónsson, formaður FS, og Guðríður Arnardóttir, formaður FF. vísir/gva Fulltrúar Kennarasambands Íslands og samninganefndar ríkisins undirrituðu í fyrradag samkomulag um nýtt vinnumat félagsmanna í framhaldsskólum en þetta kemur fram í tilkynningu frá Kennarasambandi Íslands. Gerð nýja vinnumatsins var í höndum verkefnisstjórnar, sem var skipuð af hálfu FF og FS þeim Elnu Katrínu Jónsdóttur, Reyni Þór Eggertssyni og Stefáni Andréssyni. Verkefnisstjórnin starfaði samkvæmt ákvæðum kjarasamnings KÍ/framhaldsskóla frá 4. apríl 2014. Félagar í FF og FS samþykktu nýjan kjarasamning í apríl í fyrra með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða. Í kjarasamningnum segir að nýtt vinnumat skuli tekið upp frá og með skólaárinu 2015-2016. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir mikla vinnu liggja að baki nýja vinnumatinu. „Verkefnisstjórnin hefur lagt nótt við dag við að ljúka verkinu. Það er seinna á ferðinni en til stóð en nægilega tímanlega svo félagsmenn geti velt vinnumatinu fyrir sér og mótað afstöðu til þess.“ Verkefnisstjórnin hefur frá upphafi haft opið vinnuferli. Upplýsingar um framvindu verksins hafa verið settar á síðuna verkefnisstjórn.is eins reglulega og kostur var á. Þá fór verkefnisstjórnin hringferð um landið, efndi til kynningarfunda á reikniverki vinnumatsins, veitti upplýsingar og svaraði fyrirspurnum félagsmanna. „Við samþykktum í atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning að fara í þessa þessa vegferð og taka þátt í að endurhanna umbúnað um þungamiðju starfs okkar; það er kennsluna og undirbúning hennar. Við sem höfum tekið þátt í þessari vinnu, auk fjölmargra sem lögðu okkur lið með ýmsum hætti, unnum að verkefninu af fullum heilindum og með hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi. Niðurstaðan er samkomulag sem felur í sér eftirgjöf af beggja hálfu eins og gengur,“ segir Guðríður. Tengdar fréttir Nemendur geta búið sig undir að sitja heima næstu daga Hvort deila framhaldsskólakennara og ríkisins sé að fara að leysast kemur ekki í ljós fyrr en í fyrsta lagi eftir tvo til þrjá daga að sögn formanns Félags stjórnar framhaldsskólakennara. 31. mars 2014 10:18 Markmið verkfalls varla að fatlaðir lendi á hrakhólum Ungmennahúsið á Akranesi er með opið fyrir fötluð ungmenni á daginn á meðan á verkfalli framhaldsskólakennara stendur. 19. mars 2014 14:40 Funda í húsi ríkissáttasemjara í dag Verkfall framhaldsskólakennara hefur staðið yfir í fjóra daga en samninganefnd ríkisins, Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum funda aftur í dag í húsi ríkissáttasemjara. 20. mars 2014 11:24 Margir nemendur í vandræðum Landssamtökin Þroskahjálp hafa skorað á Félag framhaldsskólakennara að veita tafarlaust undanþágu frá verkfalli framhaldsskólakennara sem sinna kennslu fatlaðra nemenda. 19. mars 2014 14:00 Guðríður Arnardóttir tekur við formennsku á morgun Aðalfundur Félags framhaldsskólakennara verður settur klukkan 13 í dag. 20. mars 2014 11:07 Grunnskólakennarar fylltu Ingólfstorg Grunnskólakennarar efndu til baráttufundar á Ingólfstorgi klukkan 10 í morgun og mættu yfir þúsund kennarar á fundinn. Einnig voru haldnir baráttufundir víðar um landið. 15. maí 2014 10:24 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Fulltrúar Kennarasambands Íslands og samninganefndar ríkisins undirrituðu í fyrradag samkomulag um nýtt vinnumat félagsmanna í framhaldsskólum en þetta kemur fram í tilkynningu frá Kennarasambandi Íslands. Gerð nýja vinnumatsins var í höndum verkefnisstjórnar, sem var skipuð af hálfu FF og FS þeim Elnu Katrínu Jónsdóttur, Reyni Þór Eggertssyni og Stefáni Andréssyni. Verkefnisstjórnin starfaði samkvæmt ákvæðum kjarasamnings KÍ/framhaldsskóla frá 4. apríl 2014. Félagar í FF og FS samþykktu nýjan kjarasamning í apríl í fyrra með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða. Í kjarasamningnum segir að nýtt vinnumat skuli tekið upp frá og með skólaárinu 2015-2016. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, segir mikla vinnu liggja að baki nýja vinnumatinu. „Verkefnisstjórnin hefur lagt nótt við dag við að ljúka verkinu. Það er seinna á ferðinni en til stóð en nægilega tímanlega svo félagsmenn geti velt vinnumatinu fyrir sér og mótað afstöðu til þess.“ Verkefnisstjórnin hefur frá upphafi haft opið vinnuferli. Upplýsingar um framvindu verksins hafa verið settar á síðuna verkefnisstjórn.is eins reglulega og kostur var á. Þá fór verkefnisstjórnin hringferð um landið, efndi til kynningarfunda á reikniverki vinnumatsins, veitti upplýsingar og svaraði fyrirspurnum félagsmanna. „Við samþykktum í atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning að fara í þessa þessa vegferð og taka þátt í að endurhanna umbúnað um þungamiðju starfs okkar; það er kennsluna og undirbúning hennar. Við sem höfum tekið þátt í þessari vinnu, auk fjölmargra sem lögðu okkur lið með ýmsum hætti, unnum að verkefninu af fullum heilindum og með hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi. Niðurstaðan er samkomulag sem felur í sér eftirgjöf af beggja hálfu eins og gengur,“ segir Guðríður.
Tengdar fréttir Nemendur geta búið sig undir að sitja heima næstu daga Hvort deila framhaldsskólakennara og ríkisins sé að fara að leysast kemur ekki í ljós fyrr en í fyrsta lagi eftir tvo til þrjá daga að sögn formanns Félags stjórnar framhaldsskólakennara. 31. mars 2014 10:18 Markmið verkfalls varla að fatlaðir lendi á hrakhólum Ungmennahúsið á Akranesi er með opið fyrir fötluð ungmenni á daginn á meðan á verkfalli framhaldsskólakennara stendur. 19. mars 2014 14:40 Funda í húsi ríkissáttasemjara í dag Verkfall framhaldsskólakennara hefur staðið yfir í fjóra daga en samninganefnd ríkisins, Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum funda aftur í dag í húsi ríkissáttasemjara. 20. mars 2014 11:24 Margir nemendur í vandræðum Landssamtökin Þroskahjálp hafa skorað á Félag framhaldsskólakennara að veita tafarlaust undanþágu frá verkfalli framhaldsskólakennara sem sinna kennslu fatlaðra nemenda. 19. mars 2014 14:00 Guðríður Arnardóttir tekur við formennsku á morgun Aðalfundur Félags framhaldsskólakennara verður settur klukkan 13 í dag. 20. mars 2014 11:07 Grunnskólakennarar fylltu Ingólfstorg Grunnskólakennarar efndu til baráttufundar á Ingólfstorgi klukkan 10 í morgun og mættu yfir þúsund kennarar á fundinn. Einnig voru haldnir baráttufundir víðar um landið. 15. maí 2014 10:24 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Nemendur geta búið sig undir að sitja heima næstu daga Hvort deila framhaldsskólakennara og ríkisins sé að fara að leysast kemur ekki í ljós fyrr en í fyrsta lagi eftir tvo til þrjá daga að sögn formanns Félags stjórnar framhaldsskólakennara. 31. mars 2014 10:18
Markmið verkfalls varla að fatlaðir lendi á hrakhólum Ungmennahúsið á Akranesi er með opið fyrir fötluð ungmenni á daginn á meðan á verkfalli framhaldsskólakennara stendur. 19. mars 2014 14:40
Funda í húsi ríkissáttasemjara í dag Verkfall framhaldsskólakennara hefur staðið yfir í fjóra daga en samninganefnd ríkisins, Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum funda aftur í dag í húsi ríkissáttasemjara. 20. mars 2014 11:24
Margir nemendur í vandræðum Landssamtökin Þroskahjálp hafa skorað á Félag framhaldsskólakennara að veita tafarlaust undanþágu frá verkfalli framhaldsskólakennara sem sinna kennslu fatlaðra nemenda. 19. mars 2014 14:00
Guðríður Arnardóttir tekur við formennsku á morgun Aðalfundur Félags framhaldsskólakennara verður settur klukkan 13 í dag. 20. mars 2014 11:07
Grunnskólakennarar fylltu Ingólfstorg Grunnskólakennarar efndu til baráttufundar á Ingólfstorgi klukkan 10 í morgun og mættu yfir þúsund kennarar á fundinn. Einnig voru haldnir baráttufundir víðar um landið. 15. maí 2014 10:24